BREYTA

NATO: hernámslið í Afganistan

Stop NATO Fáir virðast sakna bandaríska hersins nú þegar hann er næstum farinn nema fáeinir staðnaðir kaldastríðsmenn úr framlínu stjórnarflokkanna. Þær raddir heyrast allvíða að við eigum að vera fegin að vera laus úr félagsskapnum við Bandaríkin, enda sé hann ekki félegur nú þegar Bush og hans nótar ráða þar ríkjum. Hins vegar segja margir að við þurfum einhverjar varnir samt, en aðildin að NATO tryggi þær. En mörgum sést yfir að NATO er að vissu leyti tæki í þjónustu Bandaríkjanna. Kannski ekki að öllu leyti, Bandaríkin ráða ekki öllu, en ansi miklu og það er almennt viðurkennt að Bandaríkin séu forysturíki NATO, eða eins og Vigfús Geirdal komst að orði í grein sem birtist í Morgunblaðinu og svo hér á Frðarvefnum í júlí: „NATO er ekki sjálfstæð stofnun sem getur sett Bandaríkjunum stólinn fyrir dyrnar sem eins konar yfirþjóðlegt vald. Bandaríkin ráða þar þvert á móti nokkurn veginn því sem þau vilja. NATO er bandalag Bandaríkjanna og fylgiríkja þeirra. Bandaríkin leggja til bæði hernaðarmáttinn og fjármagnið að langmestu leyti. Jafnvel það fé til styrktar hernaðarframkvæmdum einstakra aðildarríkja (t.d. Bandaríkjahers hér á landi) sem sagt er koma úr svokölluðum mannvirkjasjóði NATO er að stærstum hluta bandarískt fjármagn.“ Og það er ekki aðeins svo að yfirhershöfðingjar helstu herstjórna bandalagsins séu bandarískir heldur eru bandarískir herforingjar settir yfir foringja hinna aðildarríkjanna á öllum lægri stjórnunarstigum. Bandaríkjamenn notuðu NATO til að gera innrás í Júgóslavíu vorið 1999 og með því varð NATO virkt árásarbandalag. Af ýmsum ástæðum treystu Bandaríkjamenn ekki á NATO við innrásirnar í Afganistan 2001 og Írak 2003, en hins vegar gripu þeir til NATO í kjölfar innrásarinnar í Afganistan. NATO tók þá að sér einhvers konar friðargæsluhlutverk í umboði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Þessa dagana er að koma mjög greinilega í ljós hvaða hlutverki NATO gegnir í raun og veru í Afganistan. Hvaða álit sem menn hafa á Talibana-stjórninni sálugu í Afganistan, þá er það staðreynd að henni var vikið úr sessi með innrás Bandaríkjanna sem settu aðra stjórn í staðinn, stjórn sem aldrei hefur náð að ráða landinu, hún ræður nánast bara Kabúl og næsta nágrenni. Sú stjórn nýtur bersýnilega ekki mikils stuðnings í landinu. Hlutverk NATO núna er ekki að gæta friðar í landinu heldur að halda áfram því sem Bandaríkjunum tókst aldrei að klára með innrásinni 2001. Þannig er NATO ekkert annað en blóðugt verkfæri Bandaríkjanna og hvort sem mönnum líka betur eða verr eru íslensku „friðargæsluliðarnir“ hluti af þessu hernámsliði. Ef við reynum að skilja samhengi hlutanna, þá er það augljóst að úrsögn úr NATO er eina rökrétta framhaldið af brotthvarfi hersins. Mynd: stopnato.org.uk

Færslur

SHA_forsida_top

Ávarp flutt af Bjarna E. Guðleifssyni á Ráðhústorginu á Akureyri í lok friðargöngu á Þorláksmessu 2008

Ávarp flutt af Bjarna E. Guðleifssyni á Ráðhústorginu á Akureyri í lok friðargöngu á Þorláksmessu 2008

Góðir tilheyrendur. Stundum er hugtökum best lýst með andstæðum eða andheitum sínum. Andstæða ljóss er …

SHA_forsida_top

Vísindaferð HÍ

Vísindaferð HÍ

Vísindaferð háskólanema í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Íslenskir hernaðarandstæðingar standa fyrir friðargöngum á Þorláksmessu líkt og undanfarin ár. Í Reykjavík verður gengið …

SHA_forsida_top

Fjárlagafrumvarpið: 1,6 milljarður í hernaðarmál

Fjárlagafrumvarpið: 1,6 milljarður í hernaðarmál

Samkvæmt fjárlögum 2009 er gert ráð fyrir að tæplega einn og hálfur milljarður fari í …

SHA_forsida_top

Bulletin á netinu

Bulletin á netinu

Bulletin of the Atomic Scientists er líklega kunnasta og virtasta tímarit heims á sviði afvopnunarmála. …

SHA_forsida_top

Utanríkisráðherra undirritar samning um bann við klasasprengjum og fagnar gagnflaugakerfi Bandaríkjanna

Utanríkisráðherra undirritar samning um bann við klasasprengjum og fagnar gagnflaugakerfi Bandaríkjanna

Utanríkisráðherra Íslands var á annasömu ferðalagi í byrjun desember. Dagana 4. til 5. desember sat …

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning MFÍK, 13.desember

Bókmenntakynning MFÍK, 13.desember

Hin árvissa bókmenntakynning MFÍK verður haldin laugardaginn 13. des. n.k. kl. 14 í MÍR-salnum Hverfisgötu …

SHA_forsida_top

Glæsileg menningardagskrá

Glæsileg menningardagskrá

Það verður boðið upp á vandaða menningardagskrá á fjáröflunarmálsverði og fullveldishátíð SHA n.k. föstudag (sjá …

SHA_forsida_top

Fullveldisfögnuður SHA, 28. nóv.

Fullveldisfögnuður SHA, 28. nóv.

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudaginn 28. nóvember n.k. Matseðillinn verður venju fremur glæsilegur, enda um …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur í Friðarhúsi

Miðnefndarfundur í Friðarhúsi

Miðnefnd SHA fundar.

SHA_forsida_top

Vísindaferð SHA

Vísindaferð SHA

Háskólastúdentar í vísindaferð í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Frumvarp um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum

Frumvarp um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum

Í dag, 17. nóvember, var í níunda sinn lagt fram á Alþingi frumvarp um friðlýsingu …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA

Nú miðnefnd SHA var kjörinn á landsráðstefnu þann 15. nóvember. Hana skipa: Aðalmenn: Auður Lilja …

SHA_forsida_top

Ályktanir landsráðstefnu SHA - I

Ályktanir landsráðstefnu SHA - I

Ályktun landsráðstefnu SHA, 15. nóvember 2008, um málefni Atlantshafsbandalagsins: Næstkomandi vor verða liðin 60 ár …

SHA_forsida_top

Ályktanir landsráðstefnu SHA - II

Ályktanir landsráðstefnu SHA - II

Ályktun um breskar herþotur og "loftrýmisgæslu": Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga, haldinn laugardaginn 15. nóvember, fagnar því …