BREYTA

Minningar frá Hiroshima

Helga Nína Heimisdóttir var fundarstjóri á kertafleytingunni á Reykjavíkurtjörn 6. ágúst sl. Hún sendi Friðarvefnum minningarbrot frá heimsókn sinni til Hiroshima. imagesÁrið 1995 fór ég til Hiroshima og sem einn af fulltrúum friðarhreyfingar Soka Gakkai afhentum við Borgarstjóranum í Hiroshima peningagjöf til uppbyggingar á heimili fyrir öldruð fórnarlömb sprengjunnar. Við fórum líka og afhentum blóm á einu elliheimilinu. Maðurinn sem tók við blómunum úr minni hendi var með dæld í höfuðkúpunni, afleyðing sprengingarinnar, ég gat ekki haldið aftur af tárunum. Ég skoðaði líka Stríðsminjasafnið í Friðargarðinum í Hiroshima þar er Dúman eða - The Atom Bomb Dome - sem var eina húsið sem stóð eftir sprengjuna. Safnið er í þremur byggingum og þegar komið er inn blasa við líkön af Hiroshima bæði fyrir og eftir sprengjuna, á veggjunum voru myndir af hrundum húsium og ástandinu eftir sprengjuna. Í öðrum sal á efrihæðinni voru meira áþreidanlegir hlutir eins og þríhjól sem meira og minna var bráðnað, glerflaska bráðin, blóðugar tætlur af fötum fórnarlambanna og allskonar munir illafarnir, það sem var samt hryllilegast voru vaxmyndir af standandi fólki sem húðin hafði bráðnað af svo sá í beinin eins og þau væru raunveruleg. Við útganginn er svo mynd af Gorbatsjov að skoða safnið. Það sem Hiroshima búar gera er að þeir kenna börnunum strax í leikskóla að biðja fyrir friði, á meðan þau eru að því búa þau til litlar pappírsfígúrur,sem þau síðan koma með í Friðargarðinn. Börnin í Soka Kindergarden kyrja Nam Mjó Hó Ren Ge Kjó á meðan þau brjóta saman oregami fuglana sem hafa orðið nokkurskonar tákn fyrir frið í hugum margra. Þegar ég var þarna úti var ég hvött til að setja mér ásetning, og ég hét því að koma aftur að tíu árum liðnum með börnin mín til að sýna þeim safnið, sem ég gerði 2005. Ég tel að heimurinn yrði friðvænlegri ef öll börn jarðarinnar fengju að sjá hvaða afleiðingar kjarnorkusprengjur hafa og þeim væri kennt að byðja fyrir friði frá blautu barnsbeini eins og börnunum í Hiroshima er kennt sama hvaða trúarhópum þau tilheyra. Með þökk fyrir að lesa þetta. Helga Nína Heimisdóttir.

Færslur

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur vegna 8.mars

Undirbúningsfundur vegna 8.mars

Undirbúningsfundur vegna 8.mars

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss.

SHA_forsida_top

Matur - ekki sprengjur! Kynningarfundur í Friðarhúsi.

Matur - ekki sprengjur! Kynningarfundur í Friðarhúsi.

Keith McHenry, stofnandi samtakanna Food Not Bombs, heldur fund í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, …

SHA_forsida_top

Ræða Einars Más Guðmundssonar að lokinni friðargöngu í Reykjavík á Þorláksmessu 2009

Ræða Einars Más Guðmundssonar að lokinni friðargöngu í Reykjavík á Þorláksmessu 2009

Að vanda var fjölmenni í friðargöngu í Reykjavík á Þorláksmessu þrátt fyrir kulda og norðannepju. …

SHA_forsida_top

Blysför til friðar á Akureyri á Þorláksmessu 2009

Blysför til friðar á Akureyri á Þorláksmessu 2009

Á Þorláksmessu var gengið til friðar niður Laugaveginn í Reykjavík í þrítugasta sinn. Þar flutti …

SHA_forsida_top

Mótmæla- og samstöðufundur vegna Gaza

Mótmæla- og samstöðufundur vegna Gaza

Félagið Ísland-Palestína efnir til fundar í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 sunnudaginn 27. desember kl. 16. …

SHA_forsida_top

Friðar- og samstöðufundur með Palestínumönnum

Friðar- og samstöðufundur með Palestínumönnum

Félagið Ísland-Palestína fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Íslenskir friðarsinnar hafa efnt til blysfarar niður Laugaveginn á Þorláksmessu á hverju ári undanfarna þrjá …

SHA_forsida_top

Kongen og de to smedene

Kongen og de to smedene

Norski fræðimaðurinn Fredrik Heffermehl hefur skrifað talsvert um störf norsku Nóbelsnefndarinnar á liðnum áratugum og …

SHA_forsida_top

Obama og friðarverðlaunin

Obama og friðarverðlaunin

Obama Bandaríkjaforseti hefur nú bæst í hóp furðulegra ákvarðanna norsku Nóbelsnefndarinnar sem útnefnir friðarverðlaunahafa. Að …

SHA_forsida_top

Engar herstöðvar suður með sjó

Engar herstöðvar suður með sjó

Landsráðstefna SHA, haldin 27.-28. nóvember 2009 sendi frá sér eftirfarandi ályktun um hernaðarmannvirki: Landsráðstefna SHA …

SHA_forsida_top

Leggjum niður Varnarmálastofnun

Leggjum niður Varnarmálastofnun

Landsráðstefna SHA, haldin 27.-28. nóvember 2009 sendi frá sér eftirfarandi ályktun um málefni Varnarmálastofnunnar: Landsráðstefna …

SHA_forsida_top

Þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO-aðild

Þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO-aðild

Landsráðstefna SHA, haldin 27.-28. nóvember 2009 sendi frá sér eftirfarandi ályktun um aðildina að NATO: …

SHA_forsida_top

Fundur um Wiki-leaks

Fundur um Wiki-leaks

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.