Leiðtogafundur NATO hófst í Búkarest í Rúmeníu í gær, miðvikudaginn 2. apríl, og mun standa fram á föstudag.
NATO er mótmælt víða þessa dagana. Bush Bandaríkjaforseti leit við í Kænugarði í Úkraínu á leið sinni til Búkarest til að hitta Viktor Júsjenkó og fleiri ráðamenn, en Bush er mjög áfram um að Úkraína fáið aðild að NATO. Þingmaður Sjálfstæðisflokkins, Ragnheiður E. Árnadóttir, sagði í umræðum á Alþingi í gær að um 80% þjóðarinnar væru samþykk aðild að NATO, en samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC í gær er lítll stuðningur þar meðal almennings. Og þegar Bush kom til Kænugarðs á mánudagskvöldið var voru mótmælaaðgerðir sem þúsundir manna tóku þátt í.
Í Rúmeníu er mikil viðbúnaður gegn hugsanlegum mótmælum. Löngu áður en fundurinn hófst var farið að stöðva hugsanlega mótmælendur við landamærin. Til dæmis var sex þýskum ríkisborgurum snúið við á landamærunum 20. eða 21. mars. „Lögregla vaktar nú hvert götuhorn í miðbæ Búkarest. Svo miklar eru reyndar öryggisráðstafanirnar að stór hluti fréttamanna hefur enn ekki fengið aðgang að Alþýðuhöllinni...,“ segir í frétt á Vísi 2. apríl.
Síðustu daga hefur okkur verið að berast tölvuskeyti frá fólki sem hefur verið hömluð för bæði til Rúmeníu frá öðrum löndum og innan Rúmeníu. Í gærmorgun, miðvikudag, réðst lögreglan inn í húsnæði þar sem mótmælendur funduðu og handtók tæplega fimmtíu manns (sjá einnig fréttir á Indymedia România og Toulouse Indymedia). Rúmenskir NATO-andstæðingar höfðu ráðgert mótmælaaðgerðir en sem stendur er óvíst hvort af þeim verður enda útlit yfir að fjölmennt lögreglulið geri allt til að koma í veg fyrir þær.
Nánari upplýsingar:
Upplýsingar á vef NATO
Upplýsingar um mótmælaaðgerðir:
http://gipfelsoli.org/Home/Bukarest_2008
Mediafax.ro
http://balkans.puscii.nl/
Myndir:
http://photos.cmaq.net/v/bucharestnato/
22. mars síðastliðinn voru miklar mótmælaaðgerðir gegn NATO í Brussel. Um 1000 manns frá 17 Evrópulöndum komu þá saman við höfuðstöðvar NATO. Aðgerðirnar voru undir nafninu NATO GAME OVER, og tilefnið var annarsvegar að 5 ár voru liðin frá innrásinni í írak og hins vegar að framundan var leiðtogafundurinn í Búkarest. Aðgerðirnar voru friðsamlegar en þrátt fyrir það var um helmingur þátttakenda, eða um 500 manns handteknir. Sjá nánar á Bombspotting.
Bæði í Tékklandi og Póllandi er mikil andstaða gegn fyrirhuguðum herstöðvum sem eiga að þjóna gagnflauganeti Bandaríkjanna. Í Póllandi tóku um 700 manns þátt í mótmælaaðgerðum laugardaginn 29. mars í bænum Slupsk í Norður-Póllandi. Ennfremur voru á föstudaginn og laugardaginn samstöðuaðgerðir í nokkrum borgum allt frá Moskvu til Washington. Aðgerðirnar í Póllandi voru friðsamlegar en eigi að síður réðist lögreglan á mótmælendur og handtók allnokkra. Sjá nánar:
www.peacenikhurler.blogspot.com
www.cia.bzzz.net/english_news
"Campaign Against Militarism":
www.m29.bzzz.net
www.tarcza.org

Eftirfarandi grein eftir Stefán Þorgrímsson birtist í Morgunblaðinu 23. október Við Íslendingar höfum nú fengið …

Frétt í Morgunblaðinu 22. október hófst svo: „Íslendingar munu fagna áramótunum með hefðbundnum hætti. Það …

Samtök hernaðarandstæðinga fagna orðum starfandi utanríkisráðherra um að heimsóknir breskra herþotna verði afþakkaðar á næstunni …

Miðnefnd SHA fundar.

Sjá frásögn Guðríðar Sigurbjörnsdóttur og Önnu Sigríðar Hróðmarsdóttur á vef MFÍK: www.mfik.is/European%20Social%20Forum%202008.htm …

Opinn félagsfundur MFÍK þriðjudaginn 7. október kl. 19 í Friðarhúsinu (á horni Njálsgötu og …

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 3. október. Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um matseldina og …



Dagana 17. til 21. september síðastliðinn var fimmti Evrópski samfélagsvettvangurinn (Europan Social Forum - …

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss sem vera átti í dag, föstudag, frestast um viku vegna veikinda. Ný dagsetning …

Amnesty International hefur undanfarin fimm ár staðið að herferðinni „Komum taumhaldi á vopni“ ásamt samtökunum …

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss sem vera átti á morgun, föstudag, frestast um viku vegna veikinda. Ný dagsetning …

Hinir feykivinsælu fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss hefjast á ný n.k. föstudagskvöld, 26. september. Systa sér um …

eftir Finn Dellsén Eftirfarandi grein birtist í vefritinu ogmundur.is 12. september Ein glórulausasta hervæðingarárátta …