BREYTA

NATO-fundurinn í Ríga: aukin hernaðarþátttaka Íslands

natodrepur Á nýafstöðnum leiðtogafundi NATO í Ríga voru þrjú mál efst á baugi: stækkun bandalagsins, hin hernaðarlega umbreyting með áherslu á hið svokallaða hraðlið og loks stríðsrekstur bandalagsins í Afganistan, sem á máli bandalagsins kallast friðargæsla. Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu 29. nóvember var haft eftir sérfæðingi að Afganistan væri prófsteinn á bandalagið og aðstoðarutanríkisráherra Bandaríkjanna sagði Afganistan vera „málefni númer eitt“ í huga Bandaríkjamanna. Staða Bandaríkjanna og NATO í Afganistan er afleit. Þeir hafa mjög takmarkaða stjórn á ástandinu og í sumum héruðum landsins ríkir stríðsástand. Bandaríkjastjórn og ráðamenn NATO, þ.e. Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri bandalagins, og hernaðarlegir yfirmenn, eru mjög óánægðir með frammistöðu margra aðildarríkja sem sent hafa hermenn til Afganistan. Bandaríkjamenn, Bretar, Kanadamenn og Hollendingar hafa borið hitann og þungann af átökunum. Sum önnur ríki hafa sett ýmis skilyrði um hvernig og hvar megi beita herliðum þeirra og hafa alls ekki verið tilbúin til að taka fullan þátt í stríðsátökum. Það er eins og þau hafi reiknað með að eingöngu væri um friðargæslu að ræða en ekki bein stríðsátök eins og raunin er. George Bush minnti á fimmtu grein Atlantshafssamningsins þar sem segir að árás á einn aðila sé árás á alla. Sú grundvallarregla ætti við hvort sem árásin væri gerð á heimalönd eða á NATO-herlið í hernaðarátökum erlendis. Þá hafa aðildarríkin ekki heldur fengist til að senda þann herafla sem talinn er nauðsynlegur, enn vantar um fimmtung upp á að svo sé. Á fundinum var líka lögð áhersla á að aðildarríkin ykju hernðarútgjöld sín, en stefnan er að þau verði að lágmarki 2% af landsframleiðslu. Ísland hefur þessa neyðarlegu sérstöðu í hernðarbandalaginu að hafa engan her. Þess vegna er það gjarnan undanskilið þegar verið er að skamma NATO-ríkin fyrir vera ekki nógu vígreif í Afganistan. Íslensku ríkisstjórninni er þó mikið í mun að vera með og Geir Haarde lýsti því yfir á fundinum að Íslendingar mundu ekki láta sitt eftir liggja í Afganistan og leggja meira fé til endurreisnar- og þróunarverkefna í Afganistan og styðja við bakið á aðildarríkjunum, sem standa í eldlínunni í sunnanverðu Afganistan þar sem átökin við talíbana eru hörðust. Meðal annars er hugsanlegt að Íslendingar taki að sér einhverja flutninga flugleiðis til Afganistan. Vegna herleysis geta Íslendingar ekki tekið þátt í hinni hernaðarlegu uppbyggingu bandalagins og hinu nýja hraðliði, en „á meðan uppi er krafa í bandalaginu að þjóðirnar auki við almenn útgjöld sín til hernaðarmála höfum við aukið okkar framlög til friðargæslu og hjálparstarfsemi í stríðshrjáðum löndum,“ hefur Morgunblaðið eftir Geir Haarde. Íslendingar hafa legið undir ámæli fyrir lélega þátttöku í þróunaraðstoð. Nú er hins vegar sjálfsagt mál að leggja fé í svokallaða friðargæslu á vegum NATO, sem að meginhluta felst í verkefnum varðandi hersetu NATO í löndum sem Bandaríkin hafa ráðist inn í, hernumið og skipað leppstjórn. Nógu slæm var utanríkisstefna Íslands meðan Bandaríkin höfðu hér herstöð. Sá var þó munurinn að þá var Ísland að öðru leyti tiltölulega óvirkur aðili að NATO. Þetta fór raunar að breytast fyrir um tveimur áratugum, m.a. með því að Íslendingar fóru að taka þátt í störfum hermálanefndar NATO. En nú, þegar NATO er að verða æ virkara og árásargjarnara henrðarbandalag, stendur hugur íslenskra ráðamanna til að Ísland verði sem mest með, leggi meira fé í starfsemi þess og taki þátt í hernaði bandalagsins, þó svo að í bili eigi að mýkja eitthvað upp ásjónu „friðargæslunnar“. En við hernað þarf fleira en hermenn sem taka þátt í bardögum, það þarf ýmiskonar þjónustu í kringum þá, og þar ætla íslensk stjórnvöld að veita sitt liðsinni. Með fundinum í Ríga var staðfest enn frekari þróun NATO til útþenslu og árásarstefnu og jafnframt staðfest frekari þátttaka Íslands í þeirri þróun. Hér er um grafalvarlega þróun að ræða og mikilvægt að fylgjast grannt með henni og andæfa henni. Einar Ólafsson

Færslur

SHA_forsida_top

Ljóðakryddað sjávarfang

Ljóðakryddað sjávarfang

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 25. nóvember, eins og áður hefur verið kynnt á …

SHA_forsida_top

Takið frá helgina!

Takið frá helgina!

Það verður margt á seyði í Friðarhúsi um næstu helgi og því fyllsta ástæða fyrir …

SHA_forsida_top

Opinn miðnefndarfundur í Friðarhúsi

Opinn miðnefndarfundur í Friðarhúsi

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi kl. 20. Fundurinn er opinn öllum, en meðal þess sem …

SHA_forsida_top

Milan Rai í fangelsi

Milan Rai í fangelsi

Friðar- og umhverfisverndarsinninn Milan Rai heimsótti Ísland sumarið 2004 í boði Samtaka herstöðvaandstæðinga, flutti erindi …

SHA_forsida_top

Góðar gjafir

Góðar gjafir

Hinu nýja húsnæði SHA, Friðarhúsi á horni Njálsgötu og Snorrabrautar, berast sífellt nýjar gjafir. Nú …

SHA_forsida_top

Friðarráðstefna á laugardag

Friðarráðstefna á laugardag

Vert er að vekja athygli friðarsinna á ráðstefnu um ungt fólk, friðar- og mannréttindamál sem …

SHA_forsida_top

Líflegar baráttuaðferðir

Líflegar baráttuaðferðir

Það er alltaf opið hús hjá herstöðvaandstæðingum á fimmtudagskvöldum í Friðarhúsi. Fimmtudagsfundurinn að þessu sinni …

SHA_forsida_top

Líflegar baráttuaðferðir

Líflegar baráttuaðferðir

Það er alltaf opið hús hjá herstöðvaandstæðingum á fimmtudagskvöldum. Að þessu sinni verður fjallað um …

SHA_forsida_top

Friðarráðstefna í Ráðhúsi Rvk.

Friðarráðstefna í Ráðhúsi Rvk.

Friðar- og mannréttindaráðstefna ungs fólks er haldin í Ráðhúsinu laugardaginn 19. nóvember frá kl. 14 …

SHA_forsida_top

Það vantar spýtur og það vantar sög...

Það vantar spýtur og það vantar sög...

Friðarhúsið hefur verið ásetið undanfarna daga. Hópar á vegum SHA hafa verið duglegir við að …

SHA_forsida_top

Miðnefnd skiptir með sér störfum

Miðnefnd skiptir með sér störfum

Nýkjörin miðnefnd SHA kom saman til opins fundar í Friðarhúsi fyrr í kvöld. Rétt er …

SHA_forsida_top

Til hvers að berjast gegn hernum?

Til hvers að berjast gegn hernum?

Fyrir nokkrum misserum bað tímaritið Orðlaus Steinunni Þóru Árnadóttur, þáverandi miðnefndarfulltrúa í SHA, um að …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðargöngur verða haldnar á Þorláksmessu víðsvegar um land. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Opið hús í friðarhúsi

Opið hús í friðarhúsi

Það er alltaf opið hús hjá herstöðvaandstæðingum á fimmtudagskvöldum. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Fyrsti fundur miðnefndar

Fyrsti fundur miðnefndar

Fyrsti fundur nýkjörinnar miðnefndar SHA verður í Friðarhúsi fimmtudaginn 10. nóvember og hefst kl. 20. …