BREYTA

Menning á málsverði

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn á föstudagskvöldið kl. 19. Auk lasagne-veislu þeirra Þorvalds Þorvaldssonar og Elíasar Jóns Guðjónssonar, verður vitaskuld boðið upp á menningardagskrá. Skáldin Kári Tulinus og knarrarskáldið Elías Portela munu lesa úr verkum sínum. Elías er Galisíumaður, sem tekið hefur ástfóstri við Ísland og yrkir jafnt á galisísku og íslensku. Þeir Kári og Elías lásu báðir á ljóðadagskrá SHA á Menningarnótt við frábærar undirtektir.

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Samtök herstöðvaandstæðinga vekja athygli á þeirri hættu sem vera rússneskra herskipa í efnahagslögsögu Íslands hefur …