BREYTA

Morgunfundur 1. maí á Akureyri

Morgunfundur 1. maí 2006 Mongo sportbar, Kaupangi kl. 10.30 Stefna – félag vinstri manna heldur árlegan morgunfund á baráttudegi verkalýðsins, í áttunda sinn á Mongo sportbar, Kaupangi 10.30 Kjörorð Stefnu eru nú þessi: • Aðeins grasrótar- og samtakabarátta alþýðu gefur sigra. • Vinnu við hæfi handa öllum. • Gegn markaðsvæðingu og einkavæðingu. • Gegn stóriðjustefnu stjórnvalda. • Gegn sölu lands, vatns og sjálfstæðis. • Höfnum Evrópusambandsaðild. • Gegn félagslegum undirboðum á íslenskum vinnumarkaði. • Jafnrétti kynjanna. • Írak: Hernámsöflin burt. Ísland úr stríðsliðinu. • Ísland úr NATO – segjum herstöðvarsamningnum upp. Ræðumaður dagsins er Atli Gíslason, hæstaréttarlögmaður. Atli hefur getið sér gott orð fyrir flutning mála sem snerta mannréttindi, réttindi launafólks, jafnrétti kynja, kynferðisbrot o. fl. Þessar vikurnar situr hann á Alþingi. Steinunn Rögnvaldsdóttir menntaskólanemi syngur og meira verður sungið og lesið upp sem snertir málstað dagsins. Allir velkomnir. Stefna - félag vinstri manna

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Samtök herstöðvaandstæðinga vekja athygli á þeirri hættu sem vera rússneskra herskipa í efnahagslögsögu Íslands hefur …