BREYTA

MFÍK: Fundur um Palestínu í Friðarhúsi miðvikudag kl. 19

Frá MFÍK Opinn félagsfundur miðvikudaginn 11.október kl. 19 í Friðarhúsi (á horni Njálsgötu og Snorrabrautar). Fyrsti fundur vetrarins er helgaður ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs: Amal Tamimi talar um Palestínu, ástandið á Gaza og Vesturbakkanum og segir frá daglegu lífi íbúa á svæðinu. Seldur verður léttur kvöldverður m.a. palestínsk ADAS-súpa og fleiri Miðjarðarhafsréttir - ágóði verður sendur til Palestínu. Fjölmennum og tökum með okkur gesti. ------------------------------------- Hjálparbeiðni frá líbönskum konum vegna uppbyggingar í Líbanon. Fjáröflun til stuðnings uppbyggingu í Líbanon. Menningar- og friðarsamtökunum MFÍK hefur borist hjálparbeiðni frá líbönskum konum. Við ætlum að bregðast við þessari beiðni og leitum eftir samstarfi við önnur félög, stofnanir, samtök og einstaklinga sem vilja leggja þeim lið. Fénu verður varið til enduruppbyggingar skólastarfs og heilsugæslu barna. Tengsl MFÍK við Líbanon hafa einkum verið í gegnum Alþjóðasamtök lýðræðissinnaðra kvenna. Í desember 2002 fóru María S. Gunnarsdóttir og Jóhanna Bogadóttir til Beirút á alþjóðlega kvennaráðstefnu og kynntust gestrisni Líbana er þær gistu hjá líbanskri fjölskyldu. Þótti þátttakendum héðan nóg um hvað fólk á svæðinu hafði þá þegar mátt þola en dáðust að æðruleysi og dugnaði íbúa. Eftir síðustu atburði hefur stjórn MFÍK á ný verið í sambandi við líbönsku kvennasamtökin Ligue des droits de la femme libanaise og fregnað að vinkonur okkar séu heilar á húfi eða jafn heilar og hægt er miðað við aðstæður. Margvíslegrar aðstoðar er þörf og mikil uppbygging er fyrir höndum í landinu. Þær konur sem MFÍK er í beinu sambandi við ábyrgjast að fénu verði komið til bæjarfélaga þar sem þörfin er brýnust. Þær munu senda staðfestingu bæjarfélaganna á móttöku fjárins. Fólk sem vill leggja eitthvað af mörkum hafi samband við undirritaðar eða leggi inn á reikning 526 – 26 - 484394 kennit. 610174 – 4189, merkt Líbanon. Með friðarkveðju, María S. Gunnarsdóttir Guðrún Hannesdóttir maria@seltjarnarnes.is gudrunha@mmedia.is s. 5510586 / 5959258 5536037 / 6986037

Færslur

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. verður haldinn laugardaginn 21. apríl n.k. kl. 14 í Friðarhúsi. Á …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Friðarhús er í útleigu þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Barnagull

Barnagull

Það er talsvert um að börn friðarsinna mæti á fundi og samkomur í Friðarhús ásamt …

SHA_forsida_top

Mikil andstaða við NATO á Spáni

Mikil andstaða við NATO á Spáni

Samantekt á íslensku: Fyrirætlun NATO að staðsetja herstöðvar í Saragossa (á Spáni) og á …

SHA_forsida_top

Palindrome að kvöldi 30. mars

Palindrome að kvöldi 30. mars

Staðfest hefur verið að hljómsveitin Palindrome mun spila fyrir gesti að kvöldi 30. mars að …

SHA_forsida_top

Miðjarðarhafsmatseðill á 30. mars

Miðjarðarhafsmatseðill á 30. mars

30. mars er mikilvæg dagsetning í baráttusögu íslenskra friðarsinna, en á þeim degi samþykkti Alþingi …

SHA_forsida_top

Afnám hernáms

Afnám hernáms

eftir Ólaf Hannibalsson Eftirfarandi grein Ólafs Hannibalssonar birtist í Fréttablaðinu 21. mars, sjá einnig …

SHA_forsida_top

Velheppnaður fundur í Reykjavík gegn Íraksstríðinu – aðgerðir um allan heim

Velheppnaður fundur í Reykjavík gegn Íraksstríðinu – aðgerðir um allan heim

Baráttufundur gegn Íraksstríðinu í Austurbæ að kvöldi 19. mars tókst með ágætum. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir …

SHA_forsida_top

Íslendingar taka beinan þátt í stríðinu í Írak – og leggja til einn hermann

Íslendingar taka beinan þátt í stríðinu í Írak – og leggja til einn hermann

Í Morgunblaðinu 21. mars er frétt þess efnis að Herdís Sigurgrímsdóttir, 26 ára fjölmiðlamaður, sé …

SHA_forsida_top

Bætt aðgengi að Friðarvefnum

Bætt aðgengi að Friðarvefnum

Sífellt er unnið að endurbótum á Friðarvefnum, í því skyni að gera hann aðgengilegri fyrir …

SHA_forsida_top

Fyrirlestur Elíasar Davíðssonar á Akureyri

Fyrirlestur Elíasar Davíðssonar á Akureyri

Norðurlandsdeild SHA stóð fyrir fundi á Akureyri laugardaginn 17. mars í tilefni af 4 ára …

SHA_forsida_top

Ríkisstjórnarflokkarnir studdu innrásina í Írak

Ríkisstjórnarflokkarnir studdu innrásina í Írak

eftir Magnús Má Guðmundsson formann Ungra jafnaðarmanna Greinin birtist í Morgunblaðinu 18. mars …

SHA_forsida_top

Mótmælasamkoma í Austurbæ

Mótmælasamkoma í Austurbæ

Á fjögurra ára afmæli Íraksstríðsins efna ýmsir hópar og samtök til baráttusamkomu í Austurbæ, þar …

SHA_forsida_top

Kjarni málsins

Kjarni málsins

Stundin: Mánudagskvöldið 19. mars, kl. 20 Staðurinn: Austurbær (gamla Austurbæjarbíó) Dagskráin: Ávörp: Guðfríður Lilja Grétarsdóttir …

SHA_forsida_top

Friðsöm utanríkisstefna

Friðsöm utanríkisstefna

Höfundur: Lárus Páll Birgisson Hér er hvatningarbréf sem Lárus Páll Birgisson, sjúkraliði og friðarsinni, …