BREYTA

Meirihluti þjóðarinnar vill uppsögn herstöðvasamningsins

Herinn burt veggspjald 1 Samkvæmt nýrri skoðankönnun Gallup er meirihluti þjóðarinnar hlynntur uppsögn herstöðvasamningsins. Skv. könnuninni eru 53,9 mjög eða frekar hlynnt uppsögn samningsins en aðeins 24,8% mjög eða frekar andvíg. 21,3% sagði hvorki né. Munurinn er þó meira afgerandi ef betur er rýnt í tölurnar, því að 33,2% eru mjög hlynnt uppsögninni en aðeins 9,4% mjög mótfallin: Mjög hlynnt(ur): 33,2% Frekar hlynnt(ur): 20,6% Hvorki né: 21,3% Frekar andvíg(ur): 15,4% Mjög andvíg(ur): 9,4% Í könnunni var einnig greind afstaða eftir tekjum, menntun, kyni, aldri og afstöðu til stjórnmálaflokka. Meirihluti er með uppsögn meðal fylgismanna allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins, en þar eru þó fleiri með uppsögn en móti, eða 41,3% á móti 37,8% meðan 20,8% segja hvorki né. Þessi skoðanakönnun var gerð fyrir Helga Hjörvar alþingismann og má lesa nánar um hana á heimasíðu hans en þar er einnig tilvísun í greinargerð Gallup fyrir könnuninni þar sem skoða má nánari greiningu á henni. Í grein sinni segir Helgi einnig: „Samfylkingin hefur kallað eftir því að virkjuð sé 7. grein samningsins sem setur í gang formlegt málamiðlunarferli sem lyktað getur með formlegri uppsögn samningsins. Það er auðvitað löngu tímabært að taka það skref enda ljóst að enginn áhugi er á því hjá þjóðinni að framlengja varnarsamningnum við Bandaríkin. Það er nauðsynlegt fyrir forsætisráðherra að vita þegar hann hittir fulltrúa bandaríska hersins hinn 7. júlí næstkomandi að þjóðin vill einfaldlega segja þessum samningi upp.“ Þess er einnig að geta að hinn nýi utanríkisráðherra Íslands situr þessa dagana á fundi með yfirhershöfðingja NATO, James L. Jones. Eða eins og segir á fréttasíðu Morgunblaðsins 19. júní, þar sem einnig getur að líta hjartnæma mynd af ráðherranum og hershöfðingjanum: „James L. Jones, yfirhershöfðingi Atlantshafsbandalagsins, er staddur hér á landi í boði íslenskra stjórnvalda og átti í dag fund með Valgerði Sverrisdóttur utanríkisráðherra. Á fundinum voru málefni Atlantshafsbandalagsins rædd, s.s. þróun bandalagsins, þátttaka Íslendinga í alþjóðlegu starfi og stuðningur við aðgerðir. Einnig var rætt um stöðu mála í viðræðum Íslands og Bandaríkjanna um varnarsamstarf ríkjanna, eins og segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.“ eó

Færslur

SHA_forsida_top

Pöbb kviss Nató-andstæðingsins, 30. mars

Pöbb kviss Nató-andstæðingsins, 30. mars

Miðvikudagskvöldið 30. mars n.k. minnast hernaðarandstæðingar þess að Ísland gekk í Nató á þeim degi …

SHA_forsida_top

Enginn er eyland - ráðstefna á Akureyri

Enginn er eyland - ráðstefna á Akureyri

Samtök hernaðarandstæðinga áttu fulltrúa á ráðstefnu Háskólans á Akureyri og utanríkisráðuneytisins um alþjóðamál um liðna …

SHA_forsida_top

Málsverður & Bjartmar á föstudaginn langa

Málsverður & Bjartmar á föstudaginn langa

Samtök hernaðarandstæðinga láta ekki deigan síga þótt föstudaginn langa beri upp á síðasta föstudag mánaðarins. …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA

Landsfundur SHA

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga fór fram í dag. Fundurinn var afar líflegur og samþykkti fundurinn m.a. …

SHA_forsida_top

Aðalfundir á döfinni

Aðalfundir á döfinni

Aðalfundaglaðir friðarsinnar geta glaðst því tveir slíkir fundir eru framundan. Sunnudaginn 6. mars kl. 14 …

SHA_forsida_top

Herferðin gegn Líbíu – nýju aðferðirnar prófaðar

Herferðin gegn Líbíu – nýju aðferðirnar prófaðar

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um stríðið í Líbíu. …

SHA_forsida_top

Veitum friðarsinnum hæli - ályktun miðnefndar

Veitum friðarsinnum hæli - ályktun miðnefndar

Vegna fregna af mögulegri brottvísun hælisleitenda sem flúið hafa land sitt eftir að hafa neitað …

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður föstudaginn 26. febrúar. Kokkar eru Lára Jóna, Þorvaldur og Alvin - sem …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður janúarmánaðar

Fjáröflunarmálsverður janúarmánaðar

Fyrsti fjáröflunarmálsverður ársins 2016 verður í Friðarhúsi föstudagskvöldið 29. janúar n.k. Kokkarnir kvöldsins verða sómaparið …

SHA_forsida_top

Fyrsta stríðið?

Fyrsta stríðið?

Fornleifafræðingar í Kenýa hafa fundið á 10 þúsund ára gröf með líkum manna sem bera …

SHA_forsida_top

Rússum refsað. Hæfur dómari? Réttmæt refsing?

Rússum refsað. Hæfur dómari? Réttmæt refsing?

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um „stríðið gegn hryðjuverkum“. …

SHA_forsida_top

Miðnefnd SHA tekur Illuga opnum örmum

Miðnefnd SHA tekur Illuga opnum örmum

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundi miðnefndar Samtaka hernaðarandstæðinga í kvöld. Samtök hernaðarandstæðinga fagna …

SHA_forsida_top

Vestrið og gerfistríðið við ISIS

Vestrið og gerfistríðið við ISIS

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um „stríðið gegn hryðjuverkum“. …

SHA_forsida_top

Friðargönguræða - Ísafirði

Friðargönguræða - Ísafirði

Ég tel mig vita að það sé hefð fyrir því í friðargöngu að rifja upp …

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu hefur verið fastur liður í Reykjavík frá árinu 1981. Gengið …