BREYTA

MFÍK: Fundur um Palestínu í Friðarhúsi miðvikudag kl. 19

Frá MFÍK Opinn félagsfundur miðvikudaginn 11.október kl. 19 í Friðarhúsi (á horni Njálsgötu og Snorrabrautar). Fyrsti fundur vetrarins er helgaður ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs: Amal Tamimi talar um Palestínu, ástandið á Gaza og Vesturbakkanum og segir frá daglegu lífi íbúa á svæðinu. Seldur verður léttur kvöldverður m.a. palestínsk ADAS-súpa og fleiri Miðjarðarhafsréttir - ágóði verður sendur til Palestínu. Fjölmennum og tökum með okkur gesti. ------------------------------------- Hjálparbeiðni frá líbönskum konum vegna uppbyggingar í Líbanon. Fjáröflun til stuðnings uppbyggingu í Líbanon. Menningar- og friðarsamtökunum MFÍK hefur borist hjálparbeiðni frá líbönskum konum. Við ætlum að bregðast við þessari beiðni og leitum eftir samstarfi við önnur félög, stofnanir, samtök og einstaklinga sem vilja leggja þeim lið. Fénu verður varið til enduruppbyggingar skólastarfs og heilsugæslu barna. Tengsl MFÍK við Líbanon hafa einkum verið í gegnum Alþjóðasamtök lýðræðissinnaðra kvenna. Í desember 2002 fóru María S. Gunnarsdóttir og Jóhanna Bogadóttir til Beirút á alþjóðlega kvennaráðstefnu og kynntust gestrisni Líbana er þær gistu hjá líbanskri fjölskyldu. Þótti þátttakendum héðan nóg um hvað fólk á svæðinu hafði þá þegar mátt þola en dáðust að æðruleysi og dugnaði íbúa. Eftir síðustu atburði hefur stjórn MFÍK á ný verið í sambandi við líbönsku kvennasamtökin Ligue des droits de la femme libanaise og fregnað að vinkonur okkar séu heilar á húfi eða jafn heilar og hægt er miðað við aðstæður. Margvíslegrar aðstoðar er þörf og mikil uppbygging er fyrir höndum í landinu. Þær konur sem MFÍK er í beinu sambandi við ábyrgjast að fénu verði komið til bæjarfélaga þar sem þörfin er brýnust. Þær munu senda staðfestingu bæjarfélaganna á móttöku fjárins. Fólk sem vill leggja eitthvað af mörkum hafi samband við undirritaðar eða leggi inn á reikning 526 – 26 - 484394 kennit. 610174 – 4189, merkt Líbanon. Með friðarkveðju, María S. Gunnarsdóttir Guðrún Hannesdóttir maria@seltjarnarnes.is gudrunha@mmedia.is s. 5510586 / 5959258 5536037 / 6986037

Færslur

SHA_forsida_top

Miðvikudagsfundur í Friðarhúsi

Miðvikudagsfundur í Friðarhúsi

Á miðvikudagskvöldum verða uppákomur í Friðarhúsi í allan vetur. Miðvikudagskvöldið 11. janúar verður almennur félagsfundur …

SHA_forsida_top

Úr lagagreinum félagsins og stofnfundargerð

Úr lagagreinum félagsins og stofnfundargerð

Friðarhús SHA ehf. kt 6004042530 var samþykkt af fyrirtækjaskrá 20. apríl 2004 Úr lagagreinum …

SHA_forsida_top

Tvær ferðasögur

Tvær ferðasögur

Þriðjudaginn 10. janúar kl. 17 efna Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna til opins félagsfundar í …

SHA_forsida_top

Opinn fundur MFÍK

Opinn fundur MFÍK

Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna funda í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK í Friðarhúsi. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Miðvikudagsfundur í Friðarhúsi

Miðvikudagsfundur í Friðarhúsi

SHA stendur fyrir fundum í Friðarhúsi öll miðvikudagskvöld. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

NPT-samningurinn og kjarnorkuafvopnun

NPT-samningurinn og kjarnorkuafvopnun

Samningurinn um að hefta útbreiðslu kjarnavopna eða á ensku Treaty on the Non-Proliferation of Nuclear …

SHA_forsida_top

Upplýsingar um kjarnorkuvopn og afvopnun á Friðarvefnum

Upplýsingar um kjarnorkuvopn og afvopnun á Friðarvefnum

Ritsjórn Friðarvefsins óskar lesendum gleðilegs og friðsæls nýs árs. Frá því að Friðarvefurinn var endurskoðaður …

SHA_forsida_top

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

20.5.2005 Þegar þetta er skrifað stendur yfir í New York ráðstefna um endurskoðun samningsins um …

SHA_forsida_top

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu í Reykjavík

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu í Reykjavík

Séra Bjarni Karlsson flutti ávarp í lok friðargöngu Samstarfshóps friðarhreyfinga á Þorláksmessu. Ávarpið birtist hér …

SHA_forsida_top

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA opin 16-19

Skrifstofa SHA í Friðarhúsi er opin milli kl. 16 og 19. Félagsmenn skiptast á að …

SHA_forsida_top

Alþjóðlega samfélagsþingið 2006 í Caracas, Bamako og Karachi

Alþjóðlega samfélagsþingið 2006 í Caracas, Bamako og Karachi

Sjötta Alþjóðlega samfélagsþingið (World Social Forum) verður að þessu sinni haldið í þrennu …

SHA_forsida_top

Mannréttindabrot - fangaflug

Mannréttindabrot - fangaflug

Frá MFÍK Menningar- og friðarsamtökin MFÍK hafa löngum varað við þeirri hættu sem …

SHA_forsida_top

Friðargöngur aldrei verið fleiri

Friðargöngur aldrei verið fleiri

Friðarganga á Þorláksmessu fór fram í miðborg Reykjavíkur í 26. sinn síðdegis í gær. Veðrið …

SHA_forsida_top

Friðarganga í Reykjavík

Friðarganga í Reykjavík

Hin árvissa friðarganga Samstarfshóps friðarhreyfinga leggur af stað frá Hlemmi stundvíslega kl. 18. Hamrahlíðarkórinn og …