BREYTA

NATO 60 ára – evrópskir NATO-andstæðingar streyma til Strasbourg

neinzurnato Atlantshafsbandalagið, NATO, verður sextíu ára í vor. Það var stofnað 4. apríl 1949. Dagana 2. til 5. apríl verður leiðtogafundur NATO-ríkjanna haldinn í Strasbourg í Frakklandi og nágrannabænum Kehl í Þýskalandi. Um alla Evrópu hefur að undanförnu verið unnið að undirbúningi mótmælaaðgerða af þessu tilefni og hafa verið skipulagðar ferðir til Strasbourg víðsvegar að úr Evrópu. Dagskráin er þessi:
  • 1.-5. apríl. Mótmælabúðir í Strasbourg og ýmsar uppákomur alla þá daga.
  • 3. apríl. Mótmælaaðgerðir í Baden-Baden, skammt sunnan við Kehl, en þar verður utanríkisráðherrafundur og hátíðarkvöldverður.
  • 3. og 5. apríl. Alþjóðleg ráðstefna í Strasbourg.
  • 4. apríl. Alþjóðlegar mótmælaaðgerðir í miðborg Strasbourg undir kjörorðunum „Gegn stríði, gegn NATO!“
  • 4. apríl. Aðgerðir í anda borgaralegrar óhlýðni í Strasbourg í umsjá ýmissa samtaka.
Sjá nánar tilkynningu frá NO to NATO Nokkrir félagar í Samtökum hernaðarandstæðinga munu væntanlega fara til Strasbourg og taka þátt í þessum aðgerðum. Frést hefur að frönsk stjórnvöld ætli sér að banna þessar mótmælaaðgerðir. Sett hefur verið upp undirskriftasöfnun gegn banninu á netinu og er hægt að nálgast hana hér. Friðarvefurinn hvetur alla lesendur sína til að skrifa undir og vekja athygli á þessari undirskriftasöfnun. Menningar- og friðarsamtökin MFÍK hafa auglýst mótmælastöðu gegn NATO á Austurvelli kl. 12 á hádegi 30. mars, en þann dag samþykkti Alþingi aðild Íslands að NATO. Samtök hernaðarandstæðinga eru einnig að undirbúa aðgerðir hér á landi og verða þær kynntar nánar á næstunni. Nánari upplýsingar: NEIN zu NATO – NO to NATO – NON à L’OTAN Stop the War Coalition, Bretlandi War Resisters' International NATO – 60 Jahre sind 60 zu viel Netzwerk Friedenskooperative Block NATO

Færslur

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning MFÍK

Bókmenntakynning MFÍK

Bókmenntakynning MFÍK laugardaginn 15. desember 2007 kl.14:00 MÍR-sal, Hverfisgötu 105 (á horni Snorrabrautar) …

SHA_forsida_top

SHA og 11. september

SHA og 11. september

Hér að neðan gefur að líta grein eftir Þórarinn Hjartarson, félaga í SHA til fjölda …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. Þorláksmessugöngu

Undirbúningsfundur v. Þorláksmessugöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

11. september og „stríðið gegn hryðjuverkum“

11. september og „stríðið gegn hryðjuverkum“

eftir Þórarinn Hjartarson Ég er orðinn nokkurn veginn sannfærður um að voðaverkin í New York …

SHA_forsida_top

Rússar troða illsakir við granna sína

Rússar troða illsakir við granna sína

eftir Einar Ólafsson Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins 6. des. var sagt frá auknum hernaðarumsvifum Rússa. „Rússar …

SHA_forsida_top

Ráðstefna hernaðarandstæðinga í London hvetur til alþjóðlegra mótmæla 15.-22.mars 2008

Ráðstefna hernaðarandstæðinga í London hvetur til alþjóðlegra mótmæla 15.-22.mars 2008

1. desember var haldin í London alþjóðleg ráðstefna hernaðaraandstæðinga. 1200 manns sóttu ráðstefnuna og fulltrúar …

SHA_forsida_top

Landsbankinn og Marel í hergagnaframleiðslu

Landsbankinn og Marel í hergagnaframleiðslu

Föstudaginn 30. nóvember birtust tvær litlar en athyglisverðar fréttir í Fréttablaðinu. Hin fyrri bar fyrirsögnina: …

SHA_forsida_top

Dagfari á netinu

Dagfari á netinu

Tímarit SHA, Dagfari, kom út í nóvember og hefur verið borið út til félagsmanna. Blaðið …

SHA_forsida_top

Undirbúningur vegna Þorláksmessugöngu

Undirbúningur vegna Þorláksmessugöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Á leið til ánauðar: Opið bréf til hernaðarandstæðinga

Á leið til ánauðar: Opið bréf til hernaðarandstæðinga

Elías Davíðsson 26. nóvember 2007 Við erum öll samherjar gegn hernaðarhyggju og hernaði. Þess vegna …

SHA_forsida_top

Upplestur á málsverði

Upplestur á málsverði

Staðfest hefur verið að rithöfundurinn Óskar Árni Óskarsson mun lesa úr verkum sínum á fjáröflunarmálsverði …

SHA_forsida_top

Málsverður í Friðarhúsi

Málsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverðurinn í Friðarhúsi, föstudagskvöldið 30. nóvember er glæsilegt jólahlaðborð, en matseðillinn er á þessa leið: …

SHA_forsida_top

Ályktun III - um almannavarnir og heræfingar

Ályktun III - um almannavarnir og heræfingar

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA í Friðarhúsi, laugardaginn 24. nóvember 2007: Um …

SHA_forsida_top

Ályktun II - um hernaðinn í Írak

Ályktun II - um hernaðinn í Írak

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA í Friðarhúsi, laugardaginn 24. nóvember 2007: Um …