BREYTA

Morgunblaðið spyr utanríkisráðherra

Það er ekki oft sem Friðarvefurinn eða Samtök hernaðarandstæðinga sjá ástæðu til að taka undir með Morgunblaðinu. En í leiðara blaðsins í dag eru vangaveltur og spurningar sem full ástæða er til að taka undir. Í þeirri von að Morgunblaðið taki það ekki óstinnt upp leyfum við okkur að birta leiðarann hér: Mánudaginn 30. júlí, 2007 - Ritstjórnargreinar Nató og Afganistan Atlantshafsbandalagið er með 35 þúsund hermenn í Afganistan. Sjálfsagt eru flestir þeirra bandarískir þótt önnur aðildarríki bandalagsins komi þar einnig við sögu. Að auki eru Bandaríkjamenn með 8.000 hermenn í landinu til viðbótar undir eigin herstjórn. Samtals eru því Atlantshafsbandalagið og Bandaríkin með 43 þúsund hermenn í Afganistan. Reglulega berast fréttir frá Afganistan sem benda til þess að hersveitir Atlantshafsbandalagsins eigi fremur í vök að verjast og lendi í því aftur og aftur að valda dauða almennra borgara í landinu. Í gær bárust fréttir um að hersveitir bandalagsins væru að breyta um baráttuaðferðir. Ef hætta er á því að almennir borgarar deyi í aðgerðum bandalagsins er frekar beðið með slíkar aðgerðir en að taka þá áhættu að mikið manntjón verði meðal almennra borgara. Þetta er skiljanlegt vegna þess að manntjón meðal borgara í Afganistan dregur úr stuðningi við aðgerðir Atlantshafsbandalagsins. Jafnframt var frá því skýrt að hersveitir bandalagsins mundu nota minni sprengjur en þær hafa gert til þessa. Hins vegar er ljóst að skæruliðar Talibana leggja nú áherzlu á að leynast meðal almennra borgara, m.a. til þess að framkalla sem mest manntjón í röðum þeirra. Framvinda mála í Afganistan kemur okkur Íslendingum beint við af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi berum við ábyrgð á veru hersveita Atlantshafsbandalagsins í Afganistan vegna þess að við sem eitt af aðildarríkjum bandalagsins tókum þátt í þeirri örlagaríku ákvörðun að senda hersveitir undir merkjum bandalagsins þangað. Í öðru lagi skiptir þróunin í Afganistan okkur máli vegna þess að Íslendingar eru þar á ferð, ekki til þess að berjast undir fánum bandalagsins en í margvíslegum hliðarstörfum. Ástandið í landinu versnar stöðugt og þar með aukast líkurnar á því að Íslendingarnir snúi ekki allir heim heilu og höldnu. Margt bendir til þess að Atlantshafsbandalagið eigi eftir að dragast dýpra og dýpra inn í átökin í Afganistan á sama tíma og Bandaríkjamenn ráða augljóslega ekki við ástandið í Írak og vaxandi hætta er á upplausn í Pakistan þar sem fylgismenn bin Laden njóta verndar einhverra aðila í Pakistan. Hver er afstaða Íslands til þess sem er að gerast í Afganistan? Hver er afstaða ríkisstjórnar Íslands til þess ef fyrirsjáanlegt er að viðvera hersveita Atlantshafsbandalagsins verður lengri en skemmri í landinu? Hefur ríkisstjórnin skoðun á því? Á hún ekki að hafa skoðun á því? Hvað segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra um það? Sjá einnig: Ísland með 13 hermenn í Afganistan

Færslur

SHA_forsida_top

Friðarhús í úleigu

Friðarhús í úleigu

Friðarhús er í útleigu v. einkasamkvæmis.

SHA_forsida_top

8. mars: fundur í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur kl. 17

8. mars: fundur í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur kl. 17

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Opinn fundur fimmtudaginn 8.mars 2007 kl.17 í …

SHA_forsida_top

8. mars – 19. mars – 30. mars. Takið þessa daga frá!

8. mars – 19. mars – 30. mars. Takið þessa daga frá!

8. mars, fimmtudagur. Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Baráttufundur í Ráðhúsi Reykjavíkur …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Bandarískar herstöðvar í Afríku og baráttan gegn þeim.

Bandarískar herstöðvar í Afríku og baráttan gegn þeim.

Þegar nafni samtaka okkar var breytt í Samtök hernaðarandstæðinga hættu þau ekki að vera samtök …

SHA_forsida_top

Ísland-Palestína

Ísland-Palestína

Félagið Ísland-Palestína fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Höfnum heræfingum á Íslandi! Höfnum innrás í Íran!

Höfnum heræfingum á Íslandi! Höfnum innrás í Íran!

Ástæða er til að vekja athygli á tveimur greinum sem nýlega hafa birst á vefritinu …

SHA_forsida_top

Byrjum Safnanótt í Friðarhúsi

Byrjum Safnanótt í Friðarhúsi

Safnanótt Reykjavíkur verður haldin föstudagskvöldið 23. febrúar n.k. Boðið verður upp á frábæra dagskrá um …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Samkoma á baráttudegi kvenna 8. mars undirbúin í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Kvöldverður Í Friðarhúsi

Kvöldverður Í Friðarhúsi

Kvöldverður Í Friðarhúsi 23. febrúar Matseðill: Karrí kjúklingasúpa Pastasalat Hrísgrjónaréttur Nýbökuð brauð og hummus Unnur …

SHA_forsida_top

Athugasemdir við frumvarp um friðargæslu

Athugasemdir við frumvarp um friðargæslu

Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um íslensku friðargæsluna. Elías Davíðsson hefur kynnt sér þennan …

SHA_forsida_top

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK, haldinn í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Rúm 90% búa í friðlýstum sveitarfélögum

Rúm 90% búa í friðlýstum sveitarfélögum

Þau gleðilegu tíðindi hafa borist að bæjarstjórn Hornafjarðar hefur orðið við hvatningu Samtaka hernaðarandstæðinga og …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu, einkasamkvæmi

Friðarhús í útleigu, einkasamkvæmi

Friðarhús í útleigu, einkasamkvæmi

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur í Friðarhúsi fyrir samkomu á alþjóðlegum baráttudegi kvenna.