BREYTA

Mýkri ásýnd friðargæslunnar?

Friðargæslan Þeim tíðindum ber að fagna, sem berast frá utanríkisráðuneytinu, að nú eigi að mýkja ásýnd íslensku friðargæslunnar. Það er gott, svo langt sem það nær, og væntanlega viðbrögð við þeirri miklu gagnrýni sem hefur komið fram á hervæðingu friðargæslunnar. Það er þó ekki nóg að ásýndinni sé breytt. Víst er það gott að við sendum ljósmæður í stað vopnaðra jeppamanna með mæjorstign og þess háttar. Nema ljósmæðurnar verði líka með mæjorstign? En það virðist ljóst, að áfram á að taka þátt í hinni svonefndu friðargæslu NATO, m.a. í Afganistan þar sem Íslendingar halda áfram að stjórna alþjóðaflugvellinnum í Kabúl þar til Afganar taka við honum. Í raun er fráleitt að tala um friðargæslu NATO í Afganistan. Eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september 2001 lýsti NATO því yfir í fyrsta sinn að um væri að ræða árás á öll NATO-ríkin í samræmi við 5. grein NATO-samningsins. NATO varð aðili að viðbrögðum Bandaríkjanna við þessum atburðum þó svo að NATO kæmi ekki formlega að innrásinni í Afganistan. En þegar NATO lætur til sín taka í Afganistan sem friðargæslulið eftir innrásina, þá er það bara gervi, ásýnd: NATO-liðið í Afganistan er ekkert annað en hernámslið sem nú stendur í blóðugri styrjöld og hinir svokölluðu íslensku friðargæsluliðar á Kabúl-flugvelli eru hluti af þessu hernámsliði og standa þannig að hinni blóðugu styrjöld í Afganistan þó svo þeir hafi ekki enn beitt vopnum sínum. Það er ekki nóg að þetta gervi eða ásýnd verði mýkt upp, það er ekki nóg að fara úr herbúningi í ljósmæðrabúning. Það verður bæði að kasta gervinu og ganga úr þessu hlutverki. Íslenska friðargæsluliðið á ekki að vera hluti af NATO-liði, hernaðarbandalagi sem þykist vera friðargæslulið. eó

Færslur

SHA_forsida_top

Kertafleytingar í Reykjavík og Akureyri

Kertafleytingar í Reykjavík og Akureyri

Árið 1985 var kertum í fyrsta sinn fleytt hér á landi í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna …

SHA_forsida_top

Baráttan gegn Trident í Skotlandi - Fundur í Odda 5. ágúst

Baráttan gegn Trident í Skotlandi - Fundur í Odda 5. ágúst

Þrjátíu ár eru liðin frá fyrstu kertafleytingunni á Reykjavíkurtjörn. Að því tilefni hefur Samstarfshópur friðarhreyfinga …

SHA_forsida_top

Árásir á Kúrda og ábyrgð Íslands

Árásir á Kúrda og ábyrgð Íslands

 Ályktun frá miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga: Miðausturlandastríðið sem staðið hefur sleitulítið frá innrás Bandaríkjanna og bandalagsþjóða …

SHA_forsida_top

Innrásin í Sýrland

Innrásin í Sýrland

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um málefni Sýrlands. Aðsendar …

SHA_forsida_top

SHA og þjóðaröryggisstefnan

SHA og þjóðaröryggisstefnan

Um langt skeið hefur verið rætt um að samþykkja þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland og stóð vinna …

SHA_forsida_top

Tvískinnungur varðandi klasasprengjur

Tvískinnungur varðandi klasasprengjur

Á dögunum var óskað eftir því að Samtök hernaðarandstæðinga veittu umsögn sína um frumvarp varðandi …

SHA_forsida_top

Miðnefnd SHA fundar

Miðnefnd SHA fundar

Miðvikudagskvöldið 29. apríl kl. 20 kemur miðnefnd SHA saman til reglulegs fundar í Friðarhúsi. Samkvæmt …

SHA_forsida_top

1. maí kaffi SHA 2015

1. maí kaffi SHA 2015

Morgunkaffi SHA á 1. maí er víðfræg samkoma og í hugum margra ómissandi hluti af …

SHA_forsida_top

Málsverður aprílmánaðar

Málsverður aprílmánaðar

Aprílmálsverður Friðarhúss, föstudaginn 24. nk., verður glæsilegur að vanda. Skagamaðurinn og pottahvíslarinn Geir Guðjónsson sér …

SHA_forsida_top

Óhefðbundinn hernaður: hernaður nútímans

Óhefðbundinn hernaður: hernaður nútímans

Jón Karl Stefánsson, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þessa grein um upplýsingar úr Wikileaks um …

SHA_forsida_top

Ályktun SHA um norrænt hernaðarbandalag

Ályktun SHA um norrænt hernaðarbandalag

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla harðlega að Ísland hafi ákveðið að ganga til samstarfs við Norðurlöndin um …

SHA_forsida_top

Ályktun um stríð í Jemen

Ályktun um stríð í Jemen

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á opnum miðnefndarfundi SHA 31. mars 2015. Samtök hernaðarandstæðinga fordæma …

SHA_forsida_top

Fyrsti fundur nýrrar miðnefndar

Fyrsti fundur nýrrar miðnefndar

Fyrsti fundur nýrrar miðnefndar SHA verður haldinn í Friðarhúsi þriðjudagskvöldið 31. mars kl. 20. Samkvæmt …

SHA_forsida_top

Marsmálsverður Friðarhúss

Marsmálsverður Friðarhúss

Félagar í MFÍK munu sjá um matseldina í næsta fjáröflunarmálsverði Friðarhúss föstudaginn 27. mars n.k. …

SHA_forsida_top

Nýr formaður SHA

Nýr formaður SHA

Þau tíðindi urðu á landsfundi SHA í Friðarhúsi þann 18. mars sl. að nýr formaður …