BREYTA

Minningar frá Hiroshima

Helga Nína Heimisdóttir var fundarstjóri á kertafleytingunni á Reykjavíkurtjörn 6. ágúst sl. Hún sendi Friðarvefnum minningarbrot frá heimsókn sinni til Hiroshima. imagesÁrið 1995 fór ég til Hiroshima og sem einn af fulltrúum friðarhreyfingar Soka Gakkai afhentum við Borgarstjóranum í Hiroshima peningagjöf til uppbyggingar á heimili fyrir öldruð fórnarlömb sprengjunnar. Við fórum líka og afhentum blóm á einu elliheimilinu. Maðurinn sem tók við blómunum úr minni hendi var með dæld í höfuðkúpunni, afleyðing sprengingarinnar, ég gat ekki haldið aftur af tárunum. Ég skoðaði líka Stríðsminjasafnið í Friðargarðinum í Hiroshima þar er Dúman eða - The Atom Bomb Dome - sem var eina húsið sem stóð eftir sprengjuna. Safnið er í þremur byggingum og þegar komið er inn blasa við líkön af Hiroshima bæði fyrir og eftir sprengjuna, á veggjunum voru myndir af hrundum húsium og ástandinu eftir sprengjuna. Í öðrum sal á efrihæðinni voru meira áþreidanlegir hlutir eins og þríhjól sem meira og minna var bráðnað, glerflaska bráðin, blóðugar tætlur af fötum fórnarlambanna og allskonar munir illafarnir, það sem var samt hryllilegast voru vaxmyndir af standandi fólki sem húðin hafði bráðnað af svo sá í beinin eins og þau væru raunveruleg. Við útganginn er svo mynd af Gorbatsjov að skoða safnið. Það sem Hiroshima búar gera er að þeir kenna börnunum strax í leikskóla að biðja fyrir friði, á meðan þau eru að því búa þau til litlar pappírsfígúrur,sem þau síðan koma með í Friðargarðinn. Börnin í Soka Kindergarden kyrja Nam Mjó Hó Ren Ge Kjó á meðan þau brjóta saman oregami fuglana sem hafa orðið nokkurskonar tákn fyrir frið í hugum margra. Þegar ég var þarna úti var ég hvött til að setja mér ásetning, og ég hét því að koma aftur að tíu árum liðnum með börnin mín til að sýna þeim safnið, sem ég gerði 2005. Ég tel að heimurinn yrði friðvænlegri ef öll börn jarðarinnar fengju að sjá hvaða afleiðingar kjarnorkusprengjur hafa og þeim væri kennt að byðja fyrir friði frá blautu barnsbeini eins og börnunum í Hiroshima er kennt sama hvaða trúarhópum þau tilheyra. Með þökk fyrir að lesa þetta. Helga Nína Heimisdóttir.

Færslur

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA & uppstillingarnefnd

Landsfundur SHA & uppstillingarnefnd

Landsfundur SHA verður haldinn sunnudaginn 2. desember nk. í Friðarhúsi. Skipuð hefur verið uppstillingarnefnd sem …

SHA_forsida_top

Meistaramánuður Nató - ályktun frá SHA

Meistaramánuður Nató - ályktun frá SHA

Eftirfarandi er ályktun frá Samtökum hernaðarandstæðinga og áskorun til utanríkisráðherra Íslands: Í rúm ellefu …

SHA_forsida_top

Til hamingju Sandgerði og Vogar!

Til hamingju Sandgerði og Vogar!

Langt er um liðið frá því að Samtök hernaðarandstæðinga urðu við ákalli erlendra friðarhreyfinga og …

SHA_forsida_top

Carl Sagan

Carl Sagan

SHA_forsida_top

Nýju stríðin og heilaþvottavélin mikla

Nýju stríðin og heilaþvottavélin mikla

eftir Þórarin Hjartarson Nýju stríðin og heilaþvottavélin mikla Voðaleg slagsíða er í fréttaflutningi íslenskra …

SHA_forsida_top

Októbermálsverður í Friðarhúsi

Októbermálsverður í Friðarhúsi

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 26. október. Gestakokkur verður að þessu sinni hagfræðingurinn …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA

Ályktun frá SHA

Um liðna helgi drápu sveitir NATO þrjú börn í loftárás í Helmand-héraði í Afganistan. Dráp …

SHA_forsida_top

Friðarmerki á Klambratúni

Friðarmerki á Klambratúni

2. október er alþjóðlegur baráttudagur fyrir tilveru án obeldis. Að því tilefni hafa ýmis grasrótar- …

SHA_forsida_top

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustsins

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustsins

Hinir sívinsælu málsverðir Friðarhúss hefjast að nýju föstudaginn 28. september. Haustgrænmetið verður í fyrirrúmi á …

SHA_forsida_top

Ályktun vegna þotudrauma

Ályktun vegna þotudrauma

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga vekur athygli á nýlegum fréttum af hollenska fyrirtækinu ECA Programs, sem virðast …

SHA_forsida_top

Merkiskona fellur frá

Merkiskona fellur frá

Systir Anne Montgomery, einhver kunnasta baráttukona bandarískrar friðarhreyfingar, lést á dögunum. Hún tók virkan þátt …

SHA_forsida_top

Heræfingar nyrðra

Heræfingar nyrðra

Upp á síðkastið hefur portúgölsk flugsveit verið við heræfingar hér á landi. Meðal annars hafa …

SHA_forsida_top

Sýrland og vestræn hernaðarstefna

Sýrland og vestræn hernaðarstefna

Þórarinn Hjartarson flutti ræðu á kertafleytingu á Akureyri þann 9. ágúst sl. Á fimmta tug …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn

Ávarp á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn

Ávarp Samstarfshóps friðarhreyfinga við kertafleytingu á Tjörninni í Reykjavík 9.ágúst 2012. Kertafleyting friðarsinna á …

SHA_forsida_top

Aldrei aftur Hiroshima og Nagasaki

Aldrei aftur Hiroshima og Nagasaki

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn ÁG/HS Hin árlega kertafleyting til minningar fórnarlamba kjarnorkusprengjanna í Hiroshima og Nagasaki …