BREYTA

Mótmælastaða við bandaríska sendiráðið í dag, föstudag, kl. 17:30 - Fjölmennum!

Beirut Samtök herstöðvaandstæðinga hafa boðað til mótmælastöðu við bandaríska sendiráðið í dag, föstudaginn 28. júlí, kl. 17:30 Friðarhúsið er opið frá kl. 15 dag. Sjá fleiri myndir hér (varúð - ekki fyrir viðkvæma). Nú er staðfest að 425 séu látnir í Líbanon, nær eingöngu almennir borgarar, þ.á.m. fjölmörg börn. Raunverulegur fjöldi er þó örugglega miklu meiri. Fjöldi manns er grafinn undir rústum. Margfalt fleiri eru særðir, margir örkumlaðir fyrir lífstíð. Og enn fleiri hafa misst heimili sín, og heilu flokkarnir á flótta. Á Gazasvæðinu hafa Ísraelar einnig drepið fjölda manns undanfarna daga. Í Ísrael hefur 51 fallið, þar af 18 almennir borgarar. Um allan heim er ofbeldisverkum Ísraels, stuðningi Bandaríkjanna við þau og sinnuleysi annarra ríkja mótmælt. Evrópusambandið er lamað, þar er hver höndin upp á móti annarri, Frakkar reyna af sögulegum ástæðum að mótmæla framferði Ísraelsmanna í Líbanon en Bretar og Þjóðverjar draga úr. Blair, forsætisráðherra Breta, hefur fylgt Bandaríkjastjórn í andstöðu við áskorun um tafarlaust vopnahlé, en býr nú við vaxandi þrýsting heima fyrir, m.a. innan ríkisstjórnar sinnar. Skv. frétt BBC nú í morgun hafa borist fregnir um að bandarískar flugvélar hafi millilent í Skotlandi við flutning á sprengjum til Ísraelshers. Þetta hefur valdið mikilli óánægju í Bretlandi. Blair er nú á leið til Bandaríkjanna til viðræðna við Bush. Ekki er búist við miklum ágreiningi milli þeirra, miklu frekar að þeir reyni að finna leiðir til að snúa Blair út úr þeim vanda sem hann á við að stríða heima fyrir í fylgispekt sinni við Bush. Þó segir breska blaðið Guardian frá því að Blair muni leggja til við Bush að komið verðið á vopnahléi, enda hafi hann áhyggjur af því að áhyggjur Arabaríkja hliðhollra Vesturlöndum fari vaxandi. Ekki er að sjá að ofbeldisverkin í Líbanon og Pakistan valdi íslenskum ráðherrum miklu áhyggjum. Frá utanríkisráðherra hefur lítið heyrst annað en að allir hafi nú rétt til að verja hendur sínar en viðbrögð Ísraels séu kannski óþarflega sterk. Ríkisstjórnin, sem rær nú öllum árum að því að fá sæti í Öryggisráðinu, hefur ekkert um málið að segja. Bush og Blair sjá um það. Condolezza Rice er að vinna í málinu. Íslenska ríkisstjórnin hefur meiri áhyggjur af brottför bandaríska hersins. Hins vegar hefur hún veitt 10 milljónir króna til neyðaraðstoðar í Líbanon eins og fram kemur í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Það dugar svona upp í helminginn í blokkaríbúð í úthverfi í Reykjavík. Á hverjum degi eru heilu blokkarhverfin lögð í rúst í Líbanon. Væri ekki nær, frú Valgerður Sverrisdóttir, að leggjast á árarnar með öllum þeim fjölda almennra borgara um allan heim sem dag hvern safnast saman á götum og torgum til að krefjast þess að ofbeldisverkunum linni, sem krefjast þess af ríkisstjórnum sínum að þær aðhafist eitthvað, sem krefjast þess að hið svokallaða alþjóðasamfélag grípi í taumana, þetta sama alþjóðasamfélag og m.a. var vísað til þegar réttlæta þurfti loftárásirnar á Júgóslavíu 1999? Á nokkrum vefsíðum (hér, hér og hér) hefur verið reynt að taka saman upplýsingar um mótmælaaðgerðir víðs vegar um heim og kemur þó eflaust fram aðeins brot af þeim. En við, sem söfnumst saman við bandaríska sendiráðið í dag kl. hálf sex, megum vita að í dag eru einnig a.m.k. mótmælafundir í Lundúnum, Vín, München, Hannover, París, Toulouse, Boston, Fíladelfíu og New York. Á morgun og sunnudag hafa verið boðaðar mótmælaaðgerðir í mörgum löndum og víða eru daglegar mótmælastöður

Færslur

SHA_forsida_top

Breskur almenningur andvígur endurnýjun kjarnorkuvopna

Breskur almenningur andvígur endurnýjun kjarnorkuvopna

Kertafleyting í Reykjavík og Akureyri í kvöld, 9. ágúst, kl. 22:30 – sjá hér …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Árleg kertafleyting samstarfshóps friðarhreyfinga á Reykjavíkurtjörn.

SHA_forsida_top

Forkastanlegt framferði lögreglu gagnvart mótmælendum og ferðamönnum

Forkastanlegt framferði lögreglu gagnvart mótmælendum og ferðamönnum

Friðarvefurinn tekur undir þá gagnrýni sem fram hefur komið á aðgerðir lögreglu gagnvart mótmælendum á …

SHA_forsida_top

Náttúruverndarsamtök á Norðurlöndum: Varnarsvæði skulu hreinsuð á kostnað mengunarvalds

Náttúruverndarsamtök á Norðurlöndum: Varnarsvæði skulu hreinsuð á kostnað mengunarvalds

Fundur Landverndar og sex norrænna náttúruverndarsamtaka sem haldin var í Færeyjum dagana 31. júlí – …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavík og Akureyri 9. ágúst

Kertafleyting á Reykjavík og Akureyri 9. ágúst

verður haldin við Tjörnina í Reykjavík og á Akureyri við tjörnina framan við …

SHA_forsida_top

Undirskriftasafnanir vegna stríðsins í Miðausturlöndum

Undirskriftasafnanir vegna stríðsins í Miðausturlöndum

Um allan heim leita menn leiða til að stöðva blóðbaðið í Líbanon og Palestínu. Því …

SHA_forsida_top

Viðskiptabann á Ísrael

Viðskiptabann á Ísrael

Í grein eftir Þorleif Gunnlaugsson, formann Vinstrihreyfingarinnar græns farmboðs í Reykjavik, á heimasíðu Ögmundar Jónassonar …

SHA_forsida_top

Mótmælaaðgerðir víða um heim – 100.000 manns í Lundúnum

Mótmælaaðgerðir víða um heim – 100.000 manns í Lundúnum

Í dag, laugadaginn 5. ágúst, eru víða mótmælaaðgerðir gegn ofbeldi Ísrales í Líbanon og Palestínu. …

SHA_forsida_top

Fundur utanríkismálanefndar 2. ágúst

Fundur utanríkismálanefndar 2. ágúst

Í morgun, 2. ágúst, kom utanríkismálanefnd Alþingis saman að beiðni þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs til …

SHA_forsida_top

Bechtel, gróðapungar kjarnorkuvopnanna

Bechtel, gróðapungar kjarnorkuvopnanna

Bandarískar friðarhreyfingar leggja áherslu á að dagana 6.-9. ágúst verði höfð uppi mótmæli við …

SHA_forsida_top

Stöðvið morðin núna

Stöðvið morðin núna

Ávarp Ögmundar Jónassonar á mótmælafundi gegn árásum Ísraels á Líbanon fundi við bandaríska sendiráðið …

SHA_forsida_top

Ríkisstjórnin og Líbanon: Betur má ef duga skal

Ríkisstjórnin og Líbanon: Betur má ef duga skal

Í eftirfarandi grein, sem birtist í Morgunblaðinu 1. ágúst 2006, gagnrýnir Ögmundur Jónasson þingmaður …

SHA_forsida_top

Blekkingar í þágu lögregluríkis á Íslandi

Blekkingar í þágu lögregluríkis á Íslandi

Elías Davíðsson, 30. júlí 2006 Sunnudaginn, 23. júlí 2006, birti Morgunblaðið „Reykjavíkurbréf“ sem þandi sig …

SHA_forsida_top

Hve margir voru á fundinum við bandaríska sendiráðið?

Hve margir voru á fundinum við bandaríska sendiráðið?

Í dálkinum „Frá degi til dags“ í Fréttablaðinu 30. júlí veltir blaðamaður fyrir sér fjölda …

SHA_forsida_top

Hvað er ályktun 377?

Hvað er ályktun 377?

Bent hefur verið á þann möguleika að kalla saman Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna vegna stríðsins í …