BREYTA

NATO 60 ára – evrópskir NATO-andstæðingar streyma til Strasbourg

neinzurnato Atlantshafsbandalagið, NATO, verður sextíu ára í vor. Það var stofnað 4. apríl 1949. Dagana 2. til 5. apríl verður leiðtogafundur NATO-ríkjanna haldinn í Strasbourg í Frakklandi og nágrannabænum Kehl í Þýskalandi. Um alla Evrópu hefur að undanförnu verið unnið að undirbúningi mótmælaaðgerða af þessu tilefni og hafa verið skipulagðar ferðir til Strasbourg víðsvegar að úr Evrópu. Dagskráin er þessi:
  • 1.-5. apríl. Mótmælabúðir í Strasbourg og ýmsar uppákomur alla þá daga.
  • 3. apríl. Mótmælaaðgerðir í Baden-Baden, skammt sunnan við Kehl, en þar verður utanríkisráðherrafundur og hátíðarkvöldverður.
  • 3. og 5. apríl. Alþjóðleg ráðstefna í Strasbourg.
  • 4. apríl. Alþjóðlegar mótmælaaðgerðir í miðborg Strasbourg undir kjörorðunum „Gegn stríði, gegn NATO!“
  • 4. apríl. Aðgerðir í anda borgaralegrar óhlýðni í Strasbourg í umsjá ýmissa samtaka.
Sjá nánar tilkynningu frá NO to NATO Nokkrir félagar í Samtökum hernaðarandstæðinga munu væntanlega fara til Strasbourg og taka þátt í þessum aðgerðum. Frést hefur að frönsk stjórnvöld ætli sér að banna þessar mótmælaaðgerðir. Sett hefur verið upp undirskriftasöfnun gegn banninu á netinu og er hægt að nálgast hana hér. Friðarvefurinn hvetur alla lesendur sína til að skrifa undir og vekja athygli á þessari undirskriftasöfnun. Menningar- og friðarsamtökin MFÍK hafa auglýst mótmælastöðu gegn NATO á Austurvelli kl. 12 á hádegi 30. mars, en þann dag samþykkti Alþingi aðild Íslands að NATO. Samtök hernaðarandstæðinga eru einnig að undirbúa aðgerðir hér á landi og verða þær kynntar nánar á næstunni. Nánari upplýsingar: NEIN zu NATO – NO to NATO – NON à L’OTAN Stop the War Coalition, Bretlandi War Resisters' International NATO – 60 Jahre sind 60 zu viel Netzwerk Friedenskooperative Block NATO

Færslur

SHA_forsida_top

Hverju svara flokkarnir, IV.hluti: Loftrýmiseftirlit

Hverju svara flokkarnir, IV.hluti: Loftrýmiseftirlit

4. spurning: Telur hreyfing ykkar að „loftrýmiseftirlit“ Nató-þjóða við Ísland þjóni einhverjum tilgangi - sé …

SHA_forsida_top

Hverju svara flokkarnir, III.hluti: Stjórnarskrármál

Hverju svara flokkarnir, III.hluti: Stjórnarskrármál

3. spurning: Telur hreyfing ykkar rétt að binda í stjórnarskrá að Ísland megi aldrei fara …

SHA_forsida_top

Hverju svara flokkarnir, II.hluti: Herverndarsamningurinn

Hverju svara flokkarnir, II.hluti: Herverndarsamningurinn

Friðarvefurinn heldur áfram að birta svör stjórnmálaflokkanna við spurningalista Samtaka hernaðarandstæðinga um friðar- og afvopnunarmál. …

SHA_forsida_top

Hverju svara flokkarnir, I.hluti: Nató

Hverju svara flokkarnir, I.hluti: Nató

Samtök hernaðarandstæðinga sendu á dögunum spurningalista til þeirra flokka og stjórnmálahreyfinga sem boðað höfðu framboð …

SHA_forsida_top

Útifundur á Austurvelli, 30. mars

Útifundur á Austurvelli, 30. mars

Þann 30. mars árið 1949, fyrir sextíu árum síðan, samþykkti Alþingi inngöngu Íslands í Nató. …

SHA_forsida_top

Matseðill föstudagsins

Matseðill föstudagsins

Matseðill fjáröflunarmálsverðar Friðarhúss n.k. föstudag liggur nú fyrir. Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um matseldina. * …

SHA_forsida_top

Ísland úr Nató - þétt dagskrá

Ísland úr Nató - þétt dagskrá

Um þessar mundir eru sextíu ár frá stofnun hernaðarbandalagsins Nató. Að því tilefni munu Samtök …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss.

SHA_forsida_top

Útifundur á Austurvelli

Útifundur á Austurvelli

Aðild Íslands að Nató mótmælt á 60 ára afmæli Natóinngöngunnar.

SHA_forsida_top

Frumvarp um kjarnorkuvopnalaust Ísland á Alþingi

Frumvarp um kjarnorkuvopnalaust Ísland á Alþingi

Við sögðum frá því 6. mars að þá stæði til að setja á dagskrá Alþingis …

SHA_forsida_top

Nató-vika í Friðarhúsi

Nató-vika í Friðarhúsi

Myndasýning frá Austurvelli

SHA_forsida_top

Nató-vika í Friðarhúsi

Nató-vika í Friðarhúsi

Operation Gladio - bresk heimildarmynd.

SHA_forsida_top

Nató-vika í Friðarhúsi

Nató-vika í Friðarhúsi

Nató í nútíð og framtíð, Silja Bára Ómarsdóttir.

SHA_forsida_top

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti

Dagskrá í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur sunnudaginn 8.mars 2009 kl.14 Breytt samfélag – aukinn jöfnuð! Fundarstjóri: …

SHA_forsida_top

Gamalt baráttumál á dagskrá Alþingis

Gamalt baráttumál á dagskrá Alþingis

SHA hafa um langt skeið barist fyrir friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og umferð kjarnorkuknúinna farartækja. …