BREYTA

Matur - ekki sprengjur! Kynningarfundur í Friðarhúsi.

Keith McHenry, stofnandi samtakanna Food Not Bombs, heldur fund í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, sunnudaginn 10. janúar kl. 20:00. En um þessar mundir eru 30 ár liðin frá stofnun samtakanna. Í fréttatilkynningu frá Íslandsdeild Food Not Bombs segir: Food Not Bombs er alþjóðleg hreyfing sem á rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna árið 1980. Venjulegt fólk var orðið þreytt á því að horfa upp á ríkisstjórnina eyða gríðarlegum fjármunum í stríðsrekstur á ári hverju á meðan mikill fjöldi fólks býr á götunni og hefur ekki efni á mat. Í stað þess að bíða lengur eftir aðgerðum stjórnvalda tók fólk málin í sínar hendur og byrjaði að gefa þeim mat sem þurftu og vildu. Á þessum þrjátíu árum hefur Food Not Bombs hugmyndin ferðast um allan heiminn og nú starfrækja meira en 1000 hópar verkefnið. FNB eru ekki samtök með meðlimaskrá og ekki þarf að skrá sig neins staðar eða biðja um leyfi til að setja verkefnið af stað. Svo lengi sem hugmynda- og aðferðafræði FNB nær til fólks, getur það sett verkefnið af stað. Hér á landi hefur FNB átt sér stað á Lækjartorgi á hverjum laugardegi í tæp tvö ár; frá því í apríl 2008. Þó FNB snúist að miklu leyti um mat - ójafnan aðgang fólks að mat, framleiðslu hans, sölu, sóun, lífsréttindi dýra og þar fram eftir götunum - hefur hugmyndafræði verkefnisins stækkað og snýst langt því frá um eitt málefni. Food Not Bombs gæti allt eins heitið Homes Not Jails, Society Not State, System Change Not Climate Change, og svo framvegis. Food Not Bombs er ekki góðgerðasamtök og er ekki barátta fyrir umbótum heldur fyrir algjörri byltingu; fyrir samfélagi þar sem þarfir fólks vega þyngra en græðgi og ríkidæmi; fyrir heilbrigðu samfélagi. Keith McHenry er einn af þeim sem stofnaði Food Not Bombs í Bandaríkjunum fyrir þrjátíu árum. Keith eyddi tveimur árum í fangelsi og var hótað lífstíðarfangelsi í Kaliforníu fyrir þátttöku sína í verkefninu. Amnesty International skilgreindi hann og alla þátttakendur FNB sem samviskufanga ef þeir hlytu fangelsisdóma. Keith er nú á ferðalagi um heiminn þar sem hann segir sögu verkefnisins auk þess að taka þátt í FNB á þeim stað sem hann er hverju sinni. Sunnudaginn 10 janúar nk. verður Keith með fyrirlestur í Friðarhúsi Samtaka Hernaðarandstæðinga, Njálsgötu 87 kl. 20:00. Auk fyrirlestursins verður sýnd 15 mínútna mynd um FNB í Afríku.

Færslur

SHA_forsida_top

Yfirlýsing CND um kjarnorkuáætlun Írana

Yfirlýsing CND um kjarnorkuáætlun Írana

Bresku friðarsamtökin Campaign for Nuclear Disarmament (CND) sendu frá sér yfirlýsingu 10. apríl síðastliðinn …

SHA_forsida_top

Friðargæsla

Friðargæsla

Hugtakið „pacification“ (sjá skilgreiningu að neðan) var einu sinni notað af Bandaríkjamönnum til að snyrta …

SHA_forsida_top

Kanaútvarpið hættir

Kanaútvarpið hættir

Kanaútvarpinu, útvarpsstöð bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli, var lokað 1. júní síðastliðinn eftir 55 ára starfsemi. …

SHA_forsida_top

Vígvæðing NATO: Bandaríkjamenn koma gagneldflaugum fyrir í Póllandi og Tékklandi

Vígvæðing NATO: Bandaríkjamenn koma gagneldflaugum fyrir í Póllandi og Tékklandi

Í grein í New York Times 22. maí var sagt frá því að Bandaríkjastjórn áætli …

SHA_forsida_top

Haditha: My Lai Íraks?

Haditha: My Lai Íraks?

Fréttir af fjöldamorðum bandarískra hermanna í bænum Haditha í Írak 19. nóvember í fyrra hafa …

SHA_forsida_top

Fundað í friðarhúsi

Fundað í friðarhúsi

Miðnefnd SHA og stjórn Friðarhúss funda sameiginlega til að ræða starfsemina næsta haust og rekstur …

SHA_forsida_top

G8 2007, kynningarfundur

G8 2007, kynningarfundur

Kynningarfundur og samkoma í tengslum við fyrirhugaðar aðgerðir gegn G8 fundi í Þýskalandi á næsta …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

MFÍK heldur félagsfund í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

G-8 og hreyfing hreyfinganna

G-8 og hreyfing hreyfinganna

Kynningarfundur, 30. maí kl. 20:00 Friðarhús er vettvangur funda ýmissa frjálsra félagasamtaka sem …

SHA_forsida_top

Málsverður á föstudag

Málsverður á föstudag

Fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss eru sívinsælir. Föstudagskvöldið 26. maí (kvöldið fyrir kjördag) verður blásið til veislu. Guðrún …

SHA_forsida_top

Símar herstöðvandstæðinga hleraðir: Hversu lengi var hlerað?

Símar herstöðvandstæðinga hleraðir: Hversu lengi var hlerað?

Upplýsingar Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings um símahleranir á tímum kalda stríðsins hafa vakið verðskuldaða athygli. …

SHA_forsida_top

Bandaríkin og NATO brjóta gegn NPT-sáttmálanum

Bandaríkin og NATO brjóta gegn NPT-sáttmálanum

Í febrúar 2005 kom út á vegum Natural Resources Defense Council (NRDC) ritið U.S. Nuclear …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi. Húsið verður opnað kl. 18:30 en borðhald hefst kl. 19. Matur fyrir …

SHA_forsida_top

Yfirlýsing frá fundi alþýðuhreyfinganna á fjórða Evrópska samfélagsþinginu í Aþenu 7. maí 2006

Yfirlýsing frá fundi alþýðuhreyfinganna á fjórða Evrópska samfélagsþinginu í Aþenu 7. maí 2006

Fjórða Evrópska samfélagsþinginu (European Social Forum) lauk í Aþenu 7. maí. Í …

SHA_forsida_top

Heitt friðarhaust 2006

Heitt friðarhaust 2006

Mikill hugur er nú í evrópskum friðarsinnum og öðrum baráttumönnum fyrir öðruvísi og betri veröld …