BREYTA

Morgunblaðið spyr utanríkisráðherra

Það er ekki oft sem Friðarvefurinn eða Samtök hernaðarandstæðinga sjá ástæðu til að taka undir með Morgunblaðinu. En í leiðara blaðsins í dag eru vangaveltur og spurningar sem full ástæða er til að taka undir. Í þeirri von að Morgunblaðið taki það ekki óstinnt upp leyfum við okkur að birta leiðarann hér: Mánudaginn 30. júlí, 2007 - Ritstjórnargreinar Nató og Afganistan Atlantshafsbandalagið er með 35 þúsund hermenn í Afganistan. Sjálfsagt eru flestir þeirra bandarískir þótt önnur aðildarríki bandalagsins komi þar einnig við sögu. Að auki eru Bandaríkjamenn með 8.000 hermenn í landinu til viðbótar undir eigin herstjórn. Samtals eru því Atlantshafsbandalagið og Bandaríkin með 43 þúsund hermenn í Afganistan. Reglulega berast fréttir frá Afganistan sem benda til þess að hersveitir Atlantshafsbandalagsins eigi fremur í vök að verjast og lendi í því aftur og aftur að valda dauða almennra borgara í landinu. Í gær bárust fréttir um að hersveitir bandalagsins væru að breyta um baráttuaðferðir. Ef hætta er á því að almennir borgarar deyi í aðgerðum bandalagsins er frekar beðið með slíkar aðgerðir en að taka þá áhættu að mikið manntjón verði meðal almennra borgara. Þetta er skiljanlegt vegna þess að manntjón meðal borgara í Afganistan dregur úr stuðningi við aðgerðir Atlantshafsbandalagsins. Jafnframt var frá því skýrt að hersveitir bandalagsins mundu nota minni sprengjur en þær hafa gert til þessa. Hins vegar er ljóst að skæruliðar Talibana leggja nú áherzlu á að leynast meðal almennra borgara, m.a. til þess að framkalla sem mest manntjón í röðum þeirra. Framvinda mála í Afganistan kemur okkur Íslendingum beint við af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi berum við ábyrgð á veru hersveita Atlantshafsbandalagsins í Afganistan vegna þess að við sem eitt af aðildarríkjum bandalagsins tókum þátt í þeirri örlagaríku ákvörðun að senda hersveitir undir merkjum bandalagsins þangað. Í öðru lagi skiptir þróunin í Afganistan okkur máli vegna þess að Íslendingar eru þar á ferð, ekki til þess að berjast undir fánum bandalagsins en í margvíslegum hliðarstörfum. Ástandið í landinu versnar stöðugt og þar með aukast líkurnar á því að Íslendingarnir snúi ekki allir heim heilu og höldnu. Margt bendir til þess að Atlantshafsbandalagið eigi eftir að dragast dýpra og dýpra inn í átökin í Afganistan á sama tíma og Bandaríkjamenn ráða augljóslega ekki við ástandið í Írak og vaxandi hætta er á upplausn í Pakistan þar sem fylgismenn bin Laden njóta verndar einhverra aðila í Pakistan. Hver er afstaða Íslands til þess sem er að gerast í Afganistan? Hver er afstaða ríkisstjórnar Íslands til þess ef fyrirsjáanlegt er að viðvera hersveita Atlantshafsbandalagsins verður lengri en skemmri í landinu? Hefur ríkisstjórnin skoðun á því? Á hún ekki að hafa skoðun á því? Hvað segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra um það? Sjá einnig: Ísland með 13 hermenn í Afganistan

Færslur

SHA_forsida_top

Ísland úr NATÓ strax!

Ísland úr NATÓ strax!

eftir Rúnar Sveinbjörnsson Samkvæmt mínum upplýsingum eru 13 Íslendingar nú að störfum hjá Nató í …

SHA_forsida_top

Hneykslanlegur viðskilnaður Dana við Írak

Hneykslanlegur viðskilnaður Dana við Írak

Eftir Jan Öberg framkvæmdastjóra Transnational Foundation for Peace and Future Reasearch, Lundi 31. júlí …

SHA_forsida_top

Eftirlit NATO – nei takk!

Eftirlit NATO – nei takk!

Frá því Ísland gerðist aðili að NATO 30. mars 1949 hefur nokkur breyting orðið á …

SHA_forsida_top

Hætt við lágflug í tengslum við heræfingar

Hætt við lágflug í tengslum við heræfingar

Samkvæmt fréttum Stöðvar tvö nú undir kvöldið hefur verið hætt við að fara fram á …

SHA_forsida_top

Morgunblaðið spyr utanríkisráðherra

Morgunblaðið spyr utanríkisráðherra

Það er ekki oft sem Friðarvefurinn eða Samtök hernaðarandstæðinga sjá ástæðu til að taka undir …

SHA_forsida_top

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla fyrirhuguðum heræfingum

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla fyrirhuguðum heræfingum

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla fyrirhuguðum heræfingum NATO-ríkjanna Noregs, Danmerkur, Bandaríkjanna, Lettlands og Íslands sem ætlunin er …

SHA_forsida_top

Tengsl Alcan við hergagnaframleiðslu og botnlaus sakaskrá Rio Tinto

Tengsl Alcan við hergagnaframleiðslu og botnlaus sakaskrá Rio Tinto

Frá Saving Iceland, 24. 7. 2007 TENGSL ALCAN VIÐ HERGAGNAFRAMLEIÐSLU Málmur frá Rio Tinto-ALCAN …

SHA_forsida_top

Umhverfi / Vopnaiðnaður / Mótmæli

Umhverfi / Vopnaiðnaður / Mótmæli

Fréttatilkynning 22. júlí, 2007 SAVING ICELAND: REYKJAVÍKURBORG, HÆTTIÐ AÐ STYÐJA VOPNAIÐNAÐINN OG STÓRIÐJU. BORÐI Á …

SHA_forsida_top

Stendur Ísland utan valdablokka – hvað með NATO?

Stendur Ísland utan valdablokka – hvað með NATO?

Í Morgunblaðinu í dag, 19. júlí, er haft eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra, sem …

SHA_forsida_top

Baldvin Halldórsson kvaddur

Baldvin Halldórsson kvaddur

Baldvin Halldórsson er látinn. Við minnumst Baldvins sem eins merkasta leikara og leikstjóra hér á …

SHA_forsida_top

Ótrúleg bráðabirgðalög

Ótrúleg bráðabirgðalög

Eftirfarandi grein birtist á vefritinu ogmundur.is 14. júlí. Eina skynsamlega skýringin sem ég hef heyrt …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þennan dag.

SHA_forsida_top

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórn Dagfara fundar.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Samstarfshópur friðarhreyfinga hittist og undirbýr kertafleytingu á Tjörninni.

SHA_forsida_top

Ísland með 13 hermenn í Afganistan

Ísland með 13 hermenn í Afganistan

Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu í dag eru nú 13 hermenn í Afganistan á vegum Íslands. …