BREYTA

Mýkri ásýnd friðargæslunnar?

Friðargæslan Þeim tíðindum ber að fagna, sem berast frá utanríkisráðuneytinu, að nú eigi að mýkja ásýnd íslensku friðargæslunnar. Það er gott, svo langt sem það nær, og væntanlega viðbrögð við þeirri miklu gagnrýni sem hefur komið fram á hervæðingu friðargæslunnar. Það er þó ekki nóg að ásýndinni sé breytt. Víst er það gott að við sendum ljósmæður í stað vopnaðra jeppamanna með mæjorstign og þess háttar. Nema ljósmæðurnar verði líka með mæjorstign? En það virðist ljóst, að áfram á að taka þátt í hinni svonefndu friðargæslu NATO, m.a. í Afganistan þar sem Íslendingar halda áfram að stjórna alþjóðaflugvellinnum í Kabúl þar til Afganar taka við honum. Í raun er fráleitt að tala um friðargæslu NATO í Afganistan. Eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september 2001 lýsti NATO því yfir í fyrsta sinn að um væri að ræða árás á öll NATO-ríkin í samræmi við 5. grein NATO-samningsins. NATO varð aðili að viðbrögðum Bandaríkjanna við þessum atburðum þó svo að NATO kæmi ekki formlega að innrásinni í Afganistan. En þegar NATO lætur til sín taka í Afganistan sem friðargæslulið eftir innrásina, þá er það bara gervi, ásýnd: NATO-liðið í Afganistan er ekkert annað en hernámslið sem nú stendur í blóðugri styrjöld og hinir svokölluðu íslensku friðargæsluliðar á Kabúl-flugvelli eru hluti af þessu hernámsliði og standa þannig að hinni blóðugu styrjöld í Afganistan þó svo þeir hafi ekki enn beitt vopnum sínum. Það er ekki nóg að þetta gervi eða ásýnd verði mýkt upp, það er ekki nóg að fara úr herbúningi í ljósmæðrabúning. Það verður bæði að kasta gervinu og ganga úr þessu hlutverki. Íslenska friðargæsluliðið á ekki að vera hluti af NATO-liði, hernaðarbandalagi sem þykist vera friðargæslulið. eó

Færslur

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Öryggisvottorð í þágu NATO

Öryggisvottorð í þágu NATO

Í dag, 7. nóv. 2006, birtist afar athyglisverð frétt á forsíðu Fréttablaðsins. Hún fjallar um …

SHA_forsida_top

Húsin á heiðinni

Húsin á heiðinni

Eftirfarandi grein Þorleifs Friðrikssonar sagnfræðings birtist í Morgunblaðinu 2. nóvember. Fleiri greinar um atvinnustarfsemi …

SHA_forsida_top

Kannski getum við gert upp sakirnar

Kannski getum við gert upp sakirnar

Eftirfarandi grein Ragnars Óskarssonar birtist í Morgunpósti VG 31. október. Líklega munum við flest …

SHA_forsida_top

Viðtal við Vigfús Geirdal um símhleranir og fleira á Morgunhananum

Viðtal við Vigfús Geirdal um símhleranir og fleira á Morgunhananum

Í þættinum Morgunhaninn á Útvarp Sögu 30. nóvember ræddi Jóhann Haukson við Vigfús Geirdal sagnfræðing …

SHA_forsida_top

Baráttan heldur áfram!

Baráttan heldur áfram!

Húsfyllir var á hinum mánaðarlega föstudagskvöldverði í Friðarhúsi 28. október. Kjartan Ólafsson fv. alþingismaður kom …

SHA_forsida_top

Hlerunarskjölin

Hlerunarskjölin

Hlerunarskjölin er hægt að nálgast á vefslóðinni http://www.skjalasafn.is/index.php?node=534

SHA_forsida_top

Staðið á blístri - legið á hleri

Staðið á blístri - legið á hleri

N.k. föstudagskvöld verður hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss. Matseðillinn er að vanda glæsilegur: Kjúklingasalat með austurlensku …

SHA_forsida_top

Aðalfundur húsfélags

Aðalfundur húsfélags

Aðalfundur húsfélagsins að Njálsgötu 87 verður haldinn í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Rokktónleikar í Friðarhúsi

Rokktónleikar í Friðarhúsi

Bókasafn Andspyrnu heldur rokktónleika í Friðarhúsi kl. 19-21.

SHA_forsida_top

NATO er ekki friðarbandalag

NATO er ekki friðarbandalag

Eftirfarandi grein Einars Ólafssonar birtist í Morgunblaðinu 21. október 2006. Þar hafði slæðst inn ein …

SHA_forsida_top

Bandaríkin, NATO og stríðið gegn hryðjuverkum

Bandaríkin, NATO og stríðið gegn hryðjuverkum

eftir Einar Ólafsson Prentvæn útgáfa Ný heimskipan: alger yfirráð Bandaríkjanna „Áður en Japanir …

SHA_forsida_top

Stríðið í Afganistan

Stríðið í Afganistan

Eftirfarandi grein Þórðar Sveinssonar birtist einnig á vefritinu MIR.IS. Í Afganistan ríkir enginn …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Í kvöld er Friðarhús í útláni.

SHA_forsida_top

Nýtt skref í frekari samvinnu NATO og Ísraels

Nýtt skref í frekari samvinnu NATO og Ísraels

NATO sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu 16. október síðastliðinn, sem hér birtist í lauslegri …