BREYTA

Morgunblaðið gagnrýnir þátttöku NATO í stríðinu í Afganistan

Í ritstjórnargrein Morgunblaðisins 27. október er þátttaka Atlantshafsbandalagsins og Íslands í stríðinu í Afganistan gagnrýnd. „Það er orðið tímabært að íslenzka ríkisstjórnin taki stefnu Íslands í þessu máli til endurskoðunar,“ segir í greininni. Við tökum heilshugar undir þessi orð og leyfum okkur að birta greinina hér og væntum þess að ritstjórar blaðins hafi ekkert á móti því. Í Morgunblaðinu í gær var skýrt frá því að mótmæli hefðu verið fyrir utan fundarstað varnarmálaráðherra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, sem voru á fundi í Hollandi í fyrradag. Mótmælin beindust að þátttöku Atlantshafsbandalagsins í hernaðaraðgerðum í Afganistan. Atlantshafsbandalagið stendur frammi fyrir vaxandi vandamálum af þessum sökum. Stríðsreksturinn í Afganistan gengur misjafnlega. Fyrirsjáanlegt er að honum er ekki að ljúka. Talið er víst að hann geti staðið árum saman. Sumir þeirra, sem fylgjast með þessum átökum, telja óhugsandi að Atlantshafsbandalagið geti unnið þetta stríð. Það sé alveg sama hversu marga hermenn talibana hersveitir bandalagsins drepi, það komi jafn margir í þeirra stað á vígvöllinn ef ekki fleiri. Hvað er bandalagið, sem til var stofnað til þess að tryggja frið í Evrópu, að gera í Afganistan? Augljóslega að hjálpa Bandaríkjamönnum, sem hafa knúið það fram innan Atlantshafsbandalagsins að hersveitir á þess vegum færu til Afganistans. Í Kanada og Hollandi er vaxandi þrýstingur á stjórnvöld að kalla hermenn þessara ríkja heim frá Afganistan. Hið sama má segja um Þýzkaland. Við Íslendingar erum aðilar að þessum aðgerðum Atlantshafsbandalagsins í Afganistan. Við höfum lagt blessun okkar yfir þessar aðgerðir. Við höfum haft uppi tilburði til þess að hjálpa til, tilburði, sem hafa engum orðið til framdráttar og okkur sjálfum til lítils sóma. Núverandi ríkisstjórn sýnist fylgja sömu stefnu og forverar hennar gagnvart þátttöku Atlantshafsbandalagsins í stríðinu í Afganistan. Samfylkingin virðist hafa tekið þá stefnu upp á sína arma. Utanríkisráðherra Samfylkingarinnar fylgir henni fram. Það er hins vegar löngu orðið ljóst að það er ekkert vit í þátttöku Atlantshafsbandalagsins í aðgerðunum í Afganistan. Deilur innan bandalagsins um þetta mál fara vaxandi. Það er orðið tímabært að íslenzka ríkisstjórnin taki stefnu Íslands í þessu máli til endurskoðunar. Þeir sem telja að Ísland eigi hlutverki að gegna á alþjóðavettvangi hljóta að vera sammála því, að Ísland lýsi þá ákveðinni stefnu og afstöðu til mála á borð við stríðið í Afganistan og aðildar Atlantshafsbandalagsins. Við höfum að vísu ekkert pólitískt afl til þess að fylgja þeirri skoðun eftir. En það höfum við heldur ekki annars staðar. Það er merkilegt hvað þetta mál er lítið rætt á Alþingi Íslendinga. Eru Vinstri grænir kannski dauðir úr öllum æðum á Alþingi?! Hafa þeir enga skoðun á þessum málum. Hafa þeir ekki einu sinni kraft í sér til þess að taka þau upp á Alþingi?

Færslur

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning Feministafélagsins

Bókmenntakynning Feministafélagsins

SHA_forsida_top

Njósnað um gest SHA!

Njósnað um gest SHA!

Martyn Lowe, bókavörður, friðarsinni og aktívisti, verður gestur á félagsfundi SHA miðvikudaginn 26. október …

SHA_forsida_top

Málsverður frestast

Málsverður frestast

Fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss hafa yfirleitt verið haldnir síðasta föstudagskvöld í mánuði. Næstu tvö skiptin verður breyting …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA: Góður gestur frá Bretlandi

Félagsfundur SHA: Góður gestur frá Bretlandi

Miðvikudagskvöldið 26. október kl. 20 efna Samtök hernaðarandstæðinga til félagsfundar í Friðarhúsi. Tilefnið er …

SHA_forsida_top

Ríkisfang: Ekkert

Ríkisfang: Ekkert

Opinn félagsfundur MFÍK verður í Friðarhúsi miðvikudaginn 19. október kl. 19.00. Sigríður Víðis Jónsdóttir mun …

SHA_forsida_top

Málþing í þágu friðar

Málþing í þágu friðar

Vakin er athygli á þessu málþingi á vegum Reykjavíkurborgar: Á morgun laugardaginn 15. október verður …

SHA_forsida_top

SHA og MFÍK funda um þjóðernisöfgastefnur

SHA og MFÍK funda um þjóðernisöfgastefnur

Samtök hernaðarandstæðinga og MFÍK efna til sameiginlegs fundar í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, mánudagskvöldið 10. október …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Þann 26. sept var haldinn á Akureyri aðalfundur hjá Norðurlandsdeild SHA sem jafnframt var opinn …

SHA_forsida_top

Mannlegt friðarmerki, 2. október

Mannlegt friðarmerki, 2. október

2. október er fæðingardagur Mahatma Gandhi og hafa Sameinuðu þjóðirnar tileinkað daginn baráttunni fyrir tilveru …

SHA_forsida_top

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss á þessu hausti verður haldinn n.k. föstudagskvöld, 30. september. Kokkar kvöldsins …

SHA_forsida_top

Norðlendingar í fullu fjöri

Norðlendingar í fullu fjöri

Norðurlandsdeild SHA stóð fyrir félagsfundi á Akureyri sk. mánudagskvöld. Umræðuefnið var „Nýja Nató og þátttaka …

SHA_forsida_top

Samstaða með sjálfstæðri Palestínu

Samstaða með sjálfstæðri Palestínu

Vakin er athygli á mótmælastöðu Íslands-Palestínu fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna fimmtudaginn 22.september klukkan 17:00. Elva …

SHA_forsida_top

Farsinn í héraðsdómi

Farsinn í héraðsdómi

Mánudaginn 19. september kl. 15 hefst næsti þáttur í farsanum Ákæruvaldið gegn Lalla sjúkraliða. …

SHA_forsida_top

Hiroshima

Hiroshima

(Ljóð þetta var flutt á kertafleytingu friðarsinna á Egilsstöðum í ágúst sl.) Og enn þann …

SHA_forsida_top

The Opportunity: After Utøya

The Opportunity: After Utøya

Í tilefni minningarathafnar um fórnarlömb hryðjuverkanna í Noregi birtir Friðarvefurinn hugvekju Davíðs Stefánssonar á íslensku …