BREYTA

NATO-ráðstefnu mótmælt

Nokkur hópur fólks mætti við Hilton Reykjavik Nordica Hotel við Suðurlandsbraut um klukkan hálfsjö í kvöld, miðvikudagskvöld, en þar hófst klukkan sjö móttaka fyrir þátttakendur í málstofu NATO og íslenskra stjórnvalda um öryggishorfur á norðurslóðum, en hún fer fram á sama stað á morgun, fimmtudaginn 29. janúar. Að hætti búsáhaldabyltingarinnar mætti fólkið með trumbur og potta og pönnur og lét í sér heyra. Að mestu fór þetta friðsamlega fram, en einhver tritringur var þó í lögregluliðinu, sem þarna var sett sem brimbrjótur milli mótmælenda og NATO-liðsins, og að lokum tóku einhverjir lögreglumenn fram vopnið sitt, piparúðann, en vandséð er hver þörf var á því til varnar NATO. Einnig munu sex menn hafa verið handteknir. Í framhaldi af málþingi NATO og íslenskra stjórnvalda verður svo á föstudaginn málþing undir sama heiti á vegum Varnamálaskóla NATO (NATO Defense College (NDC)) með stuðningi Háskóla Íslands. En á morgun, fimmtudag, eftir að málþingi NATO líkur, verður móttaka fyrir þátttakendur í seinna málþinginu, og hefst hún klukkan sex. Kannski einhverjir mæti þá aftur fyrir utan hótelið með trumbur og potta og pönnur. Samtök hernaðarandstæðinga hafa sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu:
    „Fyrr í kvöld buðu íslensk stjórnvöld gestum Nató-ráðstefnunnar, sem stendur fyrir dyrum, til veislu á Hilton Nordica hótelinu við Suðurlandsbraut. Þangað hrökklaðist samkoman af ótta við íslenskan almenning, sem boðað hafði til mótmæla af því tilefni við hinn fyrirhugaða samkomustað, Þjóðmenningarhúsið. Ljóst er boðskapur mótmælenda fór ekki framhjá veislugestum, sem hröðuðu sér sneyptir inn um dyr hótelsins. Engir íslenskir ráðamenn voru sjáanlegir á svæðinu. Á að giska fjörutíu lögregluþjónar voru viðstaddir mótmælin og var nokkuð um að þeir hyldu andlit sín eða væru íklæddir lambhúshettum. Hernaðarandstæðingar lýsa sérstökum vonbrigðum sínum yfir að Háskóli Íslands láti sér sæma að leggja nafn sitt við samkomur af þessu tagi. Nató-forkólfar eru engir aufúsugestir hér á landi og sárgrætilegt að íslensk stjórnvöld kjósi að sóa fjármunum skattborgara með slíkum hætti á erfiðum tímum.“
Fréttatilkynning utanríkisráðuneytisins: Málstofa um öryggishorfur á norðurslóðum NATO news: Security prospects in the High North (dagskrá málþings NATO) University of the Arctic: Security Prospects in the High North:Geostrategic thaw or freeze? (dagskrá Málþings Varnarmálaskóla NATO) Globalresearch.ca: The Arctic in NATO's Crosshairs Mbl.is: Lögregla beitti piparúða Visir.is: Mótmælunum lokið - sex handteknir Ruv.is: Mótmæli við NATÓ fund Smugan.is: Lögreglan úðar á friðarsinna Dv.is: Gasaðir fyrir að henda snjóboltum (viðtal við Stefán Pálsson, formann SHA)

Færslur

SHA_forsida_top

Breskur almenningur andvígur endurnýjun kjarnorkuvopna

Breskur almenningur andvígur endurnýjun kjarnorkuvopna

Kertafleyting í Reykjavík og Akureyri í kvöld, 9. ágúst, kl. 22:30 – sjá hér …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Árleg kertafleyting samstarfshóps friðarhreyfinga á Reykjavíkurtjörn.

SHA_forsida_top

Forkastanlegt framferði lögreglu gagnvart mótmælendum og ferðamönnum

Forkastanlegt framferði lögreglu gagnvart mótmælendum og ferðamönnum

Friðarvefurinn tekur undir þá gagnrýni sem fram hefur komið á aðgerðir lögreglu gagnvart mótmælendum á …

SHA_forsida_top

Náttúruverndarsamtök á Norðurlöndum: Varnarsvæði skulu hreinsuð á kostnað mengunarvalds

Náttúruverndarsamtök á Norðurlöndum: Varnarsvæði skulu hreinsuð á kostnað mengunarvalds

Fundur Landverndar og sex norrænna náttúruverndarsamtaka sem haldin var í Færeyjum dagana 31. júlí – …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavík og Akureyri 9. ágúst

Kertafleyting á Reykjavík og Akureyri 9. ágúst

verður haldin við Tjörnina í Reykjavík og á Akureyri við tjörnina framan við …

SHA_forsida_top

Undirskriftasafnanir vegna stríðsins í Miðausturlöndum

Undirskriftasafnanir vegna stríðsins í Miðausturlöndum

Um allan heim leita menn leiða til að stöðva blóðbaðið í Líbanon og Palestínu. Því …

SHA_forsida_top

Viðskiptabann á Ísrael

Viðskiptabann á Ísrael

Í grein eftir Þorleif Gunnlaugsson, formann Vinstrihreyfingarinnar græns farmboðs í Reykjavik, á heimasíðu Ögmundar Jónassonar …

SHA_forsida_top

Mótmælaaðgerðir víða um heim – 100.000 manns í Lundúnum

Mótmælaaðgerðir víða um heim – 100.000 manns í Lundúnum

Í dag, laugadaginn 5. ágúst, eru víða mótmælaaðgerðir gegn ofbeldi Ísrales í Líbanon og Palestínu. …

SHA_forsida_top

Fundur utanríkismálanefndar 2. ágúst

Fundur utanríkismálanefndar 2. ágúst

Í morgun, 2. ágúst, kom utanríkismálanefnd Alþingis saman að beiðni þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs til …

SHA_forsida_top

Bechtel, gróðapungar kjarnorkuvopnanna

Bechtel, gróðapungar kjarnorkuvopnanna

Bandarískar friðarhreyfingar leggja áherslu á að dagana 6.-9. ágúst verði höfð uppi mótmæli við …

SHA_forsida_top

Stöðvið morðin núna

Stöðvið morðin núna

Ávarp Ögmundar Jónassonar á mótmælafundi gegn árásum Ísraels á Líbanon fundi við bandaríska sendiráðið …

SHA_forsida_top

Ríkisstjórnin og Líbanon: Betur má ef duga skal

Ríkisstjórnin og Líbanon: Betur má ef duga skal

Í eftirfarandi grein, sem birtist í Morgunblaðinu 1. ágúst 2006, gagnrýnir Ögmundur Jónasson þingmaður …

SHA_forsida_top

Blekkingar í þágu lögregluríkis á Íslandi

Blekkingar í þágu lögregluríkis á Íslandi

Elías Davíðsson, 30. júlí 2006 Sunnudaginn, 23. júlí 2006, birti Morgunblaðið „Reykjavíkurbréf“ sem þandi sig …

SHA_forsida_top

Hve margir voru á fundinum við bandaríska sendiráðið?

Hve margir voru á fundinum við bandaríska sendiráðið?

Í dálkinum „Frá degi til dags“ í Fréttablaðinu 30. júlí veltir blaðamaður fyrir sér fjölda …

SHA_forsida_top

Hvað er ályktun 377?

Hvað er ályktun 377?

Bent hefur verið á þann möguleika að kalla saman Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna vegna stríðsins í …