BREYTA

NATO: hernámslið í Afganistan

Stop NATO Fáir virðast sakna bandaríska hersins nú þegar hann er næstum farinn nema fáeinir staðnaðir kaldastríðsmenn úr framlínu stjórnarflokkanna. Þær raddir heyrast allvíða að við eigum að vera fegin að vera laus úr félagsskapnum við Bandaríkin, enda sé hann ekki félegur nú þegar Bush og hans nótar ráða þar ríkjum. Hins vegar segja margir að við þurfum einhverjar varnir samt, en aðildin að NATO tryggi þær. En mörgum sést yfir að NATO er að vissu leyti tæki í þjónustu Bandaríkjanna. Kannski ekki að öllu leyti, Bandaríkin ráða ekki öllu, en ansi miklu og það er almennt viðurkennt að Bandaríkin séu forysturíki NATO, eða eins og Vigfús Geirdal komst að orði í grein sem birtist í Morgunblaðinu og svo hér á Frðarvefnum í júlí: „NATO er ekki sjálfstæð stofnun sem getur sett Bandaríkjunum stólinn fyrir dyrnar sem eins konar yfirþjóðlegt vald. Bandaríkin ráða þar þvert á móti nokkurn veginn því sem þau vilja. NATO er bandalag Bandaríkjanna og fylgiríkja þeirra. Bandaríkin leggja til bæði hernaðarmáttinn og fjármagnið að langmestu leyti. Jafnvel það fé til styrktar hernaðarframkvæmdum einstakra aðildarríkja (t.d. Bandaríkjahers hér á landi) sem sagt er koma úr svokölluðum mannvirkjasjóði NATO er að stærstum hluta bandarískt fjármagn.“ Og það er ekki aðeins svo að yfirhershöfðingjar helstu herstjórna bandalagsins séu bandarískir heldur eru bandarískir herforingjar settir yfir foringja hinna aðildarríkjanna á öllum lægri stjórnunarstigum. Bandaríkjamenn notuðu NATO til að gera innrás í Júgóslavíu vorið 1999 og með því varð NATO virkt árásarbandalag. Af ýmsum ástæðum treystu Bandaríkjamenn ekki á NATO við innrásirnar í Afganistan 2001 og Írak 2003, en hins vegar gripu þeir til NATO í kjölfar innrásarinnar í Afganistan. NATO tók þá að sér einhvers konar friðargæsluhlutverk í umboði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Þessa dagana er að koma mjög greinilega í ljós hvaða hlutverki NATO gegnir í raun og veru í Afganistan. Hvaða álit sem menn hafa á Talibana-stjórninni sálugu í Afganistan, þá er það staðreynd að henni var vikið úr sessi með innrás Bandaríkjanna sem settu aðra stjórn í staðinn, stjórn sem aldrei hefur náð að ráða landinu, hún ræður nánast bara Kabúl og næsta nágrenni. Sú stjórn nýtur bersýnilega ekki mikils stuðnings í landinu. Hlutverk NATO núna er ekki að gæta friðar í landinu heldur að halda áfram því sem Bandaríkjunum tókst aldrei að klára með innrásinni 2001. Þannig er NATO ekkert annað en blóðugt verkfæri Bandaríkjanna og hvort sem mönnum líka betur eða verr eru íslensku „friðargæsluliðarnir“ hluti af þessu hernámsliði. Ef við reynum að skilja samhengi hlutanna, þá er það augljóst að úrsögn úr NATO er eina rökrétta framhaldið af brotthvarfi hersins. Mynd: stopnato.org.uk

Færslur

SHA_forsida_top

Janúarmálsverður

Janúarmálsverður

Fyrsti fjáröflunarmálsverður ársins 2023 í Friðarhúsi verður föstudaginn 27. Janúar n.k. kl. 19:00. …

SHA_forsida_top

Frásögn frá Kúrdistan

Frásögn frá Kúrdistan

Kúrdar eiga í vök að verjast í landamærahéruðum Tyrklands vegna árásarstríðs tyrkneska hersins. Hver …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu hefur verið fastur liður í Reykjavík frá árinu 1981. Safnast er …

SHA_forsida_top

Fullveldismálsverður

Fullveldismálsverður

Fullveldismálsverður SHA verður að venju glæsilegur. Guðrún Bóasdóttir matreiðir svignandi hátíðahlaðborð alskyns góðgætis núna á …

SHA_forsida_top

Raddir frá Íran

Raddir frá Íran

Miklar fregnir berast frá Íran þessa daganna, þar sem söguleg mótmæli eiga sér stað …

SHA_forsida_top

Októbermálsverður í Friðarhúsi

Októbermálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Samtaka hernaðarandstæðinga verður í Friðarhúsi föstudagskvöldið 28. október. Matseldinn verður í höndum …

SHA_forsida_top

Frásögn um friðarferð til Úkraínu

Frásögn um friðarferð til Úkraínu

Um mánaðarmótin fór Maurizio Tani til Úkraínu með fjölþjóðlegu liði friðarsinna til þess að …

SHA_forsida_top

Októberfest-málsverður í Friðarhúsi

Októberfest-málsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverðir Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsi hefja göngu sína að nýju eftir sumarfrí. Bjarki …

SHA_forsida_top

Kertafleytingarræða Silju Aðalsteinsdóttur 9. ágúst 2022

Kertafleytingarræða Silju Aðalsteinsdóttur 9. ágúst 2022

Þegar ég fæddist fyrir nærri því 79 árum geisaði stríð í heiminum, grimmileg landvinningastyrjöld sem …

SHA_forsida_top

Kertafleytingar á fjórum stöðum þann 9. ágúst

Kertafleytingar á fjórum stöðum þann 9. ágúst

Efnt verður til kertafleytinga á fjórum stöðum þriðjudagskvöldið 9. ágúst, á Nagasakí-daginn, til að minnast …

SHA_forsida_top

Kertafleytingar víða um land: 6., 7. og 9. ágúst.

Kertafleytingar víða um land: 6., 7. og 9. ágúst.

Sjaldan eða aldrei hafa kertafleytingar farið fram á fleiri stöðum en nú. Friðarsinnar í Reykjavík, …

SHA_forsida_top

Friðaryfirlýsing

Friðaryfirlýsing

Maurizio Tani býður öllum Íslendingum á borgarafund í þágu friðar í Hallargarðinum við Fríkirkjuna kl. …

SHA_forsida_top

Aprílmálsverður í Friðarhúsi

Aprílmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverðið Samtaka hernaðarandstæðinga halda áfram og föstudaginn 29. apríl verður boðið upp á glæsilegan …

SHA_forsida_top

1. maí kaffi SHA 2022

1. maí kaffi SHA 2022

Samtök hernaðarandstæðinga eru komin aftur með kaffi og vöfflur til að hita upp fyrir kröfugöngu …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA kosin á landsfundi

Ný miðnefnd SHA kosin á landsfundi

Landsfundur SHA 2022 fór fram núna um helgina og var vel sóttur. Skýrsla miðnefndar var …