BREYTA

Matur - ekki sprengjur! Kynningarfundur í Friðarhúsi.

Keith McHenry, stofnandi samtakanna Food Not Bombs, heldur fund í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, sunnudaginn 10. janúar kl. 20:00. En um þessar mundir eru 30 ár liðin frá stofnun samtakanna. Í fréttatilkynningu frá Íslandsdeild Food Not Bombs segir: Food Not Bombs er alþjóðleg hreyfing sem á rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna árið 1980. Venjulegt fólk var orðið þreytt á því að horfa upp á ríkisstjórnina eyða gríðarlegum fjármunum í stríðsrekstur á ári hverju á meðan mikill fjöldi fólks býr á götunni og hefur ekki efni á mat. Í stað þess að bíða lengur eftir aðgerðum stjórnvalda tók fólk málin í sínar hendur og byrjaði að gefa þeim mat sem þurftu og vildu. Á þessum þrjátíu árum hefur Food Not Bombs hugmyndin ferðast um allan heiminn og nú starfrækja meira en 1000 hópar verkefnið. FNB eru ekki samtök með meðlimaskrá og ekki þarf að skrá sig neins staðar eða biðja um leyfi til að setja verkefnið af stað. Svo lengi sem hugmynda- og aðferðafræði FNB nær til fólks, getur það sett verkefnið af stað. Hér á landi hefur FNB átt sér stað á Lækjartorgi á hverjum laugardegi í tæp tvö ár; frá því í apríl 2008. Þó FNB snúist að miklu leyti um mat - ójafnan aðgang fólks að mat, framleiðslu hans, sölu, sóun, lífsréttindi dýra og þar fram eftir götunum - hefur hugmyndafræði verkefnisins stækkað og snýst langt því frá um eitt málefni. Food Not Bombs gæti allt eins heitið Homes Not Jails, Society Not State, System Change Not Climate Change, og svo framvegis. Food Not Bombs er ekki góðgerðasamtök og er ekki barátta fyrir umbótum heldur fyrir algjörri byltingu; fyrir samfélagi þar sem þarfir fólks vega þyngra en græðgi og ríkidæmi; fyrir heilbrigðu samfélagi. Keith McHenry er einn af þeim sem stofnaði Food Not Bombs í Bandaríkjunum fyrir þrjátíu árum. Keith eyddi tveimur árum í fangelsi og var hótað lífstíðarfangelsi í Kaliforníu fyrir þátttöku sína í verkefninu. Amnesty International skilgreindi hann og alla þátttakendur FNB sem samviskufanga ef þeir hlytu fangelsisdóma. Keith er nú á ferðalagi um heiminn þar sem hann segir sögu verkefnisins auk þess að taka þátt í FNB á þeim stað sem hann er hverju sinni. Sunnudaginn 10 janúar nk. verður Keith með fyrirlestur í Friðarhúsi Samtaka Hernaðarandstæðinga, Njálsgötu 87 kl. 20:00. Auk fyrirlestursins verður sýnd 15 mínútna mynd um FNB í Afríku.

Færslur

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður októbermánaðar

Fjáröflunarmálsverður októbermánaðar

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss í október verður haldinn föstudagskvöldið 25. október. Matseldin verður að þessu sinni í …

SHA_forsida_top

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustsins

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustsins

Það er komið að fyrsta fjáröflunarmálsverði haustsins, föstudagskvöldið 27. september. Guðrún Bóasdóttir (Systa) eldar. Matseðill: …

SHA_forsida_top

UVG mótmæla Nató-forkólfi

UVG mótmæla Nató-forkólfi

Ungliðar í Vinstri grænum boða til mótmæla við Norræna húsið fimmtudaginn 19. september kl. 9:30, …

SHA_forsida_top

Listin að selja stríð

Listin að selja stríð

(Þessi grein var send Fréttablaðinu 24. ágúst, þremur dögum eftir efnavopnaárásina í Damaskus, en blaðið …

SHA_forsida_top

SHA og MFÍK funda um Sýrland

SHA og MFÍK funda um Sýrland

Samtök hernaðarandstæðinga og Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna efna til sameiginlegs fundar um málefni Sýrlands …

SHA_forsida_top

Streð að heimsyfirráðum skýrir árásarhneigðina

Streð að heimsyfirráðum skýrir árásarhneigðina

Eftirfarandi pistill er eftir Þórarinn Hjartarson, formann Norðurlandsdeildar SHA. Árásarhneigð Vesturveldanna – með Bandaríkin …

SHA_forsida_top

Friðarhreyfingar hafna árásum á Sýrland

Friðarhreyfingar hafna árásum á Sýrland

Samtök friðarhreyfinga vítt og breitt um Evrópu hafa á síðustu sólarhringum mótmælt harðlega grímulausum stríðsundirbúningi …

SHA_forsida_top

About Us - Extended

About Us - Extended

We've had the privilege to work with some awesome clients Phasellus enim libero, …

SHA_forsida_top

Ávarp flutt á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn

Ávarp flutt á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn

Kristinn Már Ársælsson, félagsfræðingur og stjórnarmaður í lýðræðisfélaginu Öldu flutti ávarp við kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn …

SHA_forsida_top

Aldrei aftur Hírósíma, aldrei aftur Nagasaki. - Kertafleytingar 9. ágúst

Aldrei aftur Hírósíma, aldrei aftur Nagasaki. - Kertafleytingar 9. ágúst

Frá árinu 1985 hafa íslenskir friðarsinnar fleytt kertum í minningu fórnarlamba kjarnorku-árásanna á Hírósíma og …

SHA_forsida_top

WHO birti upplýsingarnar!

WHO birti upplýsingarnar!

Samtök hernaðarandstæðinga eru ásamt MFÍK aðilar að alþjóðlegri hreyfingu sem vinnur að banni við notkun …

SHA_forsida_top

Hirosimabúi á kertafleytingu á Akureyri

Hirosimabúi á kertafleytingu á Akureyri

Kertafleytingar friðarhreyfinganna í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hirosima og Nagasaki verða haldnar föstudaginn 9. ágúst …

SHA_forsida_top

Róttæki sumaráhskólinn - friðarmál

Róttæki sumaráhskólinn - friðarmál

14.-20. ágúst næstkomandi verður Róttæki sumarháskólinn haldinn í húsnæði Reykjavíkurakademíunnar. Allar upplýsingar má nálgast hér …

SHA_forsida_top

Headers

Headers

Check Out Some Of The Possible Combinations Every site should have its …

SHA_forsida_top

Vilt þú standa að kertafleytingu?

Vilt þú standa að kertafleytingu?

Árið 1985 stóðu Samtök herstöðvaandstæðinga að fyrstu kertafleytingunni á Reykjavíkurtjörn til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna …