BREYTA

Morgunblaðið gagnrýnir þátttöku NATO í stríðinu í Afganistan

Í ritstjórnargrein Morgunblaðisins 27. október er þátttaka Atlantshafsbandalagsins og Íslands í stríðinu í Afganistan gagnrýnd. „Það er orðið tímabært að íslenzka ríkisstjórnin taki stefnu Íslands í þessu máli til endurskoðunar,“ segir í greininni. Við tökum heilshugar undir þessi orð og leyfum okkur að birta greinina hér og væntum þess að ritstjórar blaðins hafi ekkert á móti því. Í Morgunblaðinu í gær var skýrt frá því að mótmæli hefðu verið fyrir utan fundarstað varnarmálaráðherra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, sem voru á fundi í Hollandi í fyrradag. Mótmælin beindust að þátttöku Atlantshafsbandalagsins í hernaðaraðgerðum í Afganistan. Atlantshafsbandalagið stendur frammi fyrir vaxandi vandamálum af þessum sökum. Stríðsreksturinn í Afganistan gengur misjafnlega. Fyrirsjáanlegt er að honum er ekki að ljúka. Talið er víst að hann geti staðið árum saman. Sumir þeirra, sem fylgjast með þessum átökum, telja óhugsandi að Atlantshafsbandalagið geti unnið þetta stríð. Það sé alveg sama hversu marga hermenn talibana hersveitir bandalagsins drepi, það komi jafn margir í þeirra stað á vígvöllinn ef ekki fleiri. Hvað er bandalagið, sem til var stofnað til þess að tryggja frið í Evrópu, að gera í Afganistan? Augljóslega að hjálpa Bandaríkjamönnum, sem hafa knúið það fram innan Atlantshafsbandalagsins að hersveitir á þess vegum færu til Afganistans. Í Kanada og Hollandi er vaxandi þrýstingur á stjórnvöld að kalla hermenn þessara ríkja heim frá Afganistan. Hið sama má segja um Þýzkaland. Við Íslendingar erum aðilar að þessum aðgerðum Atlantshafsbandalagsins í Afganistan. Við höfum lagt blessun okkar yfir þessar aðgerðir. Við höfum haft uppi tilburði til þess að hjálpa til, tilburði, sem hafa engum orðið til framdráttar og okkur sjálfum til lítils sóma. Núverandi ríkisstjórn sýnist fylgja sömu stefnu og forverar hennar gagnvart þátttöku Atlantshafsbandalagsins í stríðinu í Afganistan. Samfylkingin virðist hafa tekið þá stefnu upp á sína arma. Utanríkisráðherra Samfylkingarinnar fylgir henni fram. Það er hins vegar löngu orðið ljóst að það er ekkert vit í þátttöku Atlantshafsbandalagsins í aðgerðunum í Afganistan. Deilur innan bandalagsins um þetta mál fara vaxandi. Það er orðið tímabært að íslenzka ríkisstjórnin taki stefnu Íslands í þessu máli til endurskoðunar. Þeir sem telja að Ísland eigi hlutverki að gegna á alþjóðavettvangi hljóta að vera sammála því, að Ísland lýsi þá ákveðinni stefnu og afstöðu til mála á borð við stríðið í Afganistan og aðildar Atlantshafsbandalagsins. Við höfum að vísu ekkert pólitískt afl til þess að fylgja þeirri skoðun eftir. En það höfum við heldur ekki annars staðar. Það er merkilegt hvað þetta mál er lítið rætt á Alþingi Íslendinga. Eru Vinstri grænir kannski dauðir úr öllum æðum á Alþingi?! Hafa þeir enga skoðun á þessum málum. Hafa þeir ekki einu sinni kraft í sér til þess að taka þau upp á Alþingi?

Færslur

SHA_forsida_top

Breskur almenningur andvígur endurnýjun kjarnorkuvopna

Breskur almenningur andvígur endurnýjun kjarnorkuvopna

Kertafleyting í Reykjavík og Akureyri í kvöld, 9. ágúst, kl. 22:30 – sjá hér …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Árleg kertafleyting samstarfshóps friðarhreyfinga á Reykjavíkurtjörn.

SHA_forsida_top

Forkastanlegt framferði lögreglu gagnvart mótmælendum og ferðamönnum

Forkastanlegt framferði lögreglu gagnvart mótmælendum og ferðamönnum

Friðarvefurinn tekur undir þá gagnrýni sem fram hefur komið á aðgerðir lögreglu gagnvart mótmælendum á …

SHA_forsida_top

Náttúruverndarsamtök á Norðurlöndum: Varnarsvæði skulu hreinsuð á kostnað mengunarvalds

Náttúruverndarsamtök á Norðurlöndum: Varnarsvæði skulu hreinsuð á kostnað mengunarvalds

Fundur Landverndar og sex norrænna náttúruverndarsamtaka sem haldin var í Færeyjum dagana 31. júlí – …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavík og Akureyri 9. ágúst

Kertafleyting á Reykjavík og Akureyri 9. ágúst

verður haldin við Tjörnina í Reykjavík og á Akureyri við tjörnina framan við …

SHA_forsida_top

Undirskriftasafnanir vegna stríðsins í Miðausturlöndum

Undirskriftasafnanir vegna stríðsins í Miðausturlöndum

Um allan heim leita menn leiða til að stöðva blóðbaðið í Líbanon og Palestínu. Því …

SHA_forsida_top

Viðskiptabann á Ísrael

Viðskiptabann á Ísrael

Í grein eftir Þorleif Gunnlaugsson, formann Vinstrihreyfingarinnar græns farmboðs í Reykjavik, á heimasíðu Ögmundar Jónassonar …

SHA_forsida_top

Mótmælaaðgerðir víða um heim – 100.000 manns í Lundúnum

Mótmælaaðgerðir víða um heim – 100.000 manns í Lundúnum

Í dag, laugadaginn 5. ágúst, eru víða mótmælaaðgerðir gegn ofbeldi Ísrales í Líbanon og Palestínu. …

SHA_forsida_top

Fundur utanríkismálanefndar 2. ágúst

Fundur utanríkismálanefndar 2. ágúst

Í morgun, 2. ágúst, kom utanríkismálanefnd Alþingis saman að beiðni þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs til …

SHA_forsida_top

Bechtel, gróðapungar kjarnorkuvopnanna

Bechtel, gróðapungar kjarnorkuvopnanna

Bandarískar friðarhreyfingar leggja áherslu á að dagana 6.-9. ágúst verði höfð uppi mótmæli við …

SHA_forsida_top

Stöðvið morðin núna

Stöðvið morðin núna

Ávarp Ögmundar Jónassonar á mótmælafundi gegn árásum Ísraels á Líbanon fundi við bandaríska sendiráðið …

SHA_forsida_top

Ríkisstjórnin og Líbanon: Betur má ef duga skal

Ríkisstjórnin og Líbanon: Betur má ef duga skal

Í eftirfarandi grein, sem birtist í Morgunblaðinu 1. ágúst 2006, gagnrýnir Ögmundur Jónasson þingmaður …

SHA_forsida_top

Blekkingar í þágu lögregluríkis á Íslandi

Blekkingar í þágu lögregluríkis á Íslandi

Elías Davíðsson, 30. júlí 2006 Sunnudaginn, 23. júlí 2006, birti Morgunblaðið „Reykjavíkurbréf“ sem þandi sig …

SHA_forsida_top

Hve margir voru á fundinum við bandaríska sendiráðið?

Hve margir voru á fundinum við bandaríska sendiráðið?

Í dálkinum „Frá degi til dags“ í Fréttablaðinu 30. júlí veltir blaðamaður fyrir sér fjölda …

SHA_forsida_top

Hvað er ályktun 377?

Hvað er ályktun 377?

Bent hefur verið á þann möguleika að kalla saman Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna vegna stríðsins í …