BREYTA

NATO er ekki friðarbandalag

Eftirfarandi grein Einars Ólafssonar birtist í Morgunblaðinu 21. október 2006. Þar hafði slæðst inn ein villa, orðið ekki féll niður í setningunni: Þetta skref NATO út fyrir það hlutverk sem skilgreint er í NATO-sáttmálanum var ekki eitt tvístígandi skref. Flestum stóð á sama um brottför hersins en hefðu fegnir viljað losna úr vafasömum félagsskap við Bush, félagsskap sem síður en svo hefur verið slitið. Margir virðast hins vegar telja að NATO sé orðið friðarbandalag eftir inngöngu fyrrverandi austantjaldsríkja og friðargæslu í Kósóvó og Afganistan. En veruleikinn er allt annar. Vissulega lítur samstarf eins og Partnership for Peace eða samráð NATO við Rússland og Úkraínu vel út. En í reynd er NATO að breytast úr tiltölulega óvirku varnarbandalagi kaldastríðsáranna í virkt, pólitískt og árásargjarnt hernaðarbandalag í þjónustu Bandaríkjanna. Í mars 1999 stóð NATO í fyrsta sinn að beinni hernaðarárás með innrásinni í Júgóslavíu, ólögmætri árás sem var gerð án samþykkis Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og út frá uppspunnum forsendum. Ófremdarástandið í Kósóvó á þessum tíma var stórlega ýkt. Skv. Atlantshafssamningnum er hlutverk NATO að standa saman gegn vopnaðri árás á einn eða fleiri aðila samningsins á því svæði sem samnningurinn nær til. Hvað sem segja má um forsendur innrásarinnar, þá var ekki um að ræða vopnaða árás gegn aðildaríkjum NATO né hótun um slíkt. Þetta skref NATO út fyrir það hlutverk sem skilgreint er í NATO-sáttmálanum var ekki eitt tvístígandi skref. Á leiðtogafundi NATO í Washington 1999 var friðargæslu og mannúðarhjálp bætt á hlutverkaskrá NATO og á utanríkisráðherrafundi í Reykjavík í maí 2002 var tekin ákvörðun um að nauðsynlegt væri að mæta og takast á við ógnanir við öryggi aðildarríkjanna hvaðan sem þær stöfuðu. Síðan hefur verið bætt um betur á ýmsan hátt og unnið að breytingum á skipulagi bandalagsins til þess að það ráði betur við hið nýja árásargjarna hlutverk sitt. Vissulega hefur NATO unnið að friðargæslu og mannúðarverkefnum, svo sem í Darfúr og eftir jarðskjálftana í Pakistan í fyrrahaust. En verkefnin í Kósóvó og Afganistan eru vægast sagt umdeilanleg. NATO tók við friðargæsluverkefni sínu í Kósóvó-héraðinu í Júgóslavíu eftir að hafa sjálft ráðist inn í landið og í Afganistan tók bandalagið við friðargæslu í kjölfar innrásar forysturíkis þess sjálfs. Fréttir frá Afganistan að undanförnu eru ekki beint fréttir af friðargæslu heldur hreinni styrjöld sem er framhald þeirra styrjaldar sem Bandaríkin hófu haustið 2001. Að vísu hefur NATO verið á báðum þessum stöðum í umboði Öryggisráðsins, en sú ráðstöfun er auðvitað mjög sérkennileg og leiðir hugann að því hvort nú sé mest þörf á að lítið og þægt NATO-ríki taki sæti í Öryggisráðinu. Clinton-stjórnin vildi að NATO tæki að sér verkefni á fjarlægari slóðum en Evrópuríkin voru í fyrstu treg. Bandarísku ríkisstjórninni tókst þó að nýta NATO við innrásina í Júgóslavíu 1999. Stjórn Bush hafði hins vegar takmarkaða trú á NATO til að byrja með og vildi ekki nýta bandalagið til hernaðar í Afganistan haustið 2001, m.a. vegna þess að skipulag þess þótti þungt í vöfum við þesskonar aðgerðir. Madeleine Albright, utanríkisráðherra í stjórn Clintons, hefur hinsvegar sagst þess fullviss að Bandaríkjamenn hefðu nýtt sér NATO við þessa innrás ef Al Gore hefði orðið forseti (Foreign Affairs, haustið 2003). Að vinna með bandamönnum, sagði hún, „skilar líka miklu: kostnaði er skipt, álagi deilt, lögmætið verður tryggara og mismunandi hæfni virkjuð“. Bandaríkin hafa alla tíð verið óumdeilanlegt forysturíki NATO. M.a. er fast í skipulagi bandalagsins að herstjórn þess er í höndum bandarískra herforingja og það er óbreytt þótt skipulaginu hafi verið breytt að undanförnu. Þegar áhrifamenn í Bandaríkjunum, hvort sem þeir eru stjórnarsinnar eða í stjórnarandstöðu, tala um NATO er það undir þeim formerkjum hvernig það geti nýst Bandaríkjunum í þeirra stríði, hvort sem það heitir „heimsstríðið gegn hryðjuverkum“ eða stríð fyrir frelsi, lýðræði, okkar gildum eða hvaða frasa sem þeir finna fyrir hið hnattvædda hagkerfi stórfyrirtækjanna og yfirráð yfir orkulindum. M.a. á þátttaka NATO að styrkja lögmæti hugsanlegra aðgerða. Þróun NATO stýrist fyrst og fremst af þeim heimsvaldahagsmunum sem endurspeglast í innrásunum í Júgóslavíu, Afganistan og Írak, þróun sem birtist m.a. annars í hinum nýju viðbragðssveitum NATO (NATO Response Force), vaxandi starfsemi NATO í Miðausturlöndum og nánari tengslum milli NATO og Ísrael. Þróuninni er vel lýst með eftirfarandi orðum úr NATO-fréttum vorið 2004: „Í dag hefur landfræðilegt umfang öryggissamstarfs NATO og samráðsríkjanna stækkað til austurs, allt til Afganistan og jafnvel lengra. Hinni svonefndu „Clinton-nálgun” gagnvart suður- og austur-Miðjarðarhafssvæðinu, þar sem áhersla var lögð á viðræður, samninga, byggingu trausts og efnahagslega hvatningu, hefur verið varpað fyrir róða og í staðinn tekin upp stefna sem felst meðal annars í hindrunaraðgerðum og íhlutun. Íhlutunarstefnu Bandaríkjanna í Miðausturlöndum fylgir viðleitni til þess að breyta gildismati í þessum heimshluta og færa það nær lýðræðishugsun Vesturlanda.“ Hafi einhverntíma verið ástæða til að segja skilið við NATO, þá er það nú.

Færslur

Kænugarður eftir sprengjuregn Rússa

Stöðvið stríðið í Úkraínu strax - semjið um frið og sam­vinnu í Evrópu

Stöðvið stríðið í Úkraínu strax - semjið um frið og sam­vinnu í Evrópu

Við undirritaðir friðarsinnar á Íslandi skorum á leiðtoga evrópskra ríkja að stöðva stríðið í Úkraínu …

kertafleyting_2014

Dorgað fyrir friði! – Lítil þúfa veltir þungu hlassi

Dorgað fyrir friði! – Lítil þúfa veltir þungu hlassi

Leiðtogar Evrópuráðsins koma saman í Reykjavík á sama tíma og blóðugt stríð fer fram í …

1.-maí-kaffi-2

1. maí kaffi SHA 2023

1. maí kaffi SHA 2023

Hitið upp fyrir kröfugönguna með hinu hefðbundna og einkar veglega 1. maí kaffi Samtaka hernaðarandstæðinga …

SHA_forsida_top

Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga

Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga

Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga föstudaginn 28. apríl verður glæsilegur að þessu sinni. Daníel E. Arnarson er frábær …

USA-Rússland

Ályktun miðnefndar SHA gegn þjónustu við kjarnorkukafbáta

Ályktun miðnefndar SHA gegn þjónustu við kjarnorkukafbáta

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga mótmælir harðlega þeirri ákvörðun utanríkisráðherra að auka þátttöku Íslands í hernaðarstarfsemi með …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd tekur til starfa

Ný miðnefnd tekur til starfa

Það var vel mætt á landsfund og málsverð …

SHA_forsida_top

Ályktun landsfundar: Ísland úr Nató – sem aldrei fyrr!

Ályktun landsfundar: Ísland úr Nató – sem aldrei fyrr!

Stríðið í Úkraínu hefur reynst vatn á myllu hernaðarsinna og þeirra afla sem telja að …

SHA_forsida_top

Ályktun landsfundar um tafarlausan frið í Úkraínu

Ályktun landsfundar um tafarlausan frið í Úkraínu

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga krefst þess að samið verði um vopnahlé í stríðinu í Úkraínu án …

SHA_forsida_top

Marsfjáröflunar-málsverður SHA

Marsfjáröflunar-málsverður SHA

Föstudaginn 31. mars verður fjáröflunarmálsverður SHA haldinn í Friðarhúsi og um leið verður landsfundur samtakanna …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA - 1. apríl

Landsfundur SHA - 1. apríl

Landsfundur SHA verður haldinn í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, laugardaginn 1. apríl. Dagskrá hefst kl. 11 …

SHA_forsida_top

Stríðsglæpirnir og dómstóllinn

Stríðsglæpirnir og dómstóllinn

Í tengslum við yfirstandandi stríð í Úkraínu hefur mörgum orðið tíðrætt um mikilvægi þess að …

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður Friðarhúss

Febrúarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður SHA í Friðarhúsi verður að venju síðasta föstudagskvöld í mánuðinum, 24. febrúar að …

SHA_forsida_top

Stöðvum stríðið í Úkraínu!

Stöðvum stríðið í Úkraínu!

Mótmælum innrás Rússa í Úkraínu og krefjumst tafarlauss friðar. Mótmæli við rússneska sendiherrabústaðinn, Túngötu 24, …

SHA_forsida_top

Birtingar­mynd sturlunar

Birtingar­mynd sturlunar

Hlutverk Íslendinga er að bera klæði á vopnin Fyrir um þremur áratugum …

Herfer1

Sjöundi áratugurinn gengur aftur á Safnanótt

Sjöundi áratugurinn gengur aftur á Safnanótt

Sjöundi áratugurinn gengur aftur: Mótmælagöngur og aðgerðir 1960-69 í Friðarhúsi föstudaginn 3. febrúar kl. 18:00-23:00. …