BREYTA

Miðnefnd SHA tekur Illuga opnum örmum

illugiEftirfarandi ályktun var samþykkt á fundi miðnefndar Samtaka hernaðarandstæðinga í kvöld. Samtök hernaðarandstæðinga fagna ummælum Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra á Alþingi í dag um skaðsemi kjarnorkuvopna. Samtökin taka öllum nýjum liðsmönnum í baráttunni gegn þessum skaðlegu vopnum opnum örmum. SHA hvetja menntamálaráðherra til að kynna sér enn betur stefnu og starfsemi samtakanna. Samtökin vilja jafnframt minna ráðherrann á að ríkisstjórn hans hefur í gegnum tíðina staðið gegn tillögum um kjarnorkuafvopnun á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Ríkisstjórn hans styður einnig aðild að hernaðarbandalaginu Nató sem byggir grundvöll sinn á kjarnorkuvopnum auk þess sem bandalagið er óumdeilanlega samansafn opinberra starfsmanna. 

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Samtök herstöðvaandstæðinga vekja athygli á þeirri hættu sem vera rússneskra herskipa í efnahagslögsögu Íslands hefur …