BREYTA

NATO: hernámslið í Afganistan

Stop NATO Fáir virðast sakna bandaríska hersins nú þegar hann er næstum farinn nema fáeinir staðnaðir kaldastríðsmenn úr framlínu stjórnarflokkanna. Þær raddir heyrast allvíða að við eigum að vera fegin að vera laus úr félagsskapnum við Bandaríkin, enda sé hann ekki félegur nú þegar Bush og hans nótar ráða þar ríkjum. Hins vegar segja margir að við þurfum einhverjar varnir samt, en aðildin að NATO tryggi þær. En mörgum sést yfir að NATO er að vissu leyti tæki í þjónustu Bandaríkjanna. Kannski ekki að öllu leyti, Bandaríkin ráða ekki öllu, en ansi miklu og það er almennt viðurkennt að Bandaríkin séu forysturíki NATO, eða eins og Vigfús Geirdal komst að orði í grein sem birtist í Morgunblaðinu og svo hér á Frðarvefnum í júlí: „NATO er ekki sjálfstæð stofnun sem getur sett Bandaríkjunum stólinn fyrir dyrnar sem eins konar yfirþjóðlegt vald. Bandaríkin ráða þar þvert á móti nokkurn veginn því sem þau vilja. NATO er bandalag Bandaríkjanna og fylgiríkja þeirra. Bandaríkin leggja til bæði hernaðarmáttinn og fjármagnið að langmestu leyti. Jafnvel það fé til styrktar hernaðarframkvæmdum einstakra aðildarríkja (t.d. Bandaríkjahers hér á landi) sem sagt er koma úr svokölluðum mannvirkjasjóði NATO er að stærstum hluta bandarískt fjármagn.“ Og það er ekki aðeins svo að yfirhershöfðingjar helstu herstjórna bandalagsins séu bandarískir heldur eru bandarískir herforingjar settir yfir foringja hinna aðildarríkjanna á öllum lægri stjórnunarstigum. Bandaríkjamenn notuðu NATO til að gera innrás í Júgóslavíu vorið 1999 og með því varð NATO virkt árásarbandalag. Af ýmsum ástæðum treystu Bandaríkjamenn ekki á NATO við innrásirnar í Afganistan 2001 og Írak 2003, en hins vegar gripu þeir til NATO í kjölfar innrásarinnar í Afganistan. NATO tók þá að sér einhvers konar friðargæsluhlutverk í umboði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Þessa dagana er að koma mjög greinilega í ljós hvaða hlutverki NATO gegnir í raun og veru í Afganistan. Hvaða álit sem menn hafa á Talibana-stjórninni sálugu í Afganistan, þá er það staðreynd að henni var vikið úr sessi með innrás Bandaríkjanna sem settu aðra stjórn í staðinn, stjórn sem aldrei hefur náð að ráða landinu, hún ræður nánast bara Kabúl og næsta nágrenni. Sú stjórn nýtur bersýnilega ekki mikils stuðnings í landinu. Hlutverk NATO núna er ekki að gæta friðar í landinu heldur að halda áfram því sem Bandaríkjunum tókst aldrei að klára með innrásinni 2001. Þannig er NATO ekkert annað en blóðugt verkfæri Bandaríkjanna og hvort sem mönnum líka betur eða verr eru íslensku „friðargæsluliðarnir“ hluti af þessu hernámsliði. Ef við reynum að skilja samhengi hlutanna, þá er það augljóst að úrsögn úr NATO er eina rökrétta framhaldið af brotthvarfi hersins. Mynd: stopnato.org.uk

Færslur

SHA_forsida_top

Ísland úr NATÓ strax!

Ísland úr NATÓ strax!

eftir Rúnar Sveinbjörnsson Samkvæmt mínum upplýsingum eru 13 Íslendingar nú að störfum hjá Nató í …

SHA_forsida_top

Hneykslanlegur viðskilnaður Dana við Írak

Hneykslanlegur viðskilnaður Dana við Írak

Eftir Jan Öberg framkvæmdastjóra Transnational Foundation for Peace and Future Reasearch, Lundi 31. júlí …

SHA_forsida_top

Eftirlit NATO – nei takk!

Eftirlit NATO – nei takk!

Frá því Ísland gerðist aðili að NATO 30. mars 1949 hefur nokkur breyting orðið á …

SHA_forsida_top

Hætt við lágflug í tengslum við heræfingar

Hætt við lágflug í tengslum við heræfingar

Samkvæmt fréttum Stöðvar tvö nú undir kvöldið hefur verið hætt við að fara fram á …

SHA_forsida_top

Morgunblaðið spyr utanríkisráðherra

Morgunblaðið spyr utanríkisráðherra

Það er ekki oft sem Friðarvefurinn eða Samtök hernaðarandstæðinga sjá ástæðu til að taka undir …

SHA_forsida_top

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla fyrirhuguðum heræfingum

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla fyrirhuguðum heræfingum

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla fyrirhuguðum heræfingum NATO-ríkjanna Noregs, Danmerkur, Bandaríkjanna, Lettlands og Íslands sem ætlunin er …

SHA_forsida_top

Tengsl Alcan við hergagnaframleiðslu og botnlaus sakaskrá Rio Tinto

Tengsl Alcan við hergagnaframleiðslu og botnlaus sakaskrá Rio Tinto

Frá Saving Iceland, 24. 7. 2007 TENGSL ALCAN VIÐ HERGAGNAFRAMLEIÐSLU Málmur frá Rio Tinto-ALCAN …

SHA_forsida_top

Umhverfi / Vopnaiðnaður / Mótmæli

Umhverfi / Vopnaiðnaður / Mótmæli

Fréttatilkynning 22. júlí, 2007 SAVING ICELAND: REYKJAVÍKURBORG, HÆTTIÐ AÐ STYÐJA VOPNAIÐNAÐINN OG STÓRIÐJU. BORÐI Á …

SHA_forsida_top

Stendur Ísland utan valdablokka – hvað með NATO?

Stendur Ísland utan valdablokka – hvað með NATO?

Í Morgunblaðinu í dag, 19. júlí, er haft eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra, sem …

SHA_forsida_top

Baldvin Halldórsson kvaddur

Baldvin Halldórsson kvaddur

Baldvin Halldórsson er látinn. Við minnumst Baldvins sem eins merkasta leikara og leikstjóra hér á …

SHA_forsida_top

Ótrúleg bráðabirgðalög

Ótrúleg bráðabirgðalög

Eftirfarandi grein birtist á vefritinu ogmundur.is 14. júlí. Eina skynsamlega skýringin sem ég hef heyrt …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þennan dag.

SHA_forsida_top

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórn Dagfara fundar.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Samstarfshópur friðarhreyfinga hittist og undirbýr kertafleytingu á Tjörninni.

SHA_forsida_top

Ísland með 13 hermenn í Afganistan

Ísland með 13 hermenn í Afganistan

Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu í dag eru nú 13 hermenn í Afganistan á vegum Íslands. …