BREYTA

Mótmæli gegn heræfingum NATO þriðjudaginn 14. ágúst kl. 17

nato nei Safnast verður saman við norska sendiráðið (við Fjólugötu), þriðjudaginn 14. ágúst kl. 17. Þaðan verður gengið að sendiráðum Bandaríkjanna, Danmerkur og loks numið staðar við Stjórnarráðið og húsráðendum á hverjum stað tjáð andstaða íslenskra friðarsinna. Hernaðarandstæðingar eru hvattir til að mæta og mótmæla heræfingunum. Æfingar af þessum toga eru ekki aðeins aðferð herveldanna til að þjálfa herlið sitt heldur einnig til að staðfesta áhrifasvæði sitt og berast á gagnvart raunverulegum og ímynduðum andstæðingum. Þeim fylgir mengun, ónæði og hætta. Þær eru skaðlegar hagsmunum Íslands og íslensku þjóðarinnar. Sami Bandaríkjaher og er blóðugur upp fyrir axlir í Írak þjálfar hermenn sína á Íslandi. Sömu NATO-herir og æfa sig í lofthernaði yfir Íslandi bera ábyrgð á stórfelldu mannfalli meðal óbreyttra borgara í Afganistan – ekki sist með lofthernaði. NATO á að heita varnarbandalag en hefur aldrei háð varnarstríð. Þvert á móti verður ekki betur séð en að það sérhæfi sig í árásarstríðum. Milljónatugum af íslensku almannafé er varið til að borga undir erlenda heri á Íslandi. Síðustu ár hafa íslensk stjórnvöld stigið æ fleiri skref í átt til aukinna hernaðarafskipta á vegum Íslands. Nú þegar ekki er lengur fastaher á Íslandi róa ráðamenn að því öllum árum að hér séu sem tíðastar og mestar heræfingar. Utanríkisráðherra segir að Ísland sé herlaust land. Samt samþykkir hún að hér komi orrustuþotur fjórum sinnum á ári. Hún segir að Ísland sé utan stórra valdablokka. Samt samþykkir hún veru Íslands í NATO. ÍSLAND ÚR NATÓ - ENGAN HER! Sjá Ályktun SHA frá 26. júlí

Færslur

SHA_forsida_top

Rússar hætta við flotaæfingar við Ísland

Rússar hætta við flotaæfingar við Ísland

Ekki verður annað séð af neðangreindri frétt Fréttablaðsins í dag en ályktanir og aðgerðir …

SHA_forsida_top

Velheppnuð mótmælastaða við bandaríska sendiráðið

Velheppnuð mótmælastaða við bandaríska sendiráðið

Um fjögur hundruð manns komu saman fyrir framan sendiráð Bandaríkjanna kl. 17:30 í dag. Ögmundur …

SHA_forsida_top

Utanríkisráðherra vill vopnahlé í Libanon

Utanríkisráðherra vill vopnahlé í Libanon

Við vorum þungorð í garð Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra hér á Friðarvefnum fyrr í dag. Það …

SHA_forsida_top

Vinstri græn fara fram á fund í utanríkisnefnd

Vinstri græn fara fram á fund í utanríkisnefnd

Þingflokkur VG hefur sent frá sér ályktun vegna árása Ísraels á Líbanon og farið fram …

SHA_forsida_top

Mótmælastaða við bandaríska sendiráðið í dag, föstudag, kl. 17:30 - Fjölmennum!

Mótmælastaða við bandaríska sendiráðið í dag, föstudag, kl. 17:30 - Fjölmennum!

Samtök herstöðvaandstæðinga hafa boðað til mótmælastöðu við bandaríska sendiráðið í dag, föstudaginn 28. júlí, kl. …

SHA_forsida_top

Mótmælastaða við sendiráð BNA

Mótmælastaða við sendiráð BNA

Stríðsrekstri Ísraela í Líbanon mótmælt við sendiráð Bandaríkjanna, sem styðja hernaðinn með ráðum og dáð.

SHA_forsida_top

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórn Dagfara, tímarits SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Samtök herstöðvaandstæðinga boða til mótmælastöðu við bandaríska sendiráðið kl. 17.30 á föstudaginn

Samtök herstöðvaandstæðinga boða til mótmælastöðu við bandaríska sendiráðið kl. 17.30 á föstudaginn

Samtök herstöðvaandstæðinga boða til mótmælastöðu við bandaríska sendiráðið kl. 17.30 föstudaginn 28. júlí. Jafnframt …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. kertafleytingar

Undirbúningsfundur v. kertafleytingar

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi til að undirbúa kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn.

SHA_forsida_top

Þingflokkur Samfylkingarinnar skorar á ríkisstjórnina að beita sér gegn mannréttindabrotum Ísraela

Þingflokkur Samfylkingarinnar skorar á ríkisstjórnina að beita sér gegn mannréttindabrotum Ísraela

Í ályktun sem þingflokkur Samfylkingarinnar hefur sent frá sér er skorað á ríkisstjórn Íslands að …

SHA_forsida_top

Árásirnar á Líbanon, undirskriftasafnanir, mótmælaaðgerðir víða um heim, ein prédikun og myndir

Árásirnar á Líbanon, undirskriftasafnanir, mótmælaaðgerðir víða um heim, ein prédikun og myndir

Hörmulegt hefur verið að fylgjast með árásum Ísraelshers á grannríkið Líbanon undanfarna daga. Hernaður þessi …

SHA_forsida_top

Hver er afstaða íslenskra stjórnvalda?

Hver er afstaða íslenskra stjórnvalda?

Á hverjum degi berast nýjar fregnir af voðaverkum Ísraelshers í Líbanon og þeim hörmungum sem …

SHA_forsida_top

Draumur herforingjanna

Draumur herforingjanna

Stun ber á góma, að það hafi þrátt fyrir allt verið tiltölulega öruggur tími. Rökin …

SHA_forsida_top

Varnarsamningurinn og NATO

Varnarsamningurinn og NATO

eftir Vigfús Geirdal Birtist í Morgunblaðinu 13. júlí 2006 Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherraefni Samfylkingarinnar …

SHA_forsida_top

Niður með múrinn! Stöðvið stríðsglæpina!

Niður með múrinn! Stöðvið stríðsglæpina!

Mótmælafundur, fimmtudaginn 13. júlí á Austurvelli kl. 17:30 Síðastliðinn sunnudag (9. júlí) voru 2 ár …