BREYTA

NATO-ráðstefnu mótmælt

Nokkur hópur fólks mætti við Hilton Reykjavik Nordica Hotel við Suðurlandsbraut um klukkan hálfsjö í kvöld, miðvikudagskvöld, en þar hófst klukkan sjö móttaka fyrir þátttakendur í málstofu NATO og íslenskra stjórnvalda um öryggishorfur á norðurslóðum, en hún fer fram á sama stað á morgun, fimmtudaginn 29. janúar. Að hætti búsáhaldabyltingarinnar mætti fólkið með trumbur og potta og pönnur og lét í sér heyra. Að mestu fór þetta friðsamlega fram, en einhver tritringur var þó í lögregluliðinu, sem þarna var sett sem brimbrjótur milli mótmælenda og NATO-liðsins, og að lokum tóku einhverjir lögreglumenn fram vopnið sitt, piparúðann, en vandséð er hver þörf var á því til varnar NATO. Einnig munu sex menn hafa verið handteknir. Í framhaldi af málþingi NATO og íslenskra stjórnvalda verður svo á föstudaginn málþing undir sama heiti á vegum Varnamálaskóla NATO (NATO Defense College (NDC)) með stuðningi Háskóla Íslands. En á morgun, fimmtudag, eftir að málþingi NATO líkur, verður móttaka fyrir þátttakendur í seinna málþinginu, og hefst hún klukkan sex. Kannski einhverjir mæti þá aftur fyrir utan hótelið með trumbur og potta og pönnur. Samtök hernaðarandstæðinga hafa sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu:
    „Fyrr í kvöld buðu íslensk stjórnvöld gestum Nató-ráðstefnunnar, sem stendur fyrir dyrum, til veislu á Hilton Nordica hótelinu við Suðurlandsbraut. Þangað hrökklaðist samkoman af ótta við íslenskan almenning, sem boðað hafði til mótmæla af því tilefni við hinn fyrirhugaða samkomustað, Þjóðmenningarhúsið. Ljóst er boðskapur mótmælenda fór ekki framhjá veislugestum, sem hröðuðu sér sneyptir inn um dyr hótelsins. Engir íslenskir ráðamenn voru sjáanlegir á svæðinu. Á að giska fjörutíu lögregluþjónar voru viðstaddir mótmælin og var nokkuð um að þeir hyldu andlit sín eða væru íklæddir lambhúshettum. Hernaðarandstæðingar lýsa sérstökum vonbrigðum sínum yfir að Háskóli Íslands láti sér sæma að leggja nafn sitt við samkomur af þessu tagi. Nató-forkólfar eru engir aufúsugestir hér á landi og sárgrætilegt að íslensk stjórnvöld kjósi að sóa fjármunum skattborgara með slíkum hætti á erfiðum tímum.“
Fréttatilkynning utanríkisráðuneytisins: Málstofa um öryggishorfur á norðurslóðum NATO news: Security prospects in the High North (dagskrá málþings NATO) University of the Arctic: Security Prospects in the High North:Geostrategic thaw or freeze? (dagskrá Málþings Varnarmálaskóla NATO) Globalresearch.ca: The Arctic in NATO's Crosshairs Mbl.is: Lögregla beitti piparúða Visir.is: Mótmælunum lokið - sex handteknir Ruv.is: Mótmæli við NATÓ fund Smugan.is: Lögreglan úðar á friðarsinna Dv.is: Gasaðir fyrir að henda snjóboltum (viðtal við Stefán Pálsson, formann SHA)

Færslur

SHA_forsida_top

Sprengjurnar

Sprengjurnar

Uppgjöf Japana var yfirvofandi, það var í raun engin ástæða fyrir okkur að beita þessu …

SHA_forsida_top

Hiroshima og Nagasaki enn í umræðunni

Hiroshima og Nagasaki enn í umræðunni

60 ár verða senn liðin frá kjarnorkuárásunum á Hiroshima og Nagasaki. Afmæli þessara hræðilegu sprenginga, …

SHA_forsida_top

Enn er unnið að stofnun Friðarhúss

Enn er unnið að stofnun Friðarhúss

Á síðustu landsráðstefnum SHA hafa verið samþykktar ályktanir þess efnis að unnið skuli að því …

SHA_forsida_top

SHA andæfa herskipaheimsókn

SHA andæfa herskipaheimsókn

Það ætti ekki að hafa farið fram hjá fréttaáhorfendum að rússnesk herskip halda til í …

SHA_forsida_top

Ályktun vegna kom rússneskra herskipa til Reykjavíkur

Ályktun vegna kom rússneskra herskipa til Reykjavíkur

Samtök herstöðvaandstæðinga mótmæla komu rússnesku herskipanna Levtsjenkó aðmíráls og Vjazma til Reykjavíkur og árétta að …

SHA_forsida_top

„Stríðið gegn hryðjuverkum“ kallar á hryðjuverk

„Stríðið gegn hryðjuverkum“ kallar á hryðjuverk

Hryðjuverkin í Lundúnum í morgun, þann 7. júlí 2005, eru óafsakanleg. Slíkan verknað, sem bitnar …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnabúr Rússlands

Kjarnorkuvopnabúr Rússlands

Bulletin of the Atomic Scientist er virtasta tímarit á sviði umfjöllunar um kjarnorkuvopnamál. Tímaritið er …

SHA_forsida_top

Ályktun frá miðnefnd SHA

Ályktun frá miðnefnd SHA

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga fordæmir misbeitingu lögreglu og dómstóla á gæsluvarðhaldi yfir Bretanum Paul Gill vegna …

SHA_forsida_top

Athyglisverð yfirlýsing Þorsteins Pálssonar

Athyglisverð yfirlýsing Þorsteins Pálssonar

Ráðstefna stjórnarskrárnefndar með fulltrúum frjálsra félagasamtaka var haldin að Hótel Loftleiðum í gær, laugardag. Samtök …

SHA_forsida_top

Stjórnarskrárnefnd fundar

Stjórnarskrárnefnd fundar

Um helgina efnir stjórnarskárnefnd til málþings, þar sem fulltrúar ýmissa félagasamtaka sem gert hafa athugasemdir …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnalaus Evrópa?

Kjarnorkuvopnalaus Evrópa?

Endurskoðunarráðstefnu NPT-samningsins um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna sem hófst í New York 2. maí lauk …

SHA_forsida_top

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

Þegar þetta er skrifað stendur yfir í New York ráðstefna um endurskoðun samningsins um bann …

SHA_forsida_top

Listi þeirra sem sáu að sér

Listi þeirra sem sáu að sér

Þessi grein Einars Ólafssonar, ritara SHA, birtist í fréttablaðinu 28. janúar sl. Það er svolítið …

SHA_forsida_top

Fimmtudagsfundur í Friðarhúsi

Fimmtudagsfundur í Friðarhúsi

SHA stendur fyrir fundum í Friðarhúsi öll fimmtudagskvöld. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Ályktanir landsráðstefnu SHA 2004

Ályktanir landsráðstefnu SHA 2004

Samtök herstöðvaandstæðinga bjóða ráðherrum áfallahjálp Öllum þeim sem fylgst hafa með fréttum undanfarin misseri er …