Friðar- og umhverfisverndarsinninn Milan Rai heimsótti Ísland sumarið 2004 í boði Samtaka herstöðvaandstæðinga, flutti erindi um Íraksstríðið og stóð fyrir eftirminnilegum námskeiðum í borgaralegri óhlýðni. Nú berast þær fréttir að Milan Rai hafi byrjað afplánun 28 daga fangelsisdóms, fyrir að neita af samviskuástæðum að greiða rúmlega 2.000 punda skaðabætur til breska utanríkisráðuneytisins vegna slagorða gegn fjöldamorðunum í Fallujah sem Rai skrifaði á vegg ráðuneytisins.
Í Fallujah féll fjöldi óbreyttra borgara og borgin var nálega lögð í rúst. Á síðustu dögum hafa komið fram staðfestingar á fregnum sem bárust á sínum tíma um notkun Bandaríkjahers á fosfórsprengjum.
Enginn hefur verið dreginn til ábyrgðar fyrir stríðsglæpina í Fallujah. Enginn hefur þurft að standa fyrir framan dómara vegna þeirra. Enginn hefur þurft að sitja einn einasta dag í fangelsi - hvað þá 28 daga.
Hægt er að lesa fangelsisdagbók Milans Rai á þessari síðu.

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn í Friðarhúsi miðvikudaginn 24. nóvember. Útbýting fundargagna hefst kl. 17:30 …

Í ársbyrjun 2005 skipaði forsætisráðherra níu manna nefnd til að endurskoða Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands ásamt …

Jólahlaðborð Friðarhúss SHA. Verð kr. 2.000.

Hið víðfræga jólahlaðborð Friðarhúss verður haldið föstududagskvöldið 26. nóvember n.k. Húsið verður opnað kl. 18:30 …

Á liðnum árum hafa SHA reglulega staðið fyrir sérstökum kynningar- og skemmtikvöldum fyrir yngri félagsmenn …

7. október var tekið fyrir á Alþingi frumvarp til laga um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum …

Friðarhús er í útláni þennan dag.

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss kl. 19

MFÍK heldur opinn félagsfund mánudaginn 8. nóvember kl. 19 í Friðarhúsi v/Snorrabraut. Margrét Guðnadóttir, læknir, …

Landsráðstefna SHA í Friðarhúsi

Nýliðakvöld í Friðarhúsi

Ákveðið hefur verið að landsráðstefna SHA fari fram miðvikudagskvöldið 24. nóvember n.k. í Friðarhúsi frá …

Hinn mánaðarlegi fja´röflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn n.k. föstudagskvöld, 29. október. Þar verður endurtekinn matseðilinn …

