BREYTA

Mýkri ásýnd friðargæslunnar?

Friðargæslan Þeim tíðindum ber að fagna, sem berast frá utanríkisráðuneytinu, að nú eigi að mýkja ásýnd íslensku friðargæslunnar. Það er gott, svo langt sem það nær, og væntanlega viðbrögð við þeirri miklu gagnrýni sem hefur komið fram á hervæðingu friðargæslunnar. Það er þó ekki nóg að ásýndinni sé breytt. Víst er það gott að við sendum ljósmæður í stað vopnaðra jeppamanna með mæjorstign og þess háttar. Nema ljósmæðurnar verði líka með mæjorstign? En það virðist ljóst, að áfram á að taka þátt í hinni svonefndu friðargæslu NATO, m.a. í Afganistan þar sem Íslendingar halda áfram að stjórna alþjóðaflugvellinnum í Kabúl þar til Afganar taka við honum. Í raun er fráleitt að tala um friðargæslu NATO í Afganistan. Eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september 2001 lýsti NATO því yfir í fyrsta sinn að um væri að ræða árás á öll NATO-ríkin í samræmi við 5. grein NATO-samningsins. NATO varð aðili að viðbrögðum Bandaríkjanna við þessum atburðum þó svo að NATO kæmi ekki formlega að innrásinni í Afganistan. En þegar NATO lætur til sín taka í Afganistan sem friðargæslulið eftir innrásina, þá er það bara gervi, ásýnd: NATO-liðið í Afganistan er ekkert annað en hernámslið sem nú stendur í blóðugri styrjöld og hinir svokölluðu íslensku friðargæsluliðar á Kabúl-flugvelli eru hluti af þessu hernámsliði og standa þannig að hinni blóðugu styrjöld í Afganistan þó svo þeir hafi ekki enn beitt vopnum sínum. Það er ekki nóg að þetta gervi eða ásýnd verði mýkt upp, það er ekki nóg að fara úr herbúningi í ljósmæðrabúning. Það verður bæði að kasta gervinu og ganga úr þessu hlutverki. Íslenska friðargæsluliðið á ekki að vera hluti af NATO-liði, hernaðarbandalagi sem þykist vera friðargæslulið. eó

Færslur

SHA_forsida_top

Fjölmenni í morgunkaffi í Friðarhúsi 1. maí

Fjölmenni í morgunkaffi í Friðarhúsi 1. maí

Fjölmenni í morgunkaffi í Friðarhúsi 1. maí Fjölmenni var í morgunkaffi í Friðarhúsi 1. maí, …

SHA_forsida_top

Úlfshamir og sauðagærur

Úlfshamir og sauðagærur

Um samfelluna í utanríkisstefnu Bandaríkjanna Stefán Pálsson, formaður Samtaka herstöðvaandstæðinga, skrifaði grein á vefritið Múrinn …

SHA_forsida_top

Morgunkaffi SHA

Morgunkaffi SHA

Morgunkaffi SHA verður í Friðarhúsi og hefst kl. 11.

SHA_forsida_top

Munið morgunkaffið í Friðarhúsi 1. maí

Munið morgunkaffið í Friðarhúsi 1. maí

Að morgni 1. maí verður að venju morgunkaffi SHA. Það hefst kl. 11 í Friðarhúsi. …

SHA_forsida_top

1. maí: baráttudagur verkalýðsins, baráttudagur fyrir friði

1. maí: baráttudagur verkalýðsins, baráttudagur fyrir friði

Ritstjórnargrein Herstöðvaandstæðingar hafa löngum látið mikið á sér bera í kröfugöngu verkalýðsfélaganna 1. maí. …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi stendur yfir pottunum á fjáröflunarmálsverði Friðarhúss. Borðhald hefst. kl. 19.

SHA_forsida_top

Morgunfundur 1. maí á Akureyri

Morgunfundur 1. maí á Akureyri

Morgunfundur 1. maí 2006 Mongo sportbar, Kaupangi kl. 10.30 Stefna – félag vinstri manna heldur …

SHA_forsida_top

Upplausn bandamannaraka

Upplausn bandamannaraka

eftir Hugin Frey Þorsteinsson Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu 21. apríl 2006 Síðastliðin 60 …

SHA_forsida_top

Friður, réttlæti og lýðræði - New York 29. apríl

Friður, réttlæti og lýðræði - New York 29. apríl

Laugardaginn 29. apríl verður fjöldaganga og útifundur í New York fyrir friði, réttlæti og lýðræði. …

SHA_forsida_top

Munið morgunkaffið 1. maí

Munið morgunkaffið 1. maí

Að morgni 1. maí verður að venju morgunkaffi SHA. Það hefst kl. 11 í Friðarhúsi. …

SHA_forsida_top

Málsverður og morgunkaffi

Málsverður og morgunkaffi

Föstudagskvöldið 28. apríl verður fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi þar sem Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi sér um eldamennsku. …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórn Friðarhúss fundar til að undirbúa aðalfund.

SHA_forsida_top

Keflavíkurflugvöllur - brottför hersins, viðbrögð og möguleikar

Keflavíkurflugvöllur - brottför hersins, viðbrögð og möguleikar

Í dag, 26. apríl, setjast fulltrúar íslensku ríkisstjórnarinnar aftur niður með fulltrúum frá Bandaríkjunum til …

SHA_forsida_top

Spjallfundur um komandi haust

Spjallfundur um komandi haust

Almennur félagsfundur SHA til að ræða verkefni haustsins. Er herinn á förum? Hvernig er best …

SHA_forsida_top

Á döfinni

Á döfinni

Það er margt á seyði hjá SHA næstu vikuna, þótt sumarið sé komið smkv. dagatalinu. …