BREYTA

NATO-ráðstefnu mótmælt

Nokkur hópur fólks mætti við Hilton Reykjavik Nordica Hotel við Suðurlandsbraut um klukkan hálfsjö í kvöld, miðvikudagskvöld, en þar hófst klukkan sjö móttaka fyrir þátttakendur í málstofu NATO og íslenskra stjórnvalda um öryggishorfur á norðurslóðum, en hún fer fram á sama stað á morgun, fimmtudaginn 29. janúar. Að hætti búsáhaldabyltingarinnar mætti fólkið með trumbur og potta og pönnur og lét í sér heyra. Að mestu fór þetta friðsamlega fram, en einhver tritringur var þó í lögregluliðinu, sem þarna var sett sem brimbrjótur milli mótmælenda og NATO-liðsins, og að lokum tóku einhverjir lögreglumenn fram vopnið sitt, piparúðann, en vandséð er hver þörf var á því til varnar NATO. Einnig munu sex menn hafa verið handteknir. Í framhaldi af málþingi NATO og íslenskra stjórnvalda verður svo á föstudaginn málþing undir sama heiti á vegum Varnamálaskóla NATO (NATO Defense College (NDC)) með stuðningi Háskóla Íslands. En á morgun, fimmtudag, eftir að málþingi NATO líkur, verður móttaka fyrir þátttakendur í seinna málþinginu, og hefst hún klukkan sex. Kannski einhverjir mæti þá aftur fyrir utan hótelið með trumbur og potta og pönnur. Samtök hernaðarandstæðinga hafa sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu:
    „Fyrr í kvöld buðu íslensk stjórnvöld gestum Nató-ráðstefnunnar, sem stendur fyrir dyrum, til veislu á Hilton Nordica hótelinu við Suðurlandsbraut. Þangað hrökklaðist samkoman af ótta við íslenskan almenning, sem boðað hafði til mótmæla af því tilefni við hinn fyrirhugaða samkomustað, Þjóðmenningarhúsið. Ljóst er boðskapur mótmælenda fór ekki framhjá veislugestum, sem hröðuðu sér sneyptir inn um dyr hótelsins. Engir íslenskir ráðamenn voru sjáanlegir á svæðinu. Á að giska fjörutíu lögregluþjónar voru viðstaddir mótmælin og var nokkuð um að þeir hyldu andlit sín eða væru íklæddir lambhúshettum. Hernaðarandstæðingar lýsa sérstökum vonbrigðum sínum yfir að Háskóli Íslands láti sér sæma að leggja nafn sitt við samkomur af þessu tagi. Nató-forkólfar eru engir aufúsugestir hér á landi og sárgrætilegt að íslensk stjórnvöld kjósi að sóa fjármunum skattborgara með slíkum hætti á erfiðum tímum.“
Fréttatilkynning utanríkisráðuneytisins: Málstofa um öryggishorfur á norðurslóðum NATO news: Security prospects in the High North (dagskrá málþings NATO) University of the Arctic: Security Prospects in the High North:Geostrategic thaw or freeze? (dagskrá Málþings Varnarmálaskóla NATO) Globalresearch.ca: The Arctic in NATO's Crosshairs Mbl.is: Lögregla beitti piparúða Visir.is: Mótmælunum lokið - sex handteknir Ruv.is: Mótmæli við NATÓ fund Smugan.is: Lögreglan úðar á friðarsinna Dv.is: Gasaðir fyrir að henda snjóboltum (viðtal við Stefán Pálsson, formann SHA)

Færslur

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning Feministafélagsins

Bókmenntakynning Feministafélagsins

SHA_forsida_top

Njósnað um gest SHA!

Njósnað um gest SHA!

Martyn Lowe, bókavörður, friðarsinni og aktívisti, verður gestur á félagsfundi SHA miðvikudaginn 26. október …

SHA_forsida_top

Málsverður frestast

Málsverður frestast

Fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss hafa yfirleitt verið haldnir síðasta föstudagskvöld í mánuði. Næstu tvö skiptin verður breyting …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA: Góður gestur frá Bretlandi

Félagsfundur SHA: Góður gestur frá Bretlandi

Miðvikudagskvöldið 26. október kl. 20 efna Samtök hernaðarandstæðinga til félagsfundar í Friðarhúsi. Tilefnið er …

SHA_forsida_top

Ríkisfang: Ekkert

Ríkisfang: Ekkert

Opinn félagsfundur MFÍK verður í Friðarhúsi miðvikudaginn 19. október kl. 19.00. Sigríður Víðis Jónsdóttir mun …

SHA_forsida_top

Málþing í þágu friðar

Málþing í þágu friðar

Vakin er athygli á þessu málþingi á vegum Reykjavíkurborgar: Á morgun laugardaginn 15. október verður …

SHA_forsida_top

SHA og MFÍK funda um þjóðernisöfgastefnur

SHA og MFÍK funda um þjóðernisöfgastefnur

Samtök hernaðarandstæðinga og MFÍK efna til sameiginlegs fundar í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, mánudagskvöldið 10. október …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Aðalfundur Norðurlandsdeildar SHA

Þann 26. sept var haldinn á Akureyri aðalfundur hjá Norðurlandsdeild SHA sem jafnframt var opinn …

SHA_forsida_top

Mannlegt friðarmerki, 2. október

Mannlegt friðarmerki, 2. október

2. október er fæðingardagur Mahatma Gandhi og hafa Sameinuðu þjóðirnar tileinkað daginn baráttunni fyrir tilveru …

SHA_forsida_top

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss á þessu hausti verður haldinn n.k. föstudagskvöld, 30. september. Kokkar kvöldsins …

SHA_forsida_top

Norðlendingar í fullu fjöri

Norðlendingar í fullu fjöri

Norðurlandsdeild SHA stóð fyrir félagsfundi á Akureyri sk. mánudagskvöld. Umræðuefnið var „Nýja Nató og þátttaka …

SHA_forsida_top

Samstaða með sjálfstæðri Palestínu

Samstaða með sjálfstæðri Palestínu

Vakin er athygli á mótmælastöðu Íslands-Palestínu fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna fimmtudaginn 22.september klukkan 17:00. Elva …

SHA_forsida_top

Farsinn í héraðsdómi

Farsinn í héraðsdómi

Mánudaginn 19. september kl. 15 hefst næsti þáttur í farsanum Ákæruvaldið gegn Lalla sjúkraliða. …

SHA_forsida_top

Hiroshima

Hiroshima

(Ljóð þetta var flutt á kertafleytingu friðarsinna á Egilsstöðum í ágúst sl.) Og enn þann …

SHA_forsida_top

The Opportunity: After Utøya

The Opportunity: After Utøya

Í tilefni minningarathafnar um fórnarlömb hryðjuverkanna í Noregi birtir Friðarvefurinn hugvekju Davíðs Stefánssonar á íslensku …