BREYTA

NATO-fundurinn í Ríga: aukin hernaðarþátttaka Íslands

natodrepur Á nýafstöðnum leiðtogafundi NATO í Ríga voru þrjú mál efst á baugi: stækkun bandalagsins, hin hernaðarlega umbreyting með áherslu á hið svokallaða hraðlið og loks stríðsrekstur bandalagsins í Afganistan, sem á máli bandalagsins kallast friðargæsla. Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu 29. nóvember var haft eftir sérfæðingi að Afganistan væri prófsteinn á bandalagið og aðstoðarutanríkisráherra Bandaríkjanna sagði Afganistan vera „málefni númer eitt“ í huga Bandaríkjamanna. Staða Bandaríkjanna og NATO í Afganistan er afleit. Þeir hafa mjög takmarkaða stjórn á ástandinu og í sumum héruðum landsins ríkir stríðsástand. Bandaríkjastjórn og ráðamenn NATO, þ.e. Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri bandalagins, og hernaðarlegir yfirmenn, eru mjög óánægðir með frammistöðu margra aðildarríkja sem sent hafa hermenn til Afganistan. Bandaríkjamenn, Bretar, Kanadamenn og Hollendingar hafa borið hitann og þungann af átökunum. Sum önnur ríki hafa sett ýmis skilyrði um hvernig og hvar megi beita herliðum þeirra og hafa alls ekki verið tilbúin til að taka fullan þátt í stríðsátökum. Það er eins og þau hafi reiknað með að eingöngu væri um friðargæslu að ræða en ekki bein stríðsátök eins og raunin er. George Bush minnti á fimmtu grein Atlantshafssamningsins þar sem segir að árás á einn aðila sé árás á alla. Sú grundvallarregla ætti við hvort sem árásin væri gerð á heimalönd eða á NATO-herlið í hernaðarátökum erlendis. Þá hafa aðildarríkin ekki heldur fengist til að senda þann herafla sem talinn er nauðsynlegur, enn vantar um fimmtung upp á að svo sé. Á fundinum var líka lögð áhersla á að aðildarríkin ykju hernðarútgjöld sín, en stefnan er að þau verði að lágmarki 2% af landsframleiðslu. Ísland hefur þessa neyðarlegu sérstöðu í hernðarbandalaginu að hafa engan her. Þess vegna er það gjarnan undanskilið þegar verið er að skamma NATO-ríkin fyrir vera ekki nógu vígreif í Afganistan. Íslensku ríkisstjórninni er þó mikið í mun að vera með og Geir Haarde lýsti því yfir á fundinum að Íslendingar mundu ekki láta sitt eftir liggja í Afganistan og leggja meira fé til endurreisnar- og þróunarverkefna í Afganistan og styðja við bakið á aðildarríkjunum, sem standa í eldlínunni í sunnanverðu Afganistan þar sem átökin við talíbana eru hörðust. Meðal annars er hugsanlegt að Íslendingar taki að sér einhverja flutninga flugleiðis til Afganistan. Vegna herleysis geta Íslendingar ekki tekið þátt í hinni hernaðarlegu uppbyggingu bandalagins og hinu nýja hraðliði, en „á meðan uppi er krafa í bandalaginu að þjóðirnar auki við almenn útgjöld sín til hernaðarmála höfum við aukið okkar framlög til friðargæslu og hjálparstarfsemi í stríðshrjáðum löndum,“ hefur Morgunblaðið eftir Geir Haarde. Íslendingar hafa legið undir ámæli fyrir lélega þátttöku í þróunaraðstoð. Nú er hins vegar sjálfsagt mál að leggja fé í svokallaða friðargæslu á vegum NATO, sem að meginhluta felst í verkefnum varðandi hersetu NATO í löndum sem Bandaríkin hafa ráðist inn í, hernumið og skipað leppstjórn. Nógu slæm var utanríkisstefna Íslands meðan Bandaríkin höfðu hér herstöð. Sá var þó munurinn að þá var Ísland að öðru leyti tiltölulega óvirkur aðili að NATO. Þetta fór raunar að breytast fyrir um tveimur áratugum, m.a. með því að Íslendingar fóru að taka þátt í störfum hermálanefndar NATO. En nú, þegar NATO er að verða æ virkara og árásargjarnara henrðarbandalag, stendur hugur íslenskra ráðamanna til að Ísland verði sem mest með, leggi meira fé í starfsemi þess og taki þátt í hernaði bandalagsins, þó svo að í bili eigi að mýkja eitthvað upp ásjónu „friðargæslunnar“. En við hernað þarf fleira en hermenn sem taka þátt í bardögum, það þarf ýmiskonar þjónustu í kringum þá, og þar ætla íslensk stjórnvöld að veita sitt liðsinni. Með fundinum í Ríga var staðfest enn frekari þróun NATO til útþenslu og árásarstefnu og jafnframt staðfest frekari þátttaka Íslands í þeirri þróun. Hér er um grafalvarlega þróun að ræða og mikilvægt að fylgjast grannt með henni og andæfa henni. Einar Ólafsson

Færslur

SHA_forsida_top

Um orðið varnarlið

Um orðið varnarlið

Erindi Árna Björnssonar á herkveðjuhátíð í RÁNNI Keflavík 22. apríl 2006 Það kom fólki …

SHA_forsida_top

Herinn fer, fögnum nýjum tækifærum

Herinn fer, fögnum nýjum tækifærum

Erindi Jóhanns Geirdal á herkveðjuhátíð í RÁNNI Keflavík 22. apríl 2006 Komið þið sæl og …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þennan dag

SHA_forsida_top

Gott ár hjá Njarðvíkingum

Gott ár hjá Njarðvíkingum

Á velheppnaðri herkveðjuhátíð Vinstri grænna á Suðurnesjum sem haldin var á Ránni í Keflavík í …

SHA_forsida_top

Keflavíkurflugvöllur - brottför hersins, viðbrögð og möguleikar

Keflavíkurflugvöllur - brottför hersins, viðbrögð og möguleikar

eftir Jóhann Geirdal Eftirfarandi greinaflokkur eftir Jóhann Geirdal, bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ, birtist á vefritinu …

SHA_forsida_top

Velheppnuð herkveðjuhátíð í Keflavík

Velheppnuð herkveðjuhátíð í Keflavík

Húsfyllir var á veitingahúsinu Ránni í Keflavík laugardaginn 22. apríl þegar herstöðvaandstæðingar á Suðurnesjum héldu …

SHA_forsida_top

Herkveðjuhátíð á Ránni, Keflavík, laugardaginn 22. apríl kl. 13-17

Herkveðjuhátíð á Ránni, Keflavík, laugardaginn 22. apríl kl. 13-17

Vinstri græn á Suðurnesjum standa fyrir herkveðjuhátíð á Ránni í Keflavík nk. laugardag kl. 13-17. …

SHA_forsida_top

Fjórða evrópska samfélagþingið í Aþenu 4.-7. maí

Fjórða evrópska samfélagþingið í Aþenu 4.-7. maí

Evrópskir herstöðvaandstæðingar á samfélagsþinginu í Aþenu Fjórða Evrópska samfélagsþingið (European Social Forum - …

SHA_forsida_top

Friðarpípa á laugardegi

Friðarpípa á laugardegi

Friðarpípan, spurningakeppni SHA í Friðarhúsi. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

Dagskrá í Friðarhúsi

Dagskrá í Friðarhúsi

SHA skipuleggur dagskrá í Friðarhúsi á miðvikudögum.

SHA_forsida_top

Frá SHA - nóg við að vera um páskana

Frá SHA - nóg við að vera um páskana

Friðarpípan í Friðarhúsi 15. apríl Páskarnir eru tími ferðalaga. Friðarsinnar sem hyggjast halda sig í …

SHA_forsida_top

Alþingi: skýrsla utanríkisráðherra

Alþingi: skýrsla utanríkisráðherra

Í dag, 6. apríl, flutti utanríkisráðherra munnlega skýrslu um utanríkismál á Alþingi. Ræðu ráðherrans og …

SHA_forsida_top

Viðræðurnar um framtíð herstöðvarinnar

Viðræðurnar um framtíð herstöðvarinnar

Ekkert samráð við stjórnarandstöðuna Ekki virðist það nú hafa vakið mikinn ugg hjá þjóðinni …

SHA_forsida_top

Lágfóta dældirnar smó - Fox-fréttamennska á NFS

Lágfóta dældirnar smó - Fox-fréttamennska á NFS

Kristinn Schram og Kolbeinn Óttarsson Proppé fjalla um fréttaflutning af fundum andstæðinga Íraksstríðsins …

SHA_forsida_top

Þingsályktunartillaga um yfirtöku Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar

Þingsályktunartillaga um yfirtöku Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar

Fimmtudaginn 30. mars var tekin fyrir á Alþingi þingsályktunartillaga Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um yfirtöku …