BREYTA

Mikil andstaða í Tékklandi gegn fyrirhugaðri gagnflaugastöð

tiskovka Fyrirhugað gagnflaugakerfi Bandaríkjanna hefur valdið spennu milli Bandaríkjanna og Rússlands. Ætlunin er að setja upp stöð fyrir gagnflaugar í Póllandi og radarstöð til að þjóna kerfinu í Tékklandi. Viðræður hófust um þessar áætlanir milli varnarmálaráðuneytis Tékklands og bandarískra stjórnvalda í júní 2002 og í júli 2006 komu bandarískir sérfræðingar til Tékklands til að kanna hvar best væri að koma radarstöð fyrir. Fyrir valinu varð Brdy-herstöðin um 70 kílómetra suðvestan við Prag, en þar höfðu Rússar aðstöðu á sínum tíma. Áætlað er að ákvarðanir um staðsetningu þessara stöðva verði lagðar fyrir þing Póllands og Tékklands fyrir árslok. Ekki eru allir á eitt sáttir í þessum löndum um ágæti þessara áætlana. Í febrúar var haldin ráðstefna í Prag um kjarnorkuvopn og 5. maí sl. var haldin þar alþjóðleg ráðstefna gegn hervæðingu Evrópu að frumkvæði tékkneskra herstöðvaandstæðinga (NE základnám) eins sagt hefur verið frá á Friðarvefnum. Bæði í Póllandi og Tékklandi hafa skoðanakannanir sýnt mikla andstöðu gegn þessum fyrirætlunum, í Tékklandi eru 60% andvígir, og auk þess hafa æ fleiri úr hópi ráðamanna í Póllandi og þó enn frekar í Tékklandi farið að láta í ljósi efasemdir um þetta. Í allmörgum sveitarfélögum í nágrenni Brdy hafa verið greidd atkvæði um málið og hvarvetna hefur meirihluti verið á móti. Þessar atkvæðagreiðslur eru þó ekki bindandi. Sjá nánar: Alþjóðleg ráðstefna í Prag gegn hervæðingu Evrópu - Friðarvefurinn Evrópa án kjarnavopna (um herferð evrópsku húmanistahreyfingarinnar gegn kjarnorkuvopnum) - Friðarvefurinn Vígvæðing NATO: Bandaríkjamenn koma gagneldflaugum fyrir í Póllandi og Tékklandi – Friðarvefurinn Nation divided over plan to locate US radar base 70 km from Prague - Radio Praha Antimissiles: Why Europe Resists (Antimissiles : pourquoi l'Europe résiste) - Le Nouvel Observateur Czechs Torn Over Missile Defense - Washington Post Czech villages reject U.S. radar base in local plebiscites – People’s Daily Online Um ráðstefnuna í Prag í febrúar 2007 Varnarmálaráðuneyti Tékklands Bandaríska sendiráðið í Prag NE základnám (tékkneskir herstöðvaandstæðingar – bandalag um 50 samtaka)

Færslur

SHA_forsida_top

Ísland úr NATÓ strax!

Ísland úr NATÓ strax!

eftir Rúnar Sveinbjörnsson Samkvæmt mínum upplýsingum eru 13 Íslendingar nú að störfum hjá Nató í …

SHA_forsida_top

Hneykslanlegur viðskilnaður Dana við Írak

Hneykslanlegur viðskilnaður Dana við Írak

Eftir Jan Öberg framkvæmdastjóra Transnational Foundation for Peace and Future Reasearch, Lundi 31. júlí …

SHA_forsida_top

Eftirlit NATO – nei takk!

Eftirlit NATO – nei takk!

Frá því Ísland gerðist aðili að NATO 30. mars 1949 hefur nokkur breyting orðið á …

SHA_forsida_top

Hætt við lágflug í tengslum við heræfingar

Hætt við lágflug í tengslum við heræfingar

Samkvæmt fréttum Stöðvar tvö nú undir kvöldið hefur verið hætt við að fara fram á …

SHA_forsida_top

Morgunblaðið spyr utanríkisráðherra

Morgunblaðið spyr utanríkisráðherra

Það er ekki oft sem Friðarvefurinn eða Samtök hernaðarandstæðinga sjá ástæðu til að taka undir …

SHA_forsida_top

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla fyrirhuguðum heræfingum

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla fyrirhuguðum heræfingum

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla fyrirhuguðum heræfingum NATO-ríkjanna Noregs, Danmerkur, Bandaríkjanna, Lettlands og Íslands sem ætlunin er …

SHA_forsida_top

Tengsl Alcan við hergagnaframleiðslu og botnlaus sakaskrá Rio Tinto

Tengsl Alcan við hergagnaframleiðslu og botnlaus sakaskrá Rio Tinto

Frá Saving Iceland, 24. 7. 2007 TENGSL ALCAN VIÐ HERGAGNAFRAMLEIÐSLU Málmur frá Rio Tinto-ALCAN …

SHA_forsida_top

Umhverfi / Vopnaiðnaður / Mótmæli

Umhverfi / Vopnaiðnaður / Mótmæli

Fréttatilkynning 22. júlí, 2007 SAVING ICELAND: REYKJAVÍKURBORG, HÆTTIÐ AÐ STYÐJA VOPNAIÐNAÐINN OG STÓRIÐJU. BORÐI Á …

SHA_forsida_top

Stendur Ísland utan valdablokka – hvað með NATO?

Stendur Ísland utan valdablokka – hvað með NATO?

Í Morgunblaðinu í dag, 19. júlí, er haft eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra, sem …

SHA_forsida_top

Baldvin Halldórsson kvaddur

Baldvin Halldórsson kvaddur

Baldvin Halldórsson er látinn. Við minnumst Baldvins sem eins merkasta leikara og leikstjóra hér á …

SHA_forsida_top

Ótrúleg bráðabirgðalög

Ótrúleg bráðabirgðalög

Eftirfarandi grein birtist á vefritinu ogmundur.is 14. júlí. Eina skynsamlega skýringin sem ég hef heyrt …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þennan dag.

SHA_forsida_top

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórn Dagfara fundar.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Samstarfshópur friðarhreyfinga hittist og undirbýr kertafleytingu á Tjörninni.

SHA_forsida_top

Ísland með 13 hermenn í Afganistan

Ísland með 13 hermenn í Afganistan

Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu í dag eru nú 13 hermenn í Afganistan á vegum Íslands. …