BREYTA

NATO eftir kalda stríðið: árásargjarnt hernaðarbandalag heimsvaldasinna

Dagana 5. til 9. október verður haldinn í Reykjavík ársfundur NATO-þingsins. Ástæða er til að líta á hvað NATO er í raun og hver þróun bandalagsins hefur verið að undanförnu. Með lokum kalda stríðsins breyttist staða NATO. Það var sagt vera varnarbandalag Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku gegn yfirvofandi hættu frá Sovétríkjunum og fylgiríkjum þeirra. Af hinum yfirlýsta óvini er nú vart meira en skugginn eftir. Opinbert hlutverk NATO Samkvæmt Norður-Atlantshafssamningnum er hlutverk bandalagsins að leysa milliríkjadeilumál sem aðilar kunna að lenda í (1. gr.) og standa saman gegn vopnaðri árás á einn eða fleiri aðila samningsins í Evrópu, Norður-Ameríku, Tyrklandi (eftir að það varð aðili) og Norður-Atlantshafi, þ.e. því svæði sem aðildarríkin eru á (5. og 6. gr.). Auk þess er sagt í 2. gr. að aðilar skuli „styrkja frjálsar þjóðfélagsstofnanir sínar, með því að koma á auknum skilningi á meginreglum þeim, sem þær stofnanir eru reistar á“. Hverjar þessar „meginreglur“ eru er ekki skilgreint, en væntanlega átt við kapítalískt skipulag. Hins vegar ná þær varla í raun til lýðræðislegra stjórnarhátta, þrátt fyrir orðalagið „frjálsar þjóðfélagsstofnanir“, í ljósi þess að bæði Portúgal og Grikkland áttu aðild að bandalaginu meðan þar voru við völd ólýðræðislegar herforingjastjórnir. Helstu breytingar á NATO eftir lok kaldastríðsins Það sem gerst hefur eftir lok kalda stríðsins er einkum tvennt: Í fyrsta lagi: NATO stækkar til austurs. Frá 1999 hafa tíu fyrrverandi austantjaldslönd gengið í NATO og þrjú eru í svokölluðu inngönguferli. Þótt einnig hafi verið tekin upp jákvæð samskipti við Rússland og fleiri fyrrverandi Sovétlýðveldi sem enn standa utan NATO (Partnership for Peace 1994) er Rússlandi líka ögrað, annars vegar með þessari stækkun til austurs (áður voru austantjaldsríkin milli NATO og Svétríkjanna, nú er NATO komið að landamærum Rússlands) og hinsvegar með uppsögn Bandaríkjanna á ABM-sáttmálanum um takmörkun eldflaugavarna árið 2002, uppsetningu gagneldflaugastöðva í Póllandi og Tékklandi og bandarískum herstöðvum og hernaðarlegri aðstöðu í ríkjum Austur-Evrópu og fyrrverandi Sovétlýðveldum í Asíu. Í öðru lagi: NATO er farið að starfa utan þess svæðis sem afmarkast af aðildarrríkjunum. Þróunin er þessi:
    1992: NATO tekur að sér það hlutverk í fyrrverandi Júgóslavíu árið 1992 að hafa eftirlit með vopnasölubanni Sameinuðu þjóðanna og sérstökum efnahagslegum refsiaðgerðum gagnvart Serbíu og Svartfjallalandi. Með því tekur NATO í fyrsta sinn að sér hlutverk utan svæðis aðildarríkjanna.
    Ágúst til september 1995: NATO stendur í fyrsta skipti að meiriháttar hernaðaraðgerðum með Operation Deliberate Force í Bosníu.
    Desember 1995. Eftir Dayton-samkomulagið felur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna NATO að hafa umsjón með alþjóðlegu friðargæsluliði í Bosníu og Hersegóvínu (Evrópusambandið tók við þessu hlutverki í desember 2004).
    Mars 1999. NATO gerir í fyrsta sinn beina innrás með loftárásunum Júgóslavíu.
    Apríl 1999. Á leiðtogafundi NATO í Washington er friðargæslu og mannúðarhjálp bætt á hlutverkaskrá NATO.
    Maí 2002: Á utanríkisráðherrafundi NATO í Reykjavík í maí 2002 er tekin ákvörðun um að nauðsynlegt sé að mæta og takast á við ógnanir við öryggi aðildarríkjanna, hvaðan sem þær stafa. (Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra kallaði þetta í skýrslu vorið 2004 „grundvallarbreytingu á afstöðu bandalagsins frá því sem verið hefur“.)
    Ágúst 2003: NATO tekur í fyrsta sinn að sér hlutverk utan þess svæðis sem á NATO-máli er kallað Evrópu-Atlantshafssvæðið. Þetta hlutverk er umsjón friðargæslu í Afganistan (ISAF).
NATO hefur ekki enn komið að „friðargæslu“ í Írak, en árið 2004 var hins vegar ákveðið að NATO tæki að sér að aðstoða Írak við þjálfun öryggissveita sinna og jafnframt nýtur pólska herliðið, sem er í Írak, aðstoðar NATO. Í samræmi við ákvörðunina frá 1999 um friðargæslu og mannúðarhjálp sendi NATO hjálparsveitir til Pakistan eftir jarðaskálftana þar í október 2005 og sumarið 2005 hóf NATO friðargæslu í Darfúr að beiðni Afríku-bandalagsins. Rétt er að hafa í huga að Bandaríkin vinna markvisst að því að treysta stöðu sína á horni Afríku og hafa nýtt sér ástandið í Sómalíu í því skyni. Það hlýtur að vekja spurningar um hvers eðlis friðargæsla NATO er þegar hún kemur í kjölfar innrásar forysturíkis bandalagsins í viðkomandi landi (Afganistan), þess ríkis sem fer samkvæmt skipuriti bandalagsins með hernaðarlega stjórn þess, og felst í raun í að verja þá stjórn sem innrásarliðið kom upp í landinu (vegna ástandsins í landinu hafa kosningar í raun aðeins verið málamynda). Er þetta þá friðargæsla eða einfaldlega hernám? Getur virkilega verið að NATO sé ekki að ganga erinda Bandaríkjanna í Afganistan? Það er ekki síður umhugsunarvert að eftir innrás sína í Júgóslavíu tók NATO að sér í umboði Sameinuðu þjóðanna að sjá um öryggismál í Kósovó og hefur haft þar hátt í 20 þúsund manna „friðargæslulið“ (KFOR). Rétt er að geta þess að það sem fyrst og fremst var óaðgengilegt fyrir Júgóslavíu í Rambouillet-samningunum var krafan um hersetu NATO í Júgóslavíu. Skipulagsbreytingar á NATO – skilvirkara hernaðartæki Í samræmi við þetta nýja hlutverk NATO hafa verið gerðar breytingar á innra skipulagi NATO til að gera það skilvirkara. Farið var að ræða þessar breytingar fljótlega eftirlok kalda stríðsins en eftir 11. september 2001 var farið að drífa í þeim. Bandarískum stjórnvöldum þótti NATO ekki nógu skilvirkt tæki í hinum nýja veruleika. Það sem hér er einkum ástæða til að nefna eru hinar svokölluðu viðbragðssveitir (Nato Response Force – NRF) sem eiga að gera herafla NATO viðbragðsfljótari og nýtilegri í hernaðaraðgerðum. Áður var hlutverk NATO fyrst og fremst að samhæfa varnir og herafla NATO ríkjanna. Í þessu felst mjög mikilvæg breyting. Rétt er líka að minna á að kjarnorkuvopn eru enn sem áður hluti af viðbúnaði NATO, og gegn tillögum um kjarnorkuvopnalaust Ísland hefur verið bent á að það samræmist ekki aðildinni að NATO. Samvinna NATO út á við – m.a. aukin samvinna við Ísrael Á undanförnum áratug hefur NATO lagt áherslu á aukna samvinnu út á við: Samstarf í þágu friðar (Partnership for Peace - PfP) hófst árið 1994 og í kjölfarið var sett á fót Evró-Atlantshafsráðið (EAPC) sem er samráðsvettvangur 46 ríkja, þ.e. NATO-ríkjanna og annarra ríkja í Evrópu og á svæði fyrrum Sovétríkjanna. Stefnt er að því að styrkja tengslin við Kákasus-svæðið og Mið-Asíu, sem og Norður-Afríku og Miðausturlönd. Sama ár var einnig komið á laggirnar samráði við Miðjarðarhafsríki, Mediterranean Dialogue, en aðild að því eiga Alsír, Máritanía, Marokkó, Túnis, Egyptaland, Jórdanía og Ísrael. Á leiðtogafundinum í Istanbúl í júní 2004 var samþykktur nýr samráðsvettvangur með Istanbúl-samstarfsáætluninni (Istanbul Cooperation Initiative) og þar með frekari starfsemi NATO í Miðausturlöndum. Í umfjöllun í NATO-fréttum veturinn 2005, er komist svo að orði: „... nú má skipta stefnu NATO gagnvart Miðjarðarhafssvæðinu og nágrenni þess niður á þrjár stoðir, þ.e.a.s. Miðjarðarhafssamráðið, Istanbúl-samstarfsáætlunina og afskipti af Írak.“ Í umfjöllun um samstarfsverkefni NATO í NATO-fréttum vorið 2004 segir svo um Miðjarðarhafssamráðið: „Í dag hefur landfræðilegt umfang öryggissamstarfs NATO og samráðsríkjanna stækkað til austurs, allt til Afganistan og jafnvel lengra. Hinni svonefndu „Clinton-nálgun” gagnvart suður- og austur-Miðjarðarhafssvæðinu, þar sem áhersla var lögð á viðræður, samninga, byggingu trausts og efnahagslega hvatningu, hefur verið varpað fyrir róða og í staðinn tekin upp stefna sem felst meðal annars í hindrunaraðgerðum og íhlutun. Íhlutunarstefnu Bandaríkjanna í Miðausturlöndum fylgir viðleitni til þess að breyta gildismati í þessum heimshluta og færa það nær lýðræðishugsun Vesturlanda.“ Í kjölfar loftárásanna á Júgóslavíu ákvað leiðtogafundurinn í Washington 1999 að koma á laggirnar samstarfi í Suðaustur-Evrópu og kæmu að því öll ríki á svæðinu nema Júgóslavía, en henni yrði hleypt að þegar aðstæður leyfðu. Þá hefur komið fram t.d. í máli framkvæmdastjóra NATO, Jaap de Hoop Scheffer, og sendiherra Bandaríkjana hjá NATO, Victoriu Nuland, áhugi á nánara samstarfi við ríki eins og Ástralíu, Nýja Sjálandi, Suður Kóreu eða Japan, og Aznar, fyrrum forsætisráðherra Spánar, lagði beinlínis til haustið 2005 að Ísrael, Japan og Ástralíu verði boðin aðild og tekið upp náið samstarf við Kólumbíu og Indland. Að undanförnu hafa tengsl milli NATO og Ísraels verið að styrkjast. Nánast engin tengsl voru þarna á milli þar til samráðshópnum við Miðjarðarhafið var komið á 1994. En árið 2001 varð Ísrael fyrst ríkja Miðjarðarhafssamráðsins til að undirrita samkomulag um öryggismál við NATO og í mars 2005 sama ár fór fyrsta sameiginlega heræfing Ísrael og NATO fram á hafinu undan ströndum Ísraels. Í maí fékk Ísrael aðild að þingmannasamkomu NATO og í júní tóku ísraelskar hersveitir þátt í heræfingum NATO bæði á Miðjarðarhafinu og í Úkraínu. Það hefur verið til umræðu að NATO taki þátt í friðarferlinu í deilu Palestínu og Ísraels og í NATO-fréttum veturinn 2005 er komist svo að orði að „álitsgjafar og sérfræðingar bæði lagt til að NATO veiti Ísrael öryggistryggingu og að bandalagið gegni hlutverki í friðargæslu milli fullvalda palestínsks ríkis og Ísrael.“ Það virðist vera meðvitaður ásetningur í hinni nýju stefnu NATO að líta framhjá mótsögninni sem felst í því að taka að sér friðargæsluhlutverk á svæði þar sem bandalagið er í beinu bandalagi við annan aðila átakanna ef ekki sjálft beinlínis annar aðilinn. Eftir hrun Sovétríkjanna: hnattvæðing kapítalismans og Bandaríkin sækjast eftir ítökum í Austur-Evrópu, Mið-Austurlöndum og Mið-Asíu Það þarf að hyggja að tvennu sem fer í gang eftir lok kaldastríðsins. Í fyrsta lagi hnattvæðingin: Eftir lok kalda stríðsins, þ.e.a.s. eftir að Sovétríkin og önnur kommúnistaríki austantjalds hrundu kringum 1990, varð til hugtakið „hin nýja heimsskipan“ (new world order). Það var líka þá sem hugtakið „alþjóðasamfélagið“ skaust inn í umræðuna en vilji þess er í raun dulnefni fyrir vilja Bandaríkjanna. Hin nýja heimskipan var kapítalískt alþjóðasamfélag á forsendum heimsvaldaríkjanna og auðstétt þeirra, einkum Evrópusambandsins, Japans og Bandaríkjanna og undir forystu þess síðastnefnda. Þetta er megininntak hnattvæðingarinnar. Alþjóðaviðskiptastofnuninn varð til til að setja reglur fyrir hið alþjóðlega kapítalíska efnahagskerfi og ryðja úr vegi þeim reglum sem einstök ríki höfðu sett og hindruðu frjálst fjármagnsflæði og óheft aðgengi stórfyrirtækjanna um allan heim. Allur heimurinn skyldi undirgangast hina nýju heimsskipan, sem var ekkert annað en kapítalismi án undantekninga. Þá fyrst yrði kominn tími fyrir friðsamlega sambúð ríkja. Í öðru lagi skapaðist með hruni Sovétríkjanna færi á því fyrir Bandaríkin og með samþykki og stundum stuðningi annarra heimsvaldasinnaðra ríkja að ná tökum á Austur-Evrópu, Mið-Asíu og Mið-Austurlöndum – með allri olíunni sem þar beið neðanjarðar. Austantjaldsríkin komu hvert af öðru yfir til NATO og Evrópusambandsins, yfir í hið kapítalíska samfélag. Serbíu/Júgóslavíu þurfti að tukta til og hernema Afganistan og Írak – og Íran. NATO er verkfæri í þessu ferli. Sjá einnig: Bandaríkin, NATO og stríðið gegn hryðjuverkum Einar Ólafsson tók saman

Færslur

SHA_forsida_top

Kertafleytingar í Reykjavík og á Akureyri

Kertafleytingar í Reykjavík og á Akureyri

Kjarnorkusprengju var varpað á japönsku borgina Nagasakí þann 9. ágúst árið 1945. Þremur dögum fyrr …

SHA_forsida_top

Ávarp flutt við færeyska sendiráðið, 21. júlí 2021

Ávarp flutt við færeyska sendiráðið, 21. júlí 2021

Kæru félagar Ég er að safna sendiráðum. Hef enga tölu á þeim fjölda skipta sem …

SHA_forsida_top

Samstöðumótmæli með Færeyingum

Samstöðumótmæli með Færeyingum

Færeyskir hernaðarandstæðingar efna til mótmæla í Þórshöfn vegna áforma um að reisa á ný …

SHA_forsida_top

Ályktanir Landsfundar SHA 2021

Ályktanir Landsfundar SHA 2021

Ályktun um vígbúnað á norðurslóðum Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga, haldinn 29. maí 2021, varar við …

SHA_forsida_top

Hvað er á seyði í Hvíta-Rúss?

Hvað er á seyði í Hvíta-Rúss?

Miðvikudaginn 9. júní kl. 20:00 verður Valur Gunnarsson sagnfræðingur með fræðslufund í …

SHA_forsida_top

Gamall draugur lætur á sér kræla í Færeyjum

Gamall draugur lætur á sér kræla í Færeyjum

Á landsfundi SHA mætti góður gestur, í gegnum fjarfundarbúnað þó. Það var Högni Höydal leiðtogi …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuveldunum mótmælt

Kjarnorkuveldunum mótmælt

Stöðvum vígvæðingu norðurslóða Í kvöld, 19. maí, munu utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands setjast …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA 29. maí

Landsfundur SHA 29. maí

Vegna samkomutakmarkanna neyddumst við til þess að fresta landsfundi SHA sem átti að fara fram …

SHA_forsida_top

Landsfundi frestað

Landsfundi frestað

Vegna samkomutakmarkana neyðumst við til að fresta landsfundi SHA sem átti að fara fram á …

SHA_forsida_top

Landsfundur 2021 *Frestað*

Landsfundur 2021 *Frestað*

Landsfundur SHA verður í Friðarhúsi laugardaginn 27. mars n.k. Dagskrá er eftirfarandi: …

SHA_forsida_top

Andstaða við kjarnorkuvopn þvert á flokkslínur - áhugaverð tölfræði úr skoðanakönnun

Andstaða við kjarnorkuvopn þvert á flokkslínur - áhugaverð tölfræði úr skoðanakönnun

Í tilefni af því að Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum hefur tekið gildi, …

SHA_forsida_top

Sameiginleg áskorun til íslenskra stjórnvalda að fullgilda samning SÞ um bann við kjarnorkuvopnum

Sameiginleg áskorun til íslenskra stjórnvalda að fullgilda samning SÞ um bann við kjarnorkuvopnum

Eftirtalin félög skora á íslensk stjórnvöld að fullgilda Samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum …

SHA_forsida_top

Friðargöngu á Þorláksmessu aflýst

Friðargöngu á Þorláksmessu aflýst

Samstarfshópur friðarhreyfinga hefur ákveðið að ekki sé kostur á því að halda Friðargönguna að þessu …

SHA_forsida_top

Dagfari 2020

Dagfari 2020

Dagfari er kominn út og má lesa hér fyrir neðan. Hann er að þessu sinni …

SHA_forsida_top

Ályktun um afvopnun og forgangsröðun

Ályktun um afvopnun og forgangsröðun

Í ágústmánuði síðastliðnum tilkynnti Bandaríkjastjórn að hún hefði varið níu milljörðum Bandaríkjadala til þróunar á …