BREYTA

NATO-ráðstefnu mótmælt

Nokkur hópur fólks mætti við Hilton Reykjavik Nordica Hotel við Suðurlandsbraut um klukkan hálfsjö í kvöld, miðvikudagskvöld, en þar hófst klukkan sjö móttaka fyrir þátttakendur í málstofu NATO og íslenskra stjórnvalda um öryggishorfur á norðurslóðum, en hún fer fram á sama stað á morgun, fimmtudaginn 29. janúar. Að hætti búsáhaldabyltingarinnar mætti fólkið með trumbur og potta og pönnur og lét í sér heyra. Að mestu fór þetta friðsamlega fram, en einhver tritringur var þó í lögregluliðinu, sem þarna var sett sem brimbrjótur milli mótmælenda og NATO-liðsins, og að lokum tóku einhverjir lögreglumenn fram vopnið sitt, piparúðann, en vandséð er hver þörf var á því til varnar NATO. Einnig munu sex menn hafa verið handteknir. Í framhaldi af málþingi NATO og íslenskra stjórnvalda verður svo á föstudaginn málþing undir sama heiti á vegum Varnamálaskóla NATO (NATO Defense College (NDC)) með stuðningi Háskóla Íslands. En á morgun, fimmtudag, eftir að málþingi NATO líkur, verður móttaka fyrir þátttakendur í seinna málþinginu, og hefst hún klukkan sex. Kannski einhverjir mæti þá aftur fyrir utan hótelið með trumbur og potta og pönnur. Samtök hernaðarandstæðinga hafa sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu:
    „Fyrr í kvöld buðu íslensk stjórnvöld gestum Nató-ráðstefnunnar, sem stendur fyrir dyrum, til veislu á Hilton Nordica hótelinu við Suðurlandsbraut. Þangað hrökklaðist samkoman af ótta við íslenskan almenning, sem boðað hafði til mótmæla af því tilefni við hinn fyrirhugaða samkomustað, Þjóðmenningarhúsið. Ljóst er boðskapur mótmælenda fór ekki framhjá veislugestum, sem hröðuðu sér sneyptir inn um dyr hótelsins. Engir íslenskir ráðamenn voru sjáanlegir á svæðinu. Á að giska fjörutíu lögregluþjónar voru viðstaddir mótmælin og var nokkuð um að þeir hyldu andlit sín eða væru íklæddir lambhúshettum. Hernaðarandstæðingar lýsa sérstökum vonbrigðum sínum yfir að Háskóli Íslands láti sér sæma að leggja nafn sitt við samkomur af þessu tagi. Nató-forkólfar eru engir aufúsugestir hér á landi og sárgrætilegt að íslensk stjórnvöld kjósi að sóa fjármunum skattborgara með slíkum hætti á erfiðum tímum.“
Fréttatilkynning utanríkisráðuneytisins: Málstofa um öryggishorfur á norðurslóðum NATO news: Security prospects in the High North (dagskrá málþings NATO) University of the Arctic: Security Prospects in the High North:Geostrategic thaw or freeze? (dagskrá Málþings Varnarmálaskóla NATO) Globalresearch.ca: The Arctic in NATO's Crosshairs Mbl.is: Lögregla beitti piparúða Visir.is: Mótmælunum lokið - sex handteknir Ruv.is: Mótmæli við NATÓ fund Smugan.is: Lögreglan úðar á friðarsinna Dv.is: Gasaðir fyrir að henda snjóboltum (viðtal við Stefán Pálsson, formann SHA)

Færslur

SHA_forsida_top

Siðlaus og vitlaus fréttamiðlun um atburðina í Bretlandi

Siðlaus og vitlaus fréttamiðlun um atburðina í Bretlandi

Daglega birtast fréttir og fréttaskýringar um sprengjutilræðin í Bretlandi. Þessum skrifum er sameiginlegt að dæma …

SHA_forsida_top

Sri Lanka: Áhrif aðskilnaðarátaka í smáríki á alþjóðlegt og svæðisbundið öryggi

Sri Lanka: Áhrif aðskilnaðarátaka í smáríki á alþjóðlegt og svæðisbundið öryggi

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Rannsóknasetur um smáríki standa fyrir opnum fyrirlestri Shyams Tekwamis um áhrif …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnum mótmælt á Bretlandi

Kjarnorkuvopnum mótmælt á Bretlandi

Um síðustu helgi stóð hópur námsmanna frá ýmsum bæjum og borgum í Englandi og Skotlandi …

SHA_forsida_top

Utanríkisráðuneytið tekur fangaflug til skoðunar

Utanríkisráðuneytið tekur fangaflug til skoðunar

Utanríkisráðherra hefur ákveðið að lendingar ákveðinna flugvéla á Keflavíkurflugvelli og/eða Reykjavíkurflugvelli verði teknar til nánari …

SHA_forsida_top

Menning og morðvopn

Menning og morðvopn

eftir Stefán Pálsson formann SHA Birtist í Fréttablaðinu 21. júní 2007 Á sunnudaginn …

SHA_forsida_top

Hernaðarandstæðingar mótmæla herskipum NATO

Hernaðarandstæðingar mótmæla herskipum NATO

Á fimmtudagsmorguninn síðastliðinn, 14. júní, lögðust þrjú herskip úr þeim flota NATO, sem kallast sem …

SHA_forsida_top

Uppbyggingin

Uppbyggingin

eftir Sverri Jakobsson Birtist í Fréttablaðinu 16. júní 2007 Nú á dögunum kom …

SHA_forsida_top

Ályktun SHA vegna heimsóknar herskipa til Reykjavíkur

Ályktun SHA vegna heimsóknar herskipa til Reykjavíkur

Þrjú herskip á vegum NATO leggjast að bryggju í Reykjavíkurhöfn að morgni fimmtudagsins 14. …

SHA_forsida_top

MATUR & MENNING - Palestínskt matar- og menningarkvöld, fimmtudaginn 14. júní

MATUR & MENNING - Palestínskt matar- og menningarkvöld, fimmtudaginn 14. júní

Frá Félaginu Ísland-Palestína: Félagið Ísland-Palestína heldur palestínskt matar- og menningarkvöld fimmtudaginn 14. júní …

SHA_forsida_top

Mikil andstaða í Tékklandi gegn fyrirhugaðri gagnflaugastöð

Mikil andstaða í Tékklandi gegn fyrirhugaðri gagnflaugastöð

Fyrirhugað gagnflaugakerfi Bandaríkjanna hefur valdið spennu milli Bandaríkjanna og Rússlands. Ætlunin er að setja upp …

SHA_forsida_top

Fundur um Palestínu í Friðarhúsinu á laugardag

Fundur um Palestínu í Friðarhúsinu á laugardag

Dagskrá í Friðarhúsinu Njálsgötu 87 9. júní kl 14.00 - helguð 40 ára hernámi …

SHA_forsida_top

Mun Ísland halda áfram þátttöku í starfsemi NATO í Írak?

Mun Ísland halda áfram þátttöku í starfsemi NATO í Írak?

Á fundi Alþingis 4. júní beindi þingmaður VG, Katrín Jakobsdóttir, þeirri fyrirspurn til utanríkisráðherra, Ingibjargar …

SHA_forsida_top

Félagsfundur Ísland-Palestína

Félagsfundur Ísland-Palestína

Félagsfundur og myndasýning á vegum Íslands-Palestínu á afmæli sex daga stríðsins.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Styður ríkisstjórnin stríðsreksturinn í Írak?

Styður ríkisstjórnin stríðsreksturinn í Írak?

Eftirfarandi grein Einars Ólafssonar birtist í Morgunblaðinu 3. júní 2007. Rétt er að geta þess …