BREYTA

Meirihluti þjóðarinnar vill uppsögn herstöðvasamningsins

Herinn burt veggspjald 1 Samkvæmt nýrri skoðankönnun Gallup er meirihluti þjóðarinnar hlynntur uppsögn herstöðvasamningsins. Skv. könnuninni eru 53,9 mjög eða frekar hlynnt uppsögn samningsins en aðeins 24,8% mjög eða frekar andvíg. 21,3% sagði hvorki né. Munurinn er þó meira afgerandi ef betur er rýnt í tölurnar, því að 33,2% eru mjög hlynnt uppsögninni en aðeins 9,4% mjög mótfallin: Mjög hlynnt(ur): 33,2% Frekar hlynnt(ur): 20,6% Hvorki né: 21,3% Frekar andvíg(ur): 15,4% Mjög andvíg(ur): 9,4% Í könnunni var einnig greind afstaða eftir tekjum, menntun, kyni, aldri og afstöðu til stjórnmálaflokka. Meirihluti er með uppsögn meðal fylgismanna allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins, en þar eru þó fleiri með uppsögn en móti, eða 41,3% á móti 37,8% meðan 20,8% segja hvorki né. Þessi skoðanakönnun var gerð fyrir Helga Hjörvar alþingismann og má lesa nánar um hana á heimasíðu hans en þar er einnig tilvísun í greinargerð Gallup fyrir könnuninni þar sem skoða má nánari greiningu á henni. Í grein sinni segir Helgi einnig: „Samfylkingin hefur kallað eftir því að virkjuð sé 7. grein samningsins sem setur í gang formlegt málamiðlunarferli sem lyktað getur með formlegri uppsögn samningsins. Það er auðvitað löngu tímabært að taka það skref enda ljóst að enginn áhugi er á því hjá þjóðinni að framlengja varnarsamningnum við Bandaríkin. Það er nauðsynlegt fyrir forsætisráðherra að vita þegar hann hittir fulltrúa bandaríska hersins hinn 7. júlí næstkomandi að þjóðin vill einfaldlega segja þessum samningi upp.“ Þess er einnig að geta að hinn nýi utanríkisráðherra Íslands situr þessa dagana á fundi með yfirhershöfðingja NATO, James L. Jones. Eða eins og segir á fréttasíðu Morgunblaðsins 19. júní, þar sem einnig getur að líta hjartnæma mynd af ráðherranum og hershöfðingjanum: „James L. Jones, yfirhershöfðingi Atlantshafsbandalagsins, er staddur hér á landi í boði íslenskra stjórnvalda og átti í dag fund með Valgerði Sverrisdóttur utanríkisráðherra. Á fundinum voru málefni Atlantshafsbandalagsins rædd, s.s. þróun bandalagsins, þátttaka Íslendinga í alþjóðlegu starfi og stuðningur við aðgerðir. Einnig var rætt um stöðu mála í viðræðum Íslands og Bandaríkjanna um varnarsamstarf ríkjanna, eins og segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.“ eó

Færslur

SHA_forsida_top

Friðarganga á Ísafirði

Friðarganga á Ísafirði

Safnast verður saman við Ísafjarðarkirkju kl. 17:45 og gengið niður á Silfurtorg þar sem haldin …

SHA_forsida_top

Til umhugsunar: kaup handa börnum fyrir jól

Til umhugsunar: kaup handa börnum fyrir jól

Menningar- og friðarsamtökin MFÍK hafa sent frá sér eftirfarandi áskorun sem okkur finnst ástæða …

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Reykjavík: Lagt af stað frá Hlemmi stundvíslega kl. 18. Hamrahlíðarkórinn og kór Menntaskólans við …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Akureyri - réttur tími

Friðarganga á Akureyri - réttur tími

Ranghermt var í frétt hér á Friðarvefnum að Þorláksgangan á Akureyri hæfist kl. 22. Hið …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Akureyri

Friðarganga á Akureyri

Friðargangan á Akureyri leggur af stað Menntaskólanum klukkan 20. Göngunni lýkur með fundi þar sem …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Ísafirði

Friðarganga á Ísafirði

Friðarganga verður að venju á Ísafirði á Þorláksmessu. Gangan hefst kl. 18, líkt og í …

SHA_forsida_top

Jólagjöf friðarsinnans

Jólagjöf friðarsinnans

Friðarsinnar eru upp til hópa nægjusamt fólk sem ekki gengur svo glatt græðginni og lífsgæðakapphlaupinu …

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Efnt verður til þriggja friðarganga á Þorláksmessu í ár, í Reykjavík, á Ísafirði og …

SHA_forsida_top

Fjölmenni á málsverði

Fjölmenni á málsverði

Frábær mæting var á fjáröflunarmálsverð Friðarhúss á föstudagskvöld, en um fimmtíu manns mættu og gæddu …

SHA_forsida_top

Undirbúningur Þorláksmessugöngu

Undirbúningur Þorláksmessugöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi um undirbúning friðargöngu á Þorláksmessu. Fundurinn hefst kl. 20 og …

SHA_forsida_top

Friðarpípan – spurningakeppni SHA

Friðarpípan – spurningakeppni SHA

Friðarpípan, reyklaus spurningakeppni, verður haldin laugardaginn 17. desember í Friðarhúsi. Keppt verður eftir hefðbundnu pöbb-kviss …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður til styrktar Friðarhúsi verður haldinn að kvöldi föstudagsins 16. desember og hefst kl. 19. …

SHA_forsida_top

Krásir

Krásir

Föstudagskvöldið 16. desember verður efnt til fjáröflunarmálsverðar í Friðarhúsi, þar sem friðarsinnar geta kýlt vömbina …

SHA_forsida_top

Áhrifamikil ræða Nóbelsverðlaunahafans Harold Pinter

Áhrifamikil ræða Nóbelsverðlaunahafans Harold Pinter

Það var friðasinnnum sérstakt ánægjuefni að Nóbelsverðlaunin voru þetta árið veitt breska leikritaskáldinu Harold Pinter. …

SHA_forsida_top

Fundað í framhaldsskólum

Fundað í framhaldsskólum

Undirbúningsfundur fyrir skólaheimsóknir SHA á vorönn, m.a. rætt um endurskoðun Skóla-Dagfara frá árinu 1999. Hefst …