BREYTA

Mótmæli gegn heræfingum NATO þriðjudaginn 14. ágúst kl. 17

nato nei Safnast verður saman við norska sendiráðið (við Fjólugötu), þriðjudaginn 14. ágúst kl. 17. Þaðan verður gengið að sendiráðum Bandaríkjanna, Danmerkur og loks numið staðar við Stjórnarráðið og húsráðendum á hverjum stað tjáð andstaða íslenskra friðarsinna. Hernaðarandstæðingar eru hvattir til að mæta og mótmæla heræfingunum. Æfingar af þessum toga eru ekki aðeins aðferð herveldanna til að þjálfa herlið sitt heldur einnig til að staðfesta áhrifasvæði sitt og berast á gagnvart raunverulegum og ímynduðum andstæðingum. Þeim fylgir mengun, ónæði og hætta. Þær eru skaðlegar hagsmunum Íslands og íslensku þjóðarinnar. Sami Bandaríkjaher og er blóðugur upp fyrir axlir í Írak þjálfar hermenn sína á Íslandi. Sömu NATO-herir og æfa sig í lofthernaði yfir Íslandi bera ábyrgð á stórfelldu mannfalli meðal óbreyttra borgara í Afganistan – ekki sist með lofthernaði. NATO á að heita varnarbandalag en hefur aldrei háð varnarstríð. Þvert á móti verður ekki betur séð en að það sérhæfi sig í árásarstríðum. Milljónatugum af íslensku almannafé er varið til að borga undir erlenda heri á Íslandi. Síðustu ár hafa íslensk stjórnvöld stigið æ fleiri skref í átt til aukinna hernaðarafskipta á vegum Íslands. Nú þegar ekki er lengur fastaher á Íslandi róa ráðamenn að því öllum árum að hér séu sem tíðastar og mestar heræfingar. Utanríkisráðherra segir að Ísland sé herlaust land. Samt samþykkir hún að hér komi orrustuþotur fjórum sinnum á ári. Hún segir að Ísland sé utan stórra valdablokka. Samt samþykkir hún veru Íslands í NATO. ÍSLAND ÚR NATÓ - ENGAN HER! Sjá Ályktun SHA frá 26. júlí

Færslur

SHA_forsida_top

Um orðið varnarlið

Um orðið varnarlið

Erindi Árna Björnssonar á herkveðjuhátíð í RÁNNI Keflavík 22. apríl 2006 Það kom fólki …

SHA_forsida_top

Herinn fer, fögnum nýjum tækifærum

Herinn fer, fögnum nýjum tækifærum

Erindi Jóhanns Geirdal á herkveðjuhátíð í RÁNNI Keflavík 22. apríl 2006 Komið þið sæl og …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þennan dag

SHA_forsida_top

Gott ár hjá Njarðvíkingum

Gott ár hjá Njarðvíkingum

Á velheppnaðri herkveðjuhátíð Vinstri grænna á Suðurnesjum sem haldin var á Ránni í Keflavík í …

SHA_forsida_top

Keflavíkurflugvöllur - brottför hersins, viðbrögð og möguleikar

Keflavíkurflugvöllur - brottför hersins, viðbrögð og möguleikar

eftir Jóhann Geirdal Eftirfarandi greinaflokkur eftir Jóhann Geirdal, bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ, birtist á vefritinu …

SHA_forsida_top

Velheppnuð herkveðjuhátíð í Keflavík

Velheppnuð herkveðjuhátíð í Keflavík

Húsfyllir var á veitingahúsinu Ránni í Keflavík laugardaginn 22. apríl þegar herstöðvaandstæðingar á Suðurnesjum héldu …

SHA_forsida_top

Herkveðjuhátíð á Ránni, Keflavík, laugardaginn 22. apríl kl. 13-17

Herkveðjuhátíð á Ránni, Keflavík, laugardaginn 22. apríl kl. 13-17

Vinstri græn á Suðurnesjum standa fyrir herkveðjuhátíð á Ránni í Keflavík nk. laugardag kl. 13-17. …

SHA_forsida_top

Fjórða evrópska samfélagþingið í Aþenu 4.-7. maí

Fjórða evrópska samfélagþingið í Aþenu 4.-7. maí

Evrópskir herstöðvaandstæðingar á samfélagsþinginu í Aþenu Fjórða Evrópska samfélagsþingið (European Social Forum - …

SHA_forsida_top

Friðarpípa á laugardegi

Friðarpípa á laugardegi

Friðarpípan, spurningakeppni SHA í Friðarhúsi. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

Dagskrá í Friðarhúsi

Dagskrá í Friðarhúsi

SHA skipuleggur dagskrá í Friðarhúsi á miðvikudögum.

SHA_forsida_top

Frá SHA - nóg við að vera um páskana

Frá SHA - nóg við að vera um páskana

Friðarpípan í Friðarhúsi 15. apríl Páskarnir eru tími ferðalaga. Friðarsinnar sem hyggjast halda sig í …

SHA_forsida_top

Alþingi: skýrsla utanríkisráðherra

Alþingi: skýrsla utanríkisráðherra

Í dag, 6. apríl, flutti utanríkisráðherra munnlega skýrslu um utanríkismál á Alþingi. Ræðu ráðherrans og …

SHA_forsida_top

Viðræðurnar um framtíð herstöðvarinnar

Viðræðurnar um framtíð herstöðvarinnar

Ekkert samráð við stjórnarandstöðuna Ekki virðist það nú hafa vakið mikinn ugg hjá þjóðinni …

SHA_forsida_top

Lágfóta dældirnar smó - Fox-fréttamennska á NFS

Lágfóta dældirnar smó - Fox-fréttamennska á NFS

Kristinn Schram og Kolbeinn Óttarsson Proppé fjalla um fréttaflutning af fundum andstæðinga Íraksstríðsins …

SHA_forsida_top

Þingsályktunartillaga um yfirtöku Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar

Þingsályktunartillaga um yfirtöku Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar

Fimmtudaginn 30. mars var tekin fyrir á Alþingi þingsályktunartillaga Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um yfirtöku …