BREYTA

Menning og morðvopn

eftir Stefán Pálsson formann SHA Birtist í Fréttablaðinu 21. júní 2007 ussnormandy Á sunnudaginn var þjóðhátíðardeginum fagnað um land allt. Í Reykjavík voru hátíðarhöldin með hefðbundnum hætti. Þennan dag var þó einnig boðið upp á annars konar afþreyingu í höfnum borgarinnar. Þar lágu við festar þrjú NATO-herskip, sem þótti tilhlýðilegt að sýna almenningi á 17. júní. „Vináttuheimsóknir“ af þessu tagi eru árviss viðburður. Hingað koma þá vopnum búin herskip. Stjórnendur þessara hertóla gera þá sitt besta til að kveikja áhuga fjölmiðlafólks og bjóða því t.a.m. að fara í sérstakar skemmtiferðir um borð í herþyrlum eða að setjast upp í orrustuþotur. Eiga sumir fréttamenn til að spennast upp og verða eins og börn að leik. Heimsóknir og vopnasýningar af þessu tagi hafa þann tilgang helstan að skapa jákvæða mynd af her og hermennsku. Mætti helst skilja að megintilgangur NATO-flotans sé sá að sigla snyrtilegum sjóliðum í stífpressuðum einkennisbúningum um heimsins höf og heimsækja hafnir í skemmtiskyni. Veruleikinn er þó allt annar. Tilgangur herskipa er að taka þátt í hernaði og drepa fólk. Meðal skipanna sem hingað komu um liðna helgi var USS Normandy, herskip sem tekið hefur þátt í flestöllum stríðum Bandaríkjahers á liðnum árum. Á afrekaskrá þess er að skjóta flugskeytum á skotmörk í Bosníu og Írak. Hversu margir skyldu hafa fallið í þeim árásum? Þegar NATO-herskip hafa verið auglýst til skoðunar á síðustu árum hefur talsvert borið á því að foreldrar eða afar og ömmur komi með börn um borð og leyfi þeim að dást að voldugum fallstykkjunum og bísperrtum dátunum. Það er ömurleg sjón. Að þessu sinni heimsóttu þó fáir skipin og voru útlendingar þar í afgerandi meirihluta. Af því má ætla að Íslendingar kæri sig lítt um vopnasýningar af þessu tagi, í það minnsta ekki á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Eftir stendur spurningin um hver ber ábyrgð á þeirri ráðstöfun að sýna almenningi drápsvélar á 17. júní? Var sú ákvörðun tekin með vitund og vilja borgaryfirvalda og mega Reykvíkingar búast við fleiri slíkum sendingum á stórhátíðisdögum í framtíðinni? Á sunnudaginn var þjóðhátíðardeginum fagnað um land allt. Í Reykjavík voru hátíðarhöldin með hefðbundnum hætti. Þennan dag var þó einnig boðið upp á annars konar afþreyingu í höfnum borgarinnar. Þar lágu við festar þrjú NATO-herskip, sem þótti tilhlýðilegt að sýna almenningi á 17. júní. Vináttuheimsóknir" af þessu tagi eru árviss viðburður. Hingað koma þá vopnum búin herskip. Stjórnendur þessara hertóla gera þá sitt besta til að kveikja áhuga fjölmiðlafólks og bjóða því t.a.m. að fara í sérstakar skemmtiferðir um borð í herþyrlum eða að setjast upp í orrustuþotur. Eiga sumir fréttamenn til að spennast upp og verða eins og börn að leik. Heimsóknir og vopnasýningar af þessu tagi hafa þann tilgang helstan að skapa jákvæða mynd af her og hermennsku. Mætti helst skilja að megintilgangur NATO-flotans sé sá að sigla snyrtilegum sjóliðum í stífpressuðum einkennisbúningum um heimsins höf og heimsækja hafnir í skemmtiskyni. Veruleikinn er þó allt annar. Tilgangur herskipa er að taka þátt í hernaði og drepa fólk. Meðal skipanna sem hingað komu um liðna helgi var USS Normandy, herskip sem tekið hefur þátt í flestöllum stríðum Bandaríkjahers á liðnum árum. Á afrekaskrá þess er að skjóta flugskeytum á skotmörk í Bosníu og Írak. Hversu margir skyldu hafa fallið í þeim árásum? Þegar NATO-herskip hafa verið auglýst til skoðunar á síðustu árum hefur talsvert borið á því að foreldrar eða afar og ömmur komi með börn um borð og leyfi þeim að dást að voldugum fallstykkjunum og bísperrtum dátunum. Það er ömurleg sjón. Að þessu sinni heimsóttu þó fáir skipin og voru útlendingar þar í afgerandi meirihluta. Af því má ætla að Íslendingar kæri sig lítt um vopnasýningar af þessu tagi, í það minnsta ekki á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Eftir stendur spurningin um hver ber ábyrgð á þeirri ráðstöfun að sýna almenningi drápsvélar á 17. júní? Var sú ákvörðun tekin með vitund og vilja borgaryfirvalda og mega Reykvíkingar búast við fleiri slíkum sendingum á stórhátíðisdögum í framtíðinni?

Færslur

SHA_forsida_top

Hvað er á seyði í Tyrklandi? - Bakgrunnur átakanna skýrður

Hvað er á seyði í Tyrklandi? - Bakgrunnur átakanna skýrður

Fréttir hafa borist af stórfelldum mótmælum í Tyrklandi og vangaveltur verið um hvort stjórnarskipta sé …

SHA_forsida_top

Enginn málsverður í maí

Enginn málsverður í maí

Rétt er að taka fram að það verður ekki fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi föstudaginn 30. maí. …

SHA_forsida_top

Vestræn hernaðarstefna og við

Vestræn hernaðarstefna og við

Þórarinn Hjartarson, liðsmaður SHA um árabil og forystumaður Norðurlandsdeildar, flutti eftirfarandi erindi á félagsfundi MFÍK …

SHA_forsida_top

Vestræn hermaðarstefna og við - fundur í Friðarhúsi

Vestræn hermaðarstefna og við - fundur í Friðarhúsi

Opinn félagsfundur MFÍK verður föstudaginn 17. maí kl. 19 í Friðarhúsi Þórarinn Hjartarson flytur erindið: …

SHA_forsida_top

1. maí kaffi SHA 2013

1. maí kaffi SHA 2013

Morgunkaffi SHA á 1. maí er víðfræg samkoma og í hugum margra ómissandi hluti af …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Föstudagskvöldið 26. apríl n.k., kvöldið fyrir kosningar, verður fjáröflunarmálsverður Friðarhúss. Systa eldar. Matseðill: * Kreólahrísgrjón …

SHA_forsida_top

Pricing Tables

Pricing Tables

This is included You even get this Yes, this too! …

SHA_forsida_top

Taxi to the Dark Side - fimmtudagsbíó í Friðarhúsi

Taxi to the Dark Side - fimmtudagsbíó í Friðarhúsi

Heimildarmyndin Taxi to the Dark Side hlaut Óskarsverðlaunin sem besta heimildarmynd ársins 2007. Hún segir …

SHA_forsida_top

Fiskisúpa á föstudaginn langa

Fiskisúpa á föstudaginn langa

Fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss fara ekki í frí yfir hátíðarnar. Næsti málsverður verður haldinn að kvöldi föstudagsins …

SHA_forsida_top

Blog

Blog

SHA_forsida_top

Contact Alternative

Contact Alternative

[nectar_gmap size="500" map_center_lat="52.365629" map_center_lng="4.871331" zoom="16" enable_zoom="1" map_markers="52.366441|4.868499|Our awesome location 52.363506|4.864336|Don't judge us for owning so …

SHA_forsida_top

Sidebar

Sidebar

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Quisque malesuada felis eget sapien viverra fringilla. …

SHA_forsida_top

Elements

Elements

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Fusce velit tortor, dictum in gravida nec, …

SHA_forsida_top

About

About

SHA_forsida_top

About Me Creative

About Me Creative

A little bit about me Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Integer …