BREYTA

NATO fundar bakvið víggirðingar

antinato rumenia2008 Leiðtogafundur NATO hófst í Búkarest í Rúmeníu í gær, miðvikudaginn 2. apríl, og mun standa fram á föstudag. NATO er mótmælt víða þessa dagana. Bush Bandaríkjaforseti leit við í Kænugarði í Úkraínu á leið sinni til Búkarest til að hitta Viktor Júsjenkó og fleiri ráðamenn, en Bush er mjög áfram um að Úkraína fáið aðild að NATO. Þingmaður Sjálfstæðisflokkins, Ragnheiður E. Árnadóttir, sagði í umræðum á Alþingi í gær að um 80% þjóðarinnar væru samþykk aðild að NATO, en samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC í gær er lítll stuðningur þar meðal almennings. Og þegar Bush kom til Kænugarðs á mánudagskvöldið var voru mótmælaaðgerðir sem þúsundir manna tóku þátt í. Í Rúmeníu er mikil viðbúnaður gegn hugsanlegum mótmælum. Löngu áður en fundurinn hófst var farið að stöðva hugsanlega mótmælendur við landamærin. Til dæmis var sex þýskum ríkisborgurum snúið við á landamærunum 20. eða 21. mars. „Lögregla vaktar nú hvert götuhorn í miðbæ Búkarest. Svo miklar eru reyndar öryggisráðstafanirnar að stór hluti fréttamanna hefur enn ekki fengið aðgang að Alþýðuhöllinni...,“ segir í frétt á Vísi 2. apríl. Síðustu daga hefur okkur verið að berast tölvuskeyti frá fólki sem hefur verið hömluð för bæði til Rúmeníu frá öðrum löndum og innan Rúmeníu. Í gærmorgun, miðvikudag, réðst lögreglan inn í húsnæði þar sem mótmælendur funduðu og handtók tæplega fimmtíu manns (sjá einnig fréttir á Indymedia România og Toulouse Indymedia). Rúmenskir NATO-andstæðingar höfðu ráðgert mótmælaaðgerðir en sem stendur er óvíst hvort af þeim verður enda útlit yfir að fjölmennt lögreglulið geri allt til að koma í veg fyrir þær. Nánari upplýsingar: Upplýsingar á vef NATO Upplýsingar um mótmælaaðgerðir: http://gipfelsoli.org/Home/Bukarest_2008 Mediafax.ro http://balkans.puscii.nl/ Myndir: http://photos.cmaq.net/v/bucharestnato/ nato game over 01 22. mars síðastliðinn voru miklar mótmælaaðgerðir gegn NATO í Brussel. Um 1000 manns frá 17 Evrópulöndum komu þá saman við höfuðstöðvar NATO. Aðgerðirnar voru undir nafninu NATO GAME OVER, og tilefnið var annarsvegar að 5 ár voru liðin frá innrásinni í írak og hins vegar að framundan var leiðtogafundurinn í Búkarest. Aðgerðirnar voru friðsamlegar en þrátt fyrir það var um helmingur þátttakenda, eða um 500 manns handteknir. Sjá nánar á Bombspotting. polland mars 2008 Bæði í Tékklandi og Póllandi er mikil andstaða gegn fyrirhuguðum herstöðvum sem eiga að þjóna gagnflauganeti Bandaríkjanna. Í Póllandi tóku um 700 manns þátt í mótmælaaðgerðum laugardaginn 29. mars í bænum Slupsk í Norður-Póllandi. Ennfremur voru á föstudaginn og laugardaginn samstöðuaðgerðir í nokkrum borgum allt frá Moskvu til Washington. Aðgerðirnar í Póllandi voru friðsamlegar en eigi að síður réðist lögreglan á mótmælendur og handtók allnokkra. Sjá nánar: www.peacenikhurler.blogspot.com www.cia.bzzz.net/english_news "Campaign Against Militarism": www.m29.bzzz.net www.tarcza.org

Færslur

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur verða að venju haldnar á Þorláksmessu á þremur stöðum á landinu. Athugið að tímasetningar …

SHA_forsida_top

Upphafið að endalokum Sprengjunnar! – Friðarsinnar bjóða í bíó!

Upphafið að endalokum Sprengjunnar! – Friðarsinnar bjóða í bíó!

Nærri 75 ár eru liðin frá því að fyrstu kjarnorkusprengjurnar voru notaðar í hernaði. Upp …

SHA_forsida_top

Fullveldisfögnuður

Fullveldisfögnuður

Nú er komið að árvissum fullveldisfögnuði og jólahlaðborði SHA. Hann varður haldinn föstudaginn 29. nóvember …

SHA_forsida_top

Gunnar Karlsson – kveðja frá SHA

Gunnar Karlsson – kveðja frá SHA

Gunnar Karlsson sagnfræðingur lést í Reykjavík á dögunum, rétt rúmlega áttræður að aldri. Hann var …

SHA_forsida_top

Októbermálsverður í Friðarhúsi

Októbermálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Samtaka hernaðarandstæðinga verður í Friðarhúsi fös. 25. okt. Kokkurinn er að þessu sinni fyrrum …

SHA_forsida_top

Septembermálsverður

Septembermálsverður

Fyrsti fjáröflunarmálsverður SHA haustið 2019 verður haldinn föstudaginn 27. september í Friðarhúsi. Daníel E. Arnarsson …

SHA_forsida_top

Bandaríkin færa heiminn nær kjarnorkuvetri, og Ísland hjálpar til?

Bandaríkin færa heiminn nær kjarnorkuvetri, og Ísland hjálpar til?

Þann 20. október 2018 tilkynnti forseti Bandaríkjanna að Bandaríkin myndu hverfa frá samningi um banni …

SHA_forsida_top

Baráttufundur vegna komu varaforseta Bandaríkjanna

Baráttufundur vegna komu varaforseta Bandaríkjanna

Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna er á leið til Íslands eins og rækilega hefur komið fram …

SHA_forsida_top

Um samtökin

Um samtökin

I am text block. Click edit button to change this text. Lorem ipsum dolor sit …

SHA_forsida_top

Kertafleytingar gegn kjarnorkuvopnum –9. ágúst 2019

Kertafleytingar gegn kjarnorkuvopnum –9. ágúst 2019

Frá árinu 1985 hafa friðarsinnar fleytt kertum á Reykjavíkurtjörn til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna á …

SHA_forsida_top

Um hernaðarumsvif á Keflavíkurflugvelli

Um hernaðarumsvif á Keflavíkurflugvelli

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga gagnrýnirharðlega aukna ásælni Bandaríkjastjórnar í umsvif …

SHA_forsida_top

Maímálsverður í Friðarhúsi

Maímálsverður í Friðarhúsi

Síðasti málsverður Samtaka hernaðarandstæðinga á þessu vormisseri verður haldinn í Friðarhúsi á föstudag, 31. maí. …

SHA_forsida_top

Ísland og stofnun Ísraelsríkis - fræðslufundur í Friðarhúsi

Ísland og stofnun Ísraelsríkis - fræðslufundur í Friðarhúsi

Hjálmtýr Heiðdal er höfundur nýútkominnar bókar, Íslandsstræti í Jerúsalem. Hann heldur fyrirlestur fyrir SHA um …

SHA_forsida_top

Hundraðasti málsverðurinn!

Hundraðasti málsverðurinn!

Það verða að vanda kræsingar á borðum í fjáröflunarmálsverði SHA í Friðarhúsi föstudagkvöldið 26. apríl …

SHA_forsida_top

Ísland úr NATO

Ísland úr NATO

Ályktun frá landsfundi Samtaka hernaðarandstæðinga, 23. mars sl. Sjötíu ár eru liðin frá því að …