BREYTA

Mótmæla- og samstöðufundur vegna Gaza

Félagið Ísland-Palestína efnir til fundar í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 sunnudaginn 27. desember kl. 16. Tilefnið er að ár er liðið frá blóðugri innrás Ísraelshers inn á Gaza. Á þremur vikum féllu meira en 1400 Palestínumenn í valinn, flestir óbreyttir borgarar, þar á meðal 414 börn og unglingar undir 18 ára aldri. Þrettán Ísraelsmenn féllu þar af tíu hermenn. Stríðsglæpum Ísraelsstjórnar verður mótmælt víðs vegar um heim á sunnudaginn, þriðja í jólum, og um leið verður þess krafist að ómannúðlegri herkví um Gaza verði aflétt. Kjörorð dagsins eru: Munum Gaza, rjúfum umsátrið! Ræðumenn: Rawda og Muhamed Odeh frá Jerúsalem Allir velkomnir.

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Samtök herstöðvaandstæðinga vekja athygli á þeirri hættu sem vera rússneskra herskipa í efnahagslögsögu Íslands hefur …