BREYTA

Mikil andstaða í Tékklandi gegn fyrirhugaðri gagnflaugastöð

tiskovka Fyrirhugað gagnflaugakerfi Bandaríkjanna hefur valdið spennu milli Bandaríkjanna og Rússlands. Ætlunin er að setja upp stöð fyrir gagnflaugar í Póllandi og radarstöð til að þjóna kerfinu í Tékklandi. Viðræður hófust um þessar áætlanir milli varnarmálaráðuneytis Tékklands og bandarískra stjórnvalda í júní 2002 og í júli 2006 komu bandarískir sérfræðingar til Tékklands til að kanna hvar best væri að koma radarstöð fyrir. Fyrir valinu varð Brdy-herstöðin um 70 kílómetra suðvestan við Prag, en þar höfðu Rússar aðstöðu á sínum tíma. Áætlað er að ákvarðanir um staðsetningu þessara stöðva verði lagðar fyrir þing Póllands og Tékklands fyrir árslok. Ekki eru allir á eitt sáttir í þessum löndum um ágæti þessara áætlana. Í febrúar var haldin ráðstefna í Prag um kjarnorkuvopn og 5. maí sl. var haldin þar alþjóðleg ráðstefna gegn hervæðingu Evrópu að frumkvæði tékkneskra herstöðvaandstæðinga (NE základnám) eins sagt hefur verið frá á Friðarvefnum. Bæði í Póllandi og Tékklandi hafa skoðanakannanir sýnt mikla andstöðu gegn þessum fyrirætlunum, í Tékklandi eru 60% andvígir, og auk þess hafa æ fleiri úr hópi ráðamanna í Póllandi og þó enn frekar í Tékklandi farið að láta í ljósi efasemdir um þetta. Í allmörgum sveitarfélögum í nágrenni Brdy hafa verið greidd atkvæði um málið og hvarvetna hefur meirihluti verið á móti. Þessar atkvæðagreiðslur eru þó ekki bindandi. Sjá nánar: Alþjóðleg ráðstefna í Prag gegn hervæðingu Evrópu - Friðarvefurinn Evrópa án kjarnavopna (um herferð evrópsku húmanistahreyfingarinnar gegn kjarnorkuvopnum) - Friðarvefurinn Vígvæðing NATO: Bandaríkjamenn koma gagneldflaugum fyrir í Póllandi og Tékklandi – Friðarvefurinn Nation divided over plan to locate US radar base 70 km from Prague - Radio Praha Antimissiles: Why Europe Resists (Antimissiles : pourquoi l'Europe résiste) - Le Nouvel Observateur Czechs Torn Over Missile Defense - Washington Post Czech villages reject U.S. radar base in local plebiscites – People’s Daily Online Um ráðstefnuna í Prag í febrúar 2007 Varnarmálaráðuneyti Tékklands Bandaríska sendiráðið í Prag NE základnám (tékkneskir herstöðvaandstæðingar – bandalag um 50 samtaka)

Færslur

SHA_forsida_top

Breskur almenningur andvígur endurnýjun kjarnorkuvopna

Breskur almenningur andvígur endurnýjun kjarnorkuvopna

Kertafleyting í Reykjavík og Akureyri í kvöld, 9. ágúst, kl. 22:30 – sjá hér …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Árleg kertafleyting samstarfshóps friðarhreyfinga á Reykjavíkurtjörn.

SHA_forsida_top

Forkastanlegt framferði lögreglu gagnvart mótmælendum og ferðamönnum

Forkastanlegt framferði lögreglu gagnvart mótmælendum og ferðamönnum

Friðarvefurinn tekur undir þá gagnrýni sem fram hefur komið á aðgerðir lögreglu gagnvart mótmælendum á …

SHA_forsida_top

Náttúruverndarsamtök á Norðurlöndum: Varnarsvæði skulu hreinsuð á kostnað mengunarvalds

Náttúruverndarsamtök á Norðurlöndum: Varnarsvæði skulu hreinsuð á kostnað mengunarvalds

Fundur Landverndar og sex norrænna náttúruverndarsamtaka sem haldin var í Færeyjum dagana 31. júlí – …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavík og Akureyri 9. ágúst

Kertafleyting á Reykjavík og Akureyri 9. ágúst

verður haldin við Tjörnina í Reykjavík og á Akureyri við tjörnina framan við …

SHA_forsida_top

Undirskriftasafnanir vegna stríðsins í Miðausturlöndum

Undirskriftasafnanir vegna stríðsins í Miðausturlöndum

Um allan heim leita menn leiða til að stöðva blóðbaðið í Líbanon og Palestínu. Því …

SHA_forsida_top

Viðskiptabann á Ísrael

Viðskiptabann á Ísrael

Í grein eftir Þorleif Gunnlaugsson, formann Vinstrihreyfingarinnar græns farmboðs í Reykjavik, á heimasíðu Ögmundar Jónassonar …

SHA_forsida_top

Mótmælaaðgerðir víða um heim – 100.000 manns í Lundúnum

Mótmælaaðgerðir víða um heim – 100.000 manns í Lundúnum

Í dag, laugadaginn 5. ágúst, eru víða mótmælaaðgerðir gegn ofbeldi Ísrales í Líbanon og Palestínu. …

SHA_forsida_top

Fundur utanríkismálanefndar 2. ágúst

Fundur utanríkismálanefndar 2. ágúst

Í morgun, 2. ágúst, kom utanríkismálanefnd Alþingis saman að beiðni þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs til …

SHA_forsida_top

Bechtel, gróðapungar kjarnorkuvopnanna

Bechtel, gróðapungar kjarnorkuvopnanna

Bandarískar friðarhreyfingar leggja áherslu á að dagana 6.-9. ágúst verði höfð uppi mótmæli við …

SHA_forsida_top

Stöðvið morðin núna

Stöðvið morðin núna

Ávarp Ögmundar Jónassonar á mótmælafundi gegn árásum Ísraels á Líbanon fundi við bandaríska sendiráðið …

SHA_forsida_top

Ríkisstjórnin og Líbanon: Betur má ef duga skal

Ríkisstjórnin og Líbanon: Betur má ef duga skal

Í eftirfarandi grein, sem birtist í Morgunblaðinu 1. ágúst 2006, gagnrýnir Ögmundur Jónasson þingmaður …

SHA_forsida_top

Blekkingar í þágu lögregluríkis á Íslandi

Blekkingar í þágu lögregluríkis á Íslandi

Elías Davíðsson, 30. júlí 2006 Sunnudaginn, 23. júlí 2006, birti Morgunblaðið „Reykjavíkurbréf“ sem þandi sig …

SHA_forsida_top

Hve margir voru á fundinum við bandaríska sendiráðið?

Hve margir voru á fundinum við bandaríska sendiráðið?

Í dálkinum „Frá degi til dags“ í Fréttablaðinu 30. júlí veltir blaðamaður fyrir sér fjölda …

SHA_forsida_top

Hvað er ályktun 377?

Hvað er ályktun 377?

Bent hefur verið á þann möguleika að kalla saman Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna vegna stríðsins í …