BREYTA

Morgunblaðið spyr utanríkisráðherra

Það er ekki oft sem Friðarvefurinn eða Samtök hernaðarandstæðinga sjá ástæðu til að taka undir með Morgunblaðinu. En í leiðara blaðsins í dag eru vangaveltur og spurningar sem full ástæða er til að taka undir. Í þeirri von að Morgunblaðið taki það ekki óstinnt upp leyfum við okkur að birta leiðarann hér: Mánudaginn 30. júlí, 2007 - Ritstjórnargreinar Nató og Afganistan Atlantshafsbandalagið er með 35 þúsund hermenn í Afganistan. Sjálfsagt eru flestir þeirra bandarískir þótt önnur aðildarríki bandalagsins komi þar einnig við sögu. Að auki eru Bandaríkjamenn með 8.000 hermenn í landinu til viðbótar undir eigin herstjórn. Samtals eru því Atlantshafsbandalagið og Bandaríkin með 43 þúsund hermenn í Afganistan. Reglulega berast fréttir frá Afganistan sem benda til þess að hersveitir Atlantshafsbandalagsins eigi fremur í vök að verjast og lendi í því aftur og aftur að valda dauða almennra borgara í landinu. Í gær bárust fréttir um að hersveitir bandalagsins væru að breyta um baráttuaðferðir. Ef hætta er á því að almennir borgarar deyi í aðgerðum bandalagsins er frekar beðið með slíkar aðgerðir en að taka þá áhættu að mikið manntjón verði meðal almennra borgara. Þetta er skiljanlegt vegna þess að manntjón meðal borgara í Afganistan dregur úr stuðningi við aðgerðir Atlantshafsbandalagsins. Jafnframt var frá því skýrt að hersveitir bandalagsins mundu nota minni sprengjur en þær hafa gert til þessa. Hins vegar er ljóst að skæruliðar Talibana leggja nú áherzlu á að leynast meðal almennra borgara, m.a. til þess að framkalla sem mest manntjón í röðum þeirra. Framvinda mála í Afganistan kemur okkur Íslendingum beint við af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi berum við ábyrgð á veru hersveita Atlantshafsbandalagsins í Afganistan vegna þess að við sem eitt af aðildarríkjum bandalagsins tókum þátt í þeirri örlagaríku ákvörðun að senda hersveitir undir merkjum bandalagsins þangað. Í öðru lagi skiptir þróunin í Afganistan okkur máli vegna þess að Íslendingar eru þar á ferð, ekki til þess að berjast undir fánum bandalagsins en í margvíslegum hliðarstörfum. Ástandið í landinu versnar stöðugt og þar með aukast líkurnar á því að Íslendingarnir snúi ekki allir heim heilu og höldnu. Margt bendir til þess að Atlantshafsbandalagið eigi eftir að dragast dýpra og dýpra inn í átökin í Afganistan á sama tíma og Bandaríkjamenn ráða augljóslega ekki við ástandið í Írak og vaxandi hætta er á upplausn í Pakistan þar sem fylgismenn bin Laden njóta verndar einhverra aðila í Pakistan. Hver er afstaða Íslands til þess sem er að gerast í Afganistan? Hver er afstaða ríkisstjórnar Íslands til þess ef fyrirsjáanlegt er að viðvera hersveita Atlantshafsbandalagsins verður lengri en skemmri í landinu? Hefur ríkisstjórnin skoðun á því? Á hún ekki að hafa skoðun á því? Hvað segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra um það? Sjá einnig: Ísland með 13 hermenn í Afganistan

Færslur

SHA_forsida_top

Aldrei aftur Hírósíma! Aldrei aftur Nagasakí!

Aldrei aftur Hírósíma! Aldrei aftur Nagasakí!

Kertafleyting á Tjörninni í Reykjavík og á Akureyri miðvikudagskvöldið 6.ágúst 2014. Frá árinu 1985 hafa …

SHA_forsida_top

Átakasumarið 2014: ályktun frá miðnefnd SHA

Átakasumarið 2014: ályktun frá miðnefnd SHA

Ástandið í heimsmálunum sumarið 2014 er sérlega viðsjárvert og hefur ekki verið ófriðvænlegra í langan …

SHA_forsida_top

Jafn réttur til að drepa?

Jafn réttur til að drepa?

Auður Lilja Erlingsdóttir á sæti í miðnefnd SHA. Greinin birtist áður á vefritinu Knúz. …

SHA_forsida_top

Hörður Torfa í Friðarhúsi

Hörður Torfa í Friðarhúsi

Söngvaskáldið og aðgerðasinninn Hörður Torfason er hernaðarandstæðingum að góðu kunnur. Hann brást við nýlegu ákalli …

SHA_forsida_top

Mótmælum drápunum á Gaza!

Mótmælum drápunum á Gaza!

Félagið Ísland-Palestína efnir til mótmælafundar á Lækjartorgi mánudaginn 14. júlí kl. 17. Þar gefst almenningi …

SHA_forsida_top

Á mótmælaslóðum á Þingvöllum, fimmtudagskvöld

Á mótmælaslóðum á Þingvöllum, fimmtudagskvöld

Stefán Pálsson, sagnfræðingur og formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, mun í kvöld fimmtudagskvöldið 10. júlí hafa umsjón …

SHA_forsida_top

Friðarvefurinn uppi á ný

Friðarvefurinn uppi á ný

Eins og dyggir lesendur Friðarvefsins hafa vafalítið tekið eftir, hefur verið mikið ólag á vefnum …

SHA_forsida_top

Ályktun varðandi heræfingar

Ályktun varðandi heræfingar

Ályktun þessi var samþykkt á landsfundi SHA laugardaginn 15. mars: Landsfundur SHA lýsir furðu á …

SHA_forsida_top

Fundur SHA með framboðunum í Reykjavík

Fundur SHA með framboðunum í Reykjavík

Samtök hernaðarandstæðinga efna til fundar með yfirskriftinni „Friðarborgin Reykjavík? - Hver er afstaða framboðanna …

SHA_forsida_top

Fáfróðir vilja stríð

Fáfróðir vilja stríð

Í gegnum tíðina hafa íslenskir friðarsinnar lengi haldið því fram að einhver besta leiðin til …

SHA_forsida_top

1. maí kaffi SHA 2014

1. maí kaffi SHA 2014

Morgunkaffi SHA á 1. maí er víðfræg samkoma og í hugum margra ómissandi hluti af …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður aprílmánaðar

Fjáröflunarmálsverður aprílmánaðar

Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi er kokkur aprílmánaðar í málsverðinum föstudagskvöldið 25. apríl. Matseðillinn er ekki af …

SHA_forsida_top

Er femínismi heimsvaldastefna? : lesendabréf til Knúz.is

Er femínismi heimsvaldastefna? : lesendabréf til Knúz.is

Hinn 11. apríl sendum við bréfið hér að neðan til ritstjórnar Knuz.is og báðum um …

SHA_forsida_top

Ályktun um NATÓ

Ályktun um NATÓ

Ályktun þessi var samþykkt á landsfundi SHA laugardaginn 15. mars: Áætlað er að á þessu …

SHA_forsida_top

Sókn Pútíns sem nauðvörn

Sókn Pútíns sem nauðvörn

Þórarinn Hjartarson á Akureyri sendi Friðarvefnum þessa grein til birtingar. Nú er hafið efnahagslegt …