BREYTA

Nató mótmæli – ÁRÍÐANDI TILKYNNING

Fregnirnar af fyrirhuguðum mótmælum hernaðarandstæðinga í tengslum við móttöku þá sem halda á fyrir gesti á Nató-ráðstefnunni á morgun, miðvikudag, hafa skotið hernaðarsinnum skelk í bringu. Samkvæmt nýjustu fregnum hafa stjórnvöld hætt við að halda samkomuna í Þjóðmenningarhúsinu. Hernaðarandstæðingar hyggjast reka flóttann og er nú unnið að því að grafa upp hina nýju staðsetningu kanakokteilsins. UM LEIÐ og þær upplýsingar liggja fyrir, verður send út tilkynning á póstlista SHA og upplýsingar um nýja staðsetningu settar inn hér á Friðarvefinn – í síðasta lagi kl. 16. Fylgist því vel með fréttum af þessu máli. Ekki viljum við að Nató-framkvæmdastjórinn missi af því að hitta íslenska friðarsinna í þessari heimsókn!

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Samtök herstöðvaandstæðinga vekja athygli á þeirri hættu sem vera rússneskra herskipa í efnahagslögsögu Íslands hefur …