BREYTA

Minningar frá Hiroshima

Helga Nína Heimisdóttir var fundarstjóri á kertafleytingunni á Reykjavíkurtjörn 6. ágúst sl. Hún sendi Friðarvefnum minningarbrot frá heimsókn sinni til Hiroshima. imagesÁrið 1995 fór ég til Hiroshima og sem einn af fulltrúum friðarhreyfingar Soka Gakkai afhentum við Borgarstjóranum í Hiroshima peningagjöf til uppbyggingar á heimili fyrir öldruð fórnarlömb sprengjunnar. Við fórum líka og afhentum blóm á einu elliheimilinu. Maðurinn sem tók við blómunum úr minni hendi var með dæld í höfuðkúpunni, afleyðing sprengingarinnar, ég gat ekki haldið aftur af tárunum. Ég skoðaði líka Stríðsminjasafnið í Friðargarðinum í Hiroshima þar er Dúman eða - The Atom Bomb Dome - sem var eina húsið sem stóð eftir sprengjuna. Safnið er í þremur byggingum og þegar komið er inn blasa við líkön af Hiroshima bæði fyrir og eftir sprengjuna, á veggjunum voru myndir af hrundum húsium og ástandinu eftir sprengjuna. Í öðrum sal á efrihæðinni voru meira áþreidanlegir hlutir eins og þríhjól sem meira og minna var bráðnað, glerflaska bráðin, blóðugar tætlur af fötum fórnarlambanna og allskonar munir illafarnir, það sem var samt hryllilegast voru vaxmyndir af standandi fólki sem húðin hafði bráðnað af svo sá í beinin eins og þau væru raunveruleg. Við útganginn er svo mynd af Gorbatsjov að skoða safnið. Það sem Hiroshima búar gera er að þeir kenna börnunum strax í leikskóla að biðja fyrir friði, á meðan þau eru að því búa þau til litlar pappírsfígúrur,sem þau síðan koma með í Friðargarðinn. Börnin í Soka Kindergarden kyrja Nam Mjó Hó Ren Ge Kjó á meðan þau brjóta saman oregami fuglana sem hafa orðið nokkurskonar tákn fyrir frið í hugum margra. Þegar ég var þarna úti var ég hvött til að setja mér ásetning, og ég hét því að koma aftur að tíu árum liðnum með börnin mín til að sýna þeim safnið, sem ég gerði 2005. Ég tel að heimurinn yrði friðvænlegri ef öll börn jarðarinnar fengju að sjá hvaða afleiðingar kjarnorkusprengjur hafa og þeim væri kennt að byðja fyrir friði frá blautu barnsbeini eins og börnunum í Hiroshima er kennt sama hvaða trúarhópum þau tilheyra. Með þökk fyrir að lesa þetta. Helga Nína Heimisdóttir.

Færslur

SHA_forsida_top

Að sletta skyri og príla upp krana

Að sletta skyri og príla upp krana

Reykjavíkurakademían efnir til málþings fimmtudaginn 18. maí milli kl. 16:30 og 18:30. Umræðuefnið er mótmæli …

SHA_forsida_top

Svíar árétta andstöðu sína við NATO

Svíar árétta andstöðu sína við NATO

Enn einu sinni hefur það verið staðfest að sænska þjóðin kærir sig ekki um að …

SHA_forsida_top

Sérfræðingar um málefni Mið-Austurlanda segja: Hættið hernaðarógnunum gagnvart Íran!

Sérfræðingar um málefni Mið-Austurlanda segja: Hættið hernaðarógnunum gagnvart Íran!

Í síðustu viku var gefin út í Bandaríkjunum áskorun til George W. Bush forseta …

SHA_forsida_top

Vígvæðing NATO í Evrópu

Vígvæðing NATO í Evrópu

Á annarri síðu Fréttablaðsins laugardaginn 12. maí er lítil en athyglisverð frétt og reyndar mjög …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Bandaríkjamenn sagðir vera að undirbúa Íransárás

Bandaríkjamenn sagðir vera að undirbúa Íransárás

Undirskriftalisti gegn áformum um árás á Íran. Skráið ykkur. Hvert nafn skiptir máli. Bandaríkjamenn …

SHA_forsida_top

Jeppar og jakkaföt

Jeppar og jakkaföt

„Jeppar og jakkaföt, kynjamyndir í íslenskri utanríkisstefnu“ heitir erindi sem Birna Þórarinsdóttir stjórnmálafræðingur og framkvæmdastýra …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Friðarhúss SHA ehf.

SHA_forsida_top

Ný stjórn Friðarhúss kjörin

Ný stjórn Friðarhúss kjörin

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. var haldinn laugardaginn 6. maí. Fram kom að áætlanir félagsins um …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA

Aðalfundur Friðarhúss SHA

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

SHA_forsida_top

Lygarinn sem ríkisstjórnin vill að verji Ísland

Lygarinn sem ríkisstjórnin vill að verji Ísland

„Það virðist engin áhrif hafa,“ segir Ögmundur Jónasson á heimasíðu sinni í dag, „hvorki á …

SHA_forsida_top

Er Ísland ennþá ríki án eigin hers?

Er Ísland ennþá ríki án eigin hers?

Svo spyr Jón Ólafsson prófessor á Bifröst í grein á Kistunni 11. apríl síðastliðinn. …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf. Aðalfundur undirbúinn.

SHA_forsida_top

Fjórða evrópska samfélagsþingið hefst í Aþenu 4. maí

Fjórða evrópska samfélagsþingið hefst í Aþenu 4. maí

Fjórða evrópska samfélagsþingið (European Social Forum) hefst í Aþenu 4. maí og stendur til …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss, laugardag

Aðalfundur Friðarhúss, laugardag

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. verður haldinn í húsnæði félagsins laugardaginn 6. maí n.k. og hefst …