Friðar- og umhverfisverndarsinninn Milan Rai heimsótti Ísland sumarið 2004 í boði Samtaka herstöðvaandstæðinga, flutti erindi um Íraksstríðið og stóð fyrir eftirminnilegum námskeiðum í borgaralegri óhlýðni. Nú berast þær fréttir að Milan Rai hafi byrjað afplánun 28 daga fangelsisdóms, fyrir að neita af samviskuástæðum að greiða rúmlega 2.000 punda skaðabætur til breska utanríkisráðuneytisins vegna slagorða gegn fjöldamorðunum í Fallujah sem Rai skrifaði á vegg ráðuneytisins.
Í Fallujah féll fjöldi óbreyttra borgara og borgin var nálega lögð í rúst. Á síðustu dögum hafa komið fram staðfestingar á fregnum sem bárust á sínum tíma um notkun Bandaríkjahers á fosfórsprengjum.
Enginn hefur verið dreginn til ábyrgðar fyrir stríðsglæpina í Fallujah. Enginn hefur þurft að standa fyrir framan dómara vegna þeirra. Enginn hefur þurft að sitja einn einasta dag í fangelsi - hvað þá 28 daga.
Hægt er að lesa fangelsisdagbók Milans Rai á þessari síðu.

Góðir tilheyrendur. Stundum er hugtökum best lýst með andstæðum eða andheitum sínum. Andstæða ljóss er …

Vísindaferð háskólanema í Friðarhúsi.

Íslenskir hernaðarandstæðingar standa fyrir friðargöngum á Þorláksmessu líkt og undanfarin ár. Í Reykjavík verður gengið …

Samkvæmt fjárlögum 2009 er gert ráð fyrir að tæplega einn og hálfur milljarður fari í …

Bulletin of the Atomic Scientists er líklega kunnasta og virtasta tímarit heims á sviði afvopnunarmála. …

Utanríkisráðherra Íslands var á annasömu ferðalagi í byrjun desember. Dagana 4. til 5. desember sat …

Hin árvissa bókmenntakynning MFÍK verður haldin laugardaginn 13. des. n.k. kl. 14 í MÍR-salnum Hverfisgötu …

Það verður boðið upp á vandaða menningardagskrá á fjáröflunarmálsverði og fullveldishátíð SHA n.k. föstudag (sjá …

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudaginn 28. nóvember n.k. Matseðillinn verður venju fremur glæsilegur, enda um …

Miðnefnd SHA fundar.

Háskólastúdentar í vísindaferð í Friðarhúsi.

Í dag, 17. nóvember, var í níunda sinn lagt fram á Alþingi frumvarp um friðlýsingu …

Nú miðnefnd SHA var kjörinn á landsráðstefnu þann 15. nóvember. Hana skipa: Aðalmenn: Auður Lilja …

Ályktun landsráðstefnu SHA, 15. nóvember 2008, um málefni Atlantshafsbandalagsins: Næstkomandi vor verða liðin 60 ár …

Ályktun um breskar herþotur og "loftrýmisgæslu": Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga, haldinn laugardaginn 15. nóvember, fagnar því …