BREYTA

Meistaramánuður Nató - ályktun frá SHA

Eftirfarandi er ályktun frá Samtökum hernaðarandstæðinga og áskorun til utanríkisráðherra Íslands: Í rúm ellefu ár hefur hernaðarbandalagið Nató staðið fyrir reglubundnum mannskæðum árásum í Afganistan og í seinni tíð einnig í Pakistan, meðal annars með fjarstýrðum hernaðarvélmennum. Mikið mannfall hefur orðið í þessum árásum og gríðarlegur fjöldi almennra borgara misst lífið. Ljóst er að Nató hefur engan vilja til að hverfa frá þessum hernaði sínum og stríðið í Afganistan teygist áfram út í hið óendanlega. Í ljósi þessa einbeitta drápsvilja bandalagsins, vilja Samtök hernaðarandstæðinga þó koma á framfæri áskorun til utanríkisráðhera Íslands, að hann beiti sér fyrir því á vettvangi bandalagsins að Nató taki upp svokallaðan „meistaramánuð“. Í „meistaramánuði Nató“, sem gæti sem best verið í desember, myndi bandalagið einsetja sér það að drepa engin börn. Þetta er vissulega djarfhuga markmið í ljósi þess að meira en áratug hefur ekki liðið vika án drápa Nató á almennum borgunum: konum, körlum og börnum. En einu sinni er allt fyrst. SHA trúa því og treysta að utanríkisráðuneyti Íslands taki vel í tillöguna og beiti sér fyrir henni á vettvangi hernaðarbandalagsins.

Færslur

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Aðalsalur Friðarhúss er í útleigu vegna einkafundar.

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi.

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi.

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi föstudaginn 24. mars. Húsið verður opnað kl. 18:30 en borðhald hefst kl. …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi. Húsið verður opnað kl. 18:30 en borðhald hefst kl. 19. Sigríður Kristinsdóttir, …

SHA_forsida_top

Velheppnaðir fundir gegn Íraksstríðinu í Reykjavík

Velheppnaðir fundir gegn Íraksstríðinu í Reykjavík

Tveir fundir voru haldnir í Reykjavík 18. mars til að mótmæla Íraksstríðinu. Húsfyllir var á …

SHA_forsida_top

Mótmæli gegn Íraksstríði

Mótmæli gegn Íraksstríði

Mótmæli gegn stríðinu í Írak á alþjóðlegum baráttudegi.

SHA_forsida_top

Mótmæladagar

Mótmæladagar

Mótmæladagar gegn stríði í Írak. Uppákomur í Friðarhúsi á hverju kvöldi.

SHA_forsida_top

Aðgerðir í Reykjavík 18. mars gegn Íraksstríðinu

Aðgerðir í Reykjavík 18. mars gegn Íraksstríðinu

Útifundur á Ingólfstorgi kl. 15 Samtök herstöðvaandstæðinga Morgunkaffi verður í Friðarhúsi frá kl. …

SHA_forsida_top

Mótmæladagar

Mótmæladagar

Heimildarmyndin Uncovered - The War on Iraq verður sýnd í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Mótmæladagar

Mótmæladagar

Mótmæladagar gegn stríði í Írak. Uppákomur í Friðarhúsi á hverju kvöldi.

SHA_forsida_top

Æsum til friðar

Æsum til friðar

Tónleikar á Gauknum 17. mars Það eru ekki bara Samtök herstöðvaandstæðinga og Þjóðarhreyfingin - …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuárás á Íran í smíðum?

Kjarnorkuárás á Íran í smíðum?

Margir óttast að árás á Íran sé yfirvofandi og óneitanlega minnir síharðandi orðalag bandarískra ráðmanna …

SHA_forsida_top

Fjölmiðlar og Íraksstríð

Fjölmiðlar og Íraksstríð

Þáttur fjölmiðla í stríðsrekstrinum í Írak hefur reynst kveikja mikilla umræðna síðustu misseri. Fimmtudagskvöldið 16. …

SHA_forsida_top

Norðurlandsdeild SHA fundar

Norðurlandsdeild SHA fundar

Norðurlandsdeild Samtaka herstöðvaandstæðinga (SHA) ætlar að hittast á Kaffi Amor við Ráðhústorg á Akureyri laugardaginn …

SHA_forsida_top

Divided States of America - Grandrokk 16. mars

Divided States of America - Grandrokk 16. mars

Í tilefni af hljómleikum hinna ódauðlegu LAIBACH á Nasa 22. mars, verður sýnd glæný heimildamynd …

SHA_forsida_top

Fögnum brotthvarfi orrustuþotanna

Fögnum brotthvarfi orrustuþotanna

Það er fagnaðarefni að ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur nú ákveðið að orrustuþoturnar fjórar, sem íslenska ríkisstjórnirn …