BREYTA

Mun Ísland halda áfram þátttöku í starfsemi NATO í Írak?

natoterror Á fundi Alþingis 4. júní beindi þingmaður VG, Katrín Jakobsdóttir, þeirri fyrirspurn til utanríkisráðherra, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, hvort þær heimildir, sem fyrri ríkisstjórn veitti til að bandarísk stjórnvöld mættu nýta íslenska lögsögu, lofthelgi og flugvelli til flutninga vegna innrásarstríðsins í Írak, hefðu verið teknar aftur eða til stæði að afturkalla þær. Svar utanríkisráðherra var svohljóðandi: „Eftir því sem mér er best kunnugt voru þessar heimildir veittar þegar Íslendingar studdu innrásina í Írak og voru þá í gildi um ákveðinn tíma en slíkar heimildir eru ekki í gildi lengur. Það eru auðvitað breyttar aðstæður líka í Keflavík eftir að herinn hvarf af landi brott og nú mun það vera til sérstakrar skoðunar hvernig slíkum heimildum verði háttað í framtíðinni.“ (Tilvitnun eftir bráðabirgðaútgáfu á vef Alþingis). „Slíkar heimildir eru ekki í gildi lengur,“ segir utanríkisráðherra. Þessi yfirlýsing er þýðingarmikil þótt ekki komi fram fram hvenær þær voru felldar úr gildi. Í framhaldi af þessari yfirlýsingu utanríkisráðherra og yfirlýsingu ráðherrans frá 31. maí um að ríkisstjórn Íslands styðji ekki lengur stríðsreksturinn í Írak væri fróðlegt að fá svör við því hvað sé átt við með því að ríkisstjórnin vilji „leggja lóð á vogarskálar friðar í Írak og Miðausturlöndum, m.a. með þátttöku í mannúðar- og uppbyggingarstarfi,“ eins og segir í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Eins og kunnugt er hefur NATO verið með starfsemi í Írak, þótt ekki sé um formlega „friðargæslu að ræða“ eins og í Afganistan. Íslendingar hafa tekið þátt í þessari starfsemi, m.a með því að leggja til starfsmenn. Augljóslega er starfsemi NATO ekki óháð hagsmunum Bandaríkjanna þar sem Bandaríkin eru ótvírætt forysturíki í NATO. Því hlýtur það að vera rökrétt framhald af þeirri ákvörðun að hætta að styðja stríðsreksturinn í Írak, að Ísland hætti þátttöku í starfsemi NATO í Írak og beini kröftum sínum að öðrum vettvangi, vettvangi sem er óháður Bandaríkjunum. Einar Ólafsson Um starfsemi NATO í Írak, sjá: „NATO’s assistance to Iraq“ á vef NATO. „Íslendingar taka beinan þátt í stríðinu í Írak – og leggja til einn hermann“ á Friðarvefnum 21. mars 2007.

Færslur

SHA_forsida_top

Sprengjurnar

Sprengjurnar

Uppgjöf Japana var yfirvofandi, það var í raun engin ástæða fyrir okkur að beita þessu …

SHA_forsida_top

Hiroshima og Nagasaki enn í umræðunni

Hiroshima og Nagasaki enn í umræðunni

60 ár verða senn liðin frá kjarnorkuárásunum á Hiroshima og Nagasaki. Afmæli þessara hræðilegu sprenginga, …

SHA_forsida_top

Enn er unnið að stofnun Friðarhúss

Enn er unnið að stofnun Friðarhúss

Á síðustu landsráðstefnum SHA hafa verið samþykktar ályktanir þess efnis að unnið skuli að því …

SHA_forsida_top

SHA andæfa herskipaheimsókn

SHA andæfa herskipaheimsókn

Það ætti ekki að hafa farið fram hjá fréttaáhorfendum að rússnesk herskip halda til í …

SHA_forsida_top

Ályktun vegna kom rússneskra herskipa til Reykjavíkur

Ályktun vegna kom rússneskra herskipa til Reykjavíkur

Samtök herstöðvaandstæðinga mótmæla komu rússnesku herskipanna Levtsjenkó aðmíráls og Vjazma til Reykjavíkur og árétta að …

SHA_forsida_top

„Stríðið gegn hryðjuverkum“ kallar á hryðjuverk

„Stríðið gegn hryðjuverkum“ kallar á hryðjuverk

Hryðjuverkin í Lundúnum í morgun, þann 7. júlí 2005, eru óafsakanleg. Slíkan verknað, sem bitnar …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnabúr Rússlands

Kjarnorkuvopnabúr Rússlands

Bulletin of the Atomic Scientist er virtasta tímarit á sviði umfjöllunar um kjarnorkuvopnamál. Tímaritið er …

SHA_forsida_top

Ályktun frá miðnefnd SHA

Ályktun frá miðnefnd SHA

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga fordæmir misbeitingu lögreglu og dómstóla á gæsluvarðhaldi yfir Bretanum Paul Gill vegna …

SHA_forsida_top

Athyglisverð yfirlýsing Þorsteins Pálssonar

Athyglisverð yfirlýsing Þorsteins Pálssonar

Ráðstefna stjórnarskrárnefndar með fulltrúum frjálsra félagasamtaka var haldin að Hótel Loftleiðum í gær, laugardag. Samtök …

SHA_forsida_top

Stjórnarskrárnefnd fundar

Stjórnarskrárnefnd fundar

Um helgina efnir stjórnarskárnefnd til málþings, þar sem fulltrúar ýmissa félagasamtaka sem gert hafa athugasemdir …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnalaus Evrópa?

Kjarnorkuvopnalaus Evrópa?

Endurskoðunarráðstefnu NPT-samningsins um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna sem hófst í New York 2. maí lauk …

SHA_forsida_top

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

Þegar þetta er skrifað stendur yfir í New York ráðstefna um endurskoðun samningsins um bann …

SHA_forsida_top

Listi þeirra sem sáu að sér

Listi þeirra sem sáu að sér

Þessi grein Einars Ólafssonar, ritara SHA, birtist í fréttablaðinu 28. janúar sl. Það er svolítið …

SHA_forsida_top

Fimmtudagsfundur í Friðarhúsi

Fimmtudagsfundur í Friðarhúsi

SHA stendur fyrir fundum í Friðarhúsi öll fimmtudagskvöld. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Ályktanir landsráðstefnu SHA 2004

Ályktanir landsráðstefnu SHA 2004

Samtök herstöðvaandstæðinga bjóða ráðherrum áfallahjálp Öllum þeim sem fylgst hafa með fréttum undanfarin misseri er …