BREYTA

NATO 60 ára – evrópskir NATO-andstæðingar streyma til Strasbourg

neinzurnato Atlantshafsbandalagið, NATO, verður sextíu ára í vor. Það var stofnað 4. apríl 1949. Dagana 2. til 5. apríl verður leiðtogafundur NATO-ríkjanna haldinn í Strasbourg í Frakklandi og nágrannabænum Kehl í Þýskalandi. Um alla Evrópu hefur að undanförnu verið unnið að undirbúningi mótmælaaðgerða af þessu tilefni og hafa verið skipulagðar ferðir til Strasbourg víðsvegar að úr Evrópu. Dagskráin er þessi:
  • 1.-5. apríl. Mótmælabúðir í Strasbourg og ýmsar uppákomur alla þá daga.
  • 3. apríl. Mótmælaaðgerðir í Baden-Baden, skammt sunnan við Kehl, en þar verður utanríkisráðherrafundur og hátíðarkvöldverður.
  • 3. og 5. apríl. Alþjóðleg ráðstefna í Strasbourg.
  • 4. apríl. Alþjóðlegar mótmælaaðgerðir í miðborg Strasbourg undir kjörorðunum „Gegn stríði, gegn NATO!“
  • 4. apríl. Aðgerðir í anda borgaralegrar óhlýðni í Strasbourg í umsjá ýmissa samtaka.
Sjá nánar tilkynningu frá NO to NATO Nokkrir félagar í Samtökum hernaðarandstæðinga munu væntanlega fara til Strasbourg og taka þátt í þessum aðgerðum. Frést hefur að frönsk stjórnvöld ætli sér að banna þessar mótmælaaðgerðir. Sett hefur verið upp undirskriftasöfnun gegn banninu á netinu og er hægt að nálgast hana hér. Friðarvefurinn hvetur alla lesendur sína til að skrifa undir og vekja athygli á þessari undirskriftasöfnun. Menningar- og friðarsamtökin MFÍK hafa auglýst mótmælastöðu gegn NATO á Austurvelli kl. 12 á hádegi 30. mars, en þann dag samþykkti Alþingi aðild Íslands að NATO. Samtök hernaðarandstæðinga eru einnig að undirbúa aðgerðir hér á landi og verða þær kynntar nánar á næstunni. Nánari upplýsingar: NEIN zu NATO – NO to NATO – NON à L’OTAN Stop the War Coalition, Bretlandi War Resisters' International NATO – 60 Jahre sind 60 zu viel Netzwerk Friedenskooperative Block NATO

Færslur

SHA_forsida_top

Fótbolti í friðarhúsi

Fótbolti í friðarhúsi

HM í knattspyrnu stendur nú sem hæst. Ákveðið hefur verið að allir leikir keppninnar frá …

SHA_forsida_top

Hálf öld frá fyrstu Keflavíkurgöngunni

Hálf öld frá fyrstu Keflavíkurgöngunni

Þann 19. júní 1960 var í fyrsta sinn efnt til Keflavíkurgöngu frá hlið herstöðvarinnar á …

SHA_forsida_top

Stýrihópur Feministafélagsins

Stýrihópur Feministafélagsins

Stýrihópur Feministafélagsins fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Dagskráin á 1.maí

Dagskráin á 1.maí

Fyrsti maí er alltaf stór dagur hjá Samtökum hernaðarandstæðinga. Hið víðfræga morgunkaffi SHA verður haldið …

SHA_forsida_top

Rabbfundur miðvikudag & þéttur 1. maí

Rabbfundur miðvikudag & þéttur 1. maí

Fregnir frá hernumdu svæðunum - rabbfundur SHA um Palestínu og Ísrael Miðvikudagskvöldið 28. apríl …

SHA_forsida_top

Morgunkaffi SHA

Morgunkaffi SHA

Morgunkaffi SHA á 1.maí.

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

SHA_forsida_top

1.maí-málsverður í Friðarhúsi

1.maí-málsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss SHA, 1.maí.

SHA_forsida_top

Opinn félagsfundur MFÍK 4. maí í Friðarhúsi kl. 19.00

Opinn félagsfundur MFÍK 4. maí í Friðarhúsi kl. 19.00

Sigrún Sigurðardóttir menningarfræðingur fjallar um líf og reynslu flóttamanna út frá ljósmyndasýningunni heima - heiman …

SHA_forsida_top

Athyglisverð könnun

Athyglisverð könnun

„Margan hefur auður apað“, segir í Sólarljóðunum. Ekki er laust við að þessi spakmæli leiti …

SHA_forsida_top

RV í Friðarhúsi

RV í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (VS)

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (VS)

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (DÁ)

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (DÁ)

SHA_forsida_top

Ólýsanleg grimmd

Ólýsanleg grimmd

Upptakan af drápum bandaríska hersins á íröskum borgurum sem birt var um helgina á uppljóstraravefnum …

SHA_forsida_top

Þétt dagskrá framundan

Þétt dagskrá framundan

Það er margt á döfinni hjá hernaðarandstæðingum næstu daga. Dagskráin hefst föstudagskvöldið 26. mars með …