BREYTA

MFÍK: Fundur um Palestínu í Friðarhúsi miðvikudag kl. 19

Frá MFÍK Opinn félagsfundur miðvikudaginn 11.október kl. 19 í Friðarhúsi (á horni Njálsgötu og Snorrabrautar). Fyrsti fundur vetrarins er helgaður ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs: Amal Tamimi talar um Palestínu, ástandið á Gaza og Vesturbakkanum og segir frá daglegu lífi íbúa á svæðinu. Seldur verður léttur kvöldverður m.a. palestínsk ADAS-súpa og fleiri Miðjarðarhafsréttir - ágóði verður sendur til Palestínu. Fjölmennum og tökum með okkur gesti. ------------------------------------- Hjálparbeiðni frá líbönskum konum vegna uppbyggingar í Líbanon. Fjáröflun til stuðnings uppbyggingu í Líbanon. Menningar- og friðarsamtökunum MFÍK hefur borist hjálparbeiðni frá líbönskum konum. Við ætlum að bregðast við þessari beiðni og leitum eftir samstarfi við önnur félög, stofnanir, samtök og einstaklinga sem vilja leggja þeim lið. Fénu verður varið til enduruppbyggingar skólastarfs og heilsugæslu barna. Tengsl MFÍK við Líbanon hafa einkum verið í gegnum Alþjóðasamtök lýðræðissinnaðra kvenna. Í desember 2002 fóru María S. Gunnarsdóttir og Jóhanna Bogadóttir til Beirút á alþjóðlega kvennaráðstefnu og kynntust gestrisni Líbana er þær gistu hjá líbanskri fjölskyldu. Þótti þátttakendum héðan nóg um hvað fólk á svæðinu hafði þá þegar mátt þola en dáðust að æðruleysi og dugnaði íbúa. Eftir síðustu atburði hefur stjórn MFÍK á ný verið í sambandi við líbönsku kvennasamtökin Ligue des droits de la femme libanaise og fregnað að vinkonur okkar séu heilar á húfi eða jafn heilar og hægt er miðað við aðstæður. Margvíslegrar aðstoðar er þörf og mikil uppbygging er fyrir höndum í landinu. Þær konur sem MFÍK er í beinu sambandi við ábyrgjast að fénu verði komið til bæjarfélaga þar sem þörfin er brýnust. Þær munu senda staðfestingu bæjarfélaganna á móttöku fjárins. Fólk sem vill leggja eitthvað af mörkum hafi samband við undirritaðar eða leggi inn á reikning 526 – 26 - 484394 kennit. 610174 – 4189, merkt Líbanon. Með friðarkveðju, María S. Gunnarsdóttir Guðrún Hannesdóttir maria@seltjarnarnes.is gudrunha@mmedia.is s. 5510586 / 5959258 5536037 / 6986037

Færslur

SHA_forsida_top

Airwaves í Friðarhúsi

Airwaves í Friðarhúsi

Í ár verður Friðarhús í fyrsta sinn hluti af hliðardagskrá Airwaves-tónlistarhátíðarinnar (off-venue). Síðdegis, þrjá af …

SHA_forsida_top

Aleppo: Sviðsettar barnamyndir og krafa um „loftferðabann“

Aleppo: Sviðsettar barnamyndir og krafa um „loftferðabann“

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um Sýrlandsstríðið. Aðsendar greinar …

SHA_forsida_top

Nóvembermálsverður kvöldið fyrir kjördag

Nóvembermálsverður kvöldið fyrir kjördag

Íslendingar ganga að kjörborðinu á laugardag, en það kemur ekki í veg fyrir að hinn …

SHA_forsida_top

Sýrlandsstríðið

Sýrlandsstríðið

Berglind Gunnarsdóttir rithöfundur birti meðfylgjandi grein á Vísi þann 26. sept. síðastliðinn. Greinar á Friðarvefnum …

SHA_forsida_top

Jákvæðar tölur úr kosningaprófi

Jákvæðar tölur úr kosningaprófi

Kosningapróf RÚV hefur vakið mikla athygli. Meðal þess sem spurt var um í prófinu var …

SHA_forsida_top

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss á þessu hausti verður haldinn föstudagskvöldið 30. september n.k. Fiskisúpugengið Lára Jóna, …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu í Reykjavík

Ávarp á kertafleytingu í Reykjavík

Ljósmynd: Snorri Þór Tryggvason Hildur Knútsdóttir flutti meðfylgjandi ávarp á kertafleytingunni í Reykjavík …

SHA_forsida_top

Kertafleyting í Reykjavík & Akureyri 9. ágúst

Kertafleyting í Reykjavík & Akureyri 9. ágúst

Árið 1985 var kertum í fyrsta sinn fleytt hér á landi í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna …

SHA_forsida_top

Aumur feluleikur stjórnvalda

Aumur feluleikur stjórnvalda

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum, hafa íslensk og bandarísk stjórnvöld undirritað samkomulag …

SHA_forsida_top

Stríð um heimsyfirráð: Hnattræn auðvaldselíta þolir ekki sjálfstæð ríki

Stríð um heimsyfirráð: Hnattræn auðvaldselíta þolir ekki sjálfstæð ríki

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um alþjóða- og efnahagsmál. …

SHA_forsida_top

Friðarmálsverður á maímánaðar

Friðarmálsverður á maímánaðar

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 27. maí n.k. Það er mæðgurnar Hildur Margrétardóttir …

SHA_forsida_top

Morgunkaffi SHA

Morgunkaffi SHA

Morgunkaffi SHA á 1. maí er víðfræg samkoma og í hugum margra ómissandi hluti af …

SHA_forsida_top

Aprílmálsverður Friðarhúss

Aprílmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 29. apríl n.k. Að þessu sinni munu fulltrúar í miðnefnd …

SHA_forsida_top

Gleymda hernámið - fundur um Vestur Sahara

Gleymda hernámið - fundur um Vestur Sahara

Fundur um hernám Marokkóstjórnar á Vestur Sahara í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, þriðjudagskvöldið 5. apríl kl. …

SHA_forsida_top

„Arabíska vorið“ í Sýrlandi

„Arabíska vorið“ í Sýrlandi

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um stríðið í Sýrlandi. …