BREYTA

Mýkri ásýnd friðargæslunnar?

Friðargæslan Þeim tíðindum ber að fagna, sem berast frá utanríkisráðuneytinu, að nú eigi að mýkja ásýnd íslensku friðargæslunnar. Það er gott, svo langt sem það nær, og væntanlega viðbrögð við þeirri miklu gagnrýni sem hefur komið fram á hervæðingu friðargæslunnar. Það er þó ekki nóg að ásýndinni sé breytt. Víst er það gott að við sendum ljósmæður í stað vopnaðra jeppamanna með mæjorstign og þess háttar. Nema ljósmæðurnar verði líka með mæjorstign? En það virðist ljóst, að áfram á að taka þátt í hinni svonefndu friðargæslu NATO, m.a. í Afganistan þar sem Íslendingar halda áfram að stjórna alþjóðaflugvellinnum í Kabúl þar til Afganar taka við honum. Í raun er fráleitt að tala um friðargæslu NATO í Afganistan. Eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september 2001 lýsti NATO því yfir í fyrsta sinn að um væri að ræða árás á öll NATO-ríkin í samræmi við 5. grein NATO-samningsins. NATO varð aðili að viðbrögðum Bandaríkjanna við þessum atburðum þó svo að NATO kæmi ekki formlega að innrásinni í Afganistan. En þegar NATO lætur til sín taka í Afganistan sem friðargæslulið eftir innrásina, þá er það bara gervi, ásýnd: NATO-liðið í Afganistan er ekkert annað en hernámslið sem nú stendur í blóðugri styrjöld og hinir svokölluðu íslensku friðargæsluliðar á Kabúl-flugvelli eru hluti af þessu hernámsliði og standa þannig að hinni blóðugu styrjöld í Afganistan þó svo þeir hafi ekki enn beitt vopnum sínum. Það er ekki nóg að þetta gervi eða ásýnd verði mýkt upp, það er ekki nóg að fara úr herbúningi í ljósmæðrabúning. Það verður bæði að kasta gervinu og ganga úr þessu hlutverki. Íslenska friðargæsluliðið á ekki að vera hluti af NATO-liði, hernaðarbandalagi sem þykist vera friðargæslulið. eó

Færslur

SHA_forsida_top

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir? - III.hluti, varalögregla & leyniþjónusta

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir? - III.hluti, varalögregla & leyniþjónusta

Í aðdraganda Alþingiskosninga 2007 sendi miðnefnd SHA spurningalista til íslensku stjórnmálaflokkanna, þar sem þeir voru …

SHA_forsida_top

Alþjóðleg ráðstefna í Prag gegn hervæðingu Evrópu

Alþjóðleg ráðstefna í Prag gegn hervæðingu Evrópu

Síðastliðinn laugardag, 5. maí, var haldin í Prag alþjóðleg ráðstefna gegn hervæðingu Evrópu. Tékkneskir hernaðarandstæðingar …

SHA_forsida_top

Vestrænt siðferði í verki

Vestrænt siðferði í verki

Bandaríska ríkið veitti helmingi meira fé til að rannsaka ástarleiki Bill Clintons, fyrrv. forseta Bandaríkjanna, …

SHA_forsida_top

Undirskriftasöfnun til að enda martröðina

Undirskriftasöfnun til að enda martröðina

Eftir innrás Bandaríkjanna og fleiri ríkja í Írak 2003 var settur upp dómstóll í anda …

SHA_forsida_top

Pétur Pétursson. Kveðja frá SHA

Pétur Pétursson. Kveðja frá SHA

Samtök hernaðarandstæðinga minnast með virðingu Péturs Péturssonar sem borinn var til hinstu hvílu í dag …

SHA_forsida_top

Opinn félagsfundur MFÍK

Opinn félagsfundur MFÍK

Fundurinn hefst með sameiginlegu borðhaldi. Listakokkurinn Ruby (Veróníka S.K. Palaniandy) mun sjá um matseldina ásamt …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útláni

SHA_forsida_top

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir? - II. hluti, Ísland og NATO

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir? - II. hluti, Ísland og NATO

Í aðdraganda Alþingiskosninga 2007 sendi miðnefnd SHA spurningalista til íslensku stjórnmálaflokkanna, þar sem þeir voru …

SHA_forsida_top

Rússar og NATO í nýtt kalt stríð?

Rússar og NATO í nýtt kalt stríð?

Rússar og NATO í nýtt kalt stríð? Þetta er fyrirsögn á fréttasíðum Textavarps Ríkisútvarpsins í …

SHA_forsida_top

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir – I.hluti, varnarsamningur Íslands og BNA

Hverju svara stjórnmálaflokkarnir – I.hluti, varnarsamningur Íslands og BNA

Í aðdraganda Alþingiskosninga 2007 sendi miðnefnd SHA spurningalista til íslensku stjórnmálaflokkanna, þar sem þeir voru …

SHA_forsida_top

1. maí - til baráttu fyrir réttlæti, velferð og friði

1. maí - til baráttu fyrir réttlæti, velferð og friði

SHA_forsida_top

1. maí kaffi SHA 2007

1. maí kaffi SHA 2007

Munið 1. maí kaffi Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsi frá kl. 11. Setið verður að …

SHA_forsida_top

Kröfuspjaldasmiðja Friðarhúsi mánudagskvöld kl. 8

Kröfuspjaldasmiðja Friðarhúsi mánudagskvöld kl. 8

Samtök herstöðvaandstæðinga, nú hernaðarandstæðinga (SHA), hafa löngum verið áberandi með boðskap sinn fyrir …

SHA_forsida_top

Bókun Steingríms J. Sigfússonar á 1229. fundi utanríkismálanefndar, 24. apríl 2007, um öryggismál á Norður-Atlantshafi

Bókun Steingríms J. Sigfússonar á 1229. fundi utanríkismálanefndar, 24. apríl 2007, um öryggismál á Norður-Atlantshafi

Undirritaður, fulltrúi þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í utanríkismálanefnd, er því að sjálfsögðu fylgjandi að …

SHA_forsida_top

Fréttatilkynning utanríkisráðuneytisins vegna undirritunar samkomulags við Dani og Norðmenn um samstarf á sviði öryggismála

Fréttatilkynning utanríkisráðuneytisins vegna undirritunar samkomulags við Dani og Norðmenn um samstarf á sviði öryggismála

Undirritun við Dani og Norðmenn um samstarf á sviði öryggismála 26.4.2007 FRÉTTATILKYNNING frá utanríkisráðuneytinu Nr. …